Morgunblaðið - 08.12.2007, Síða 61

Morgunblaðið - 08.12.2007, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 61 GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Hildur Lillien- dahl ljóðskáld og Úlfar Þormóðsson rithöfundur. Á milli þess sem þau velta fyrir sér m.a. „kollusteini“ og „gós- entíð“ botna þau þennan fyrripart: Það er dimmt og kalt í desember og drungi yfir bænum. Um nýliðna helgi var fyrriparturinn þessi: Fullveldið er flestum gleymt, fáir þess nú minnast. Í þættinum botnaði Ingibjörg Har- aldsdóttir: Lýðveldið sem var loksins heimt líka farið að þynnast. Davíð Þór Jónsson: Allt sem hafði okkur dreymt mun útvatnast og þynnast. Séra Baldur Kristjánsson: Árin hafa áfram streymt og okkar vit að þynnast. Úr hópi hlustenda botnaði Auðunn Bragi Sveinsson m.a.: Margt er þó í muna geymt; má það eigi þynnast. og Lengi hafði lýði dreymt lýðfrelsi að kynnast. Hallberg Hallmundsson sendi þessa tvo: Það hafði lýðinn lengi dreymt en lítið þótt ávinnast. Þar mun lengi í ranni reimt sem rökkvuð skotin finnast. Halldór Halldórsson: Er nú fólk á eyrum teymt, auðmenn margir finnast. Magnús Halldórsson á Hvolsvelli: Er frelsið var að hálfu heimt og helsi danskt að þynnast. Dimmur og kaldur desember Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleiðis til Orð skulu standa, Ríkisútvarp- inu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Morgunblaðið/Ómar Skothúsvegurinn Fyrriparturinn í dag fjallar um desembermánuð. Orð skulu standa Á PLÖTUNNI Einhversstaðar einhverntímann… aftur hefur söngkonan ástsæla, Ellen Krist- jánsdóttir, sett flest af sínum vin- sælustu lögum í nýjan búning. Ey- þór Gunnarsson stjórnar upptökum auk þess sem Ellen hefur fengið einvalalið hljóðfæraleikara til þess að koma fram með sér á plötunni. Það vekur athygli hve vel er vand- að til við útsetningar laganna. Þau ljá plötunni heildarsvip þrátt fyrir að vera eftir ólíka listamenn á ólík- um tímum. Einnig einkennast út- setningarnar af þroska og yfirsýn. Ekki reynt að breyta lögnum og gera þau að nýjum verkum, heldur fá þau að njóta sín í sígild- ari, og sum hver smekklegri, útgáfum en áður. Gott dæmi um þetta eru lögin „Ein- hversstaðar einhverntímann aftur“ og „Lifði og dó í Reykjavík“. Bæði njóta sín sem lögin sem þau hafa alltaf verið en hafa verið keyrð nið- ur í blúsaðri útfærslur af fyrri út- gáfu. Þetta heppnast mjög vel, einkum og sér í lagi vegna kunn- áttu Ellenar. Hún þekkir lögin út og inn og leikur sér með flutning þeirra og sérlega vandaðan og yf- irvegaðan hátt. Hún er ekki að reyna að enduruppgötva lögin sem slík – heldur flytja þau í þeirri stemmingu sem henni hentar í dag. Við þetta má bæta að „When I Think of Angels“ er hér í sérlega fallegri útgáfu og það sama má segja um „Litla systir“ en það kom mér mjög á óvart. Lagavalið er gott og lýsir ferli hennar ágætlega. Platan er eilítið rislág sökum fastrar stefnumörk- unar í útsetningum en fyrir vikið er hún mun þægilegri og samfelld- ari en hefðbundið safn þessara laga hefði verið. Útkoman er því afar vönduð og eiguleg safnplata fyrir aðdáendur Ellenar Kristjáns- dóttur. Fallegt safn góðra laga TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Ellen – Einhversstaðar einhverntímann… aftur  Helga Þórey Jónsdóttir SOUTH River Band leikur sérlega vandaða þjóðlagatónlist sem er að miklu leyti undir austurevrópskum áhrifum. Á plötu þeirra Allar stúlk- urnar má bæði finna frumsamin lög auk þjóðlaga úr ýmsum áttum. Lögin eru öll full af lífi og sál og á þar textahöfundurinn Kormákur Bragason stóran hlut að máli. Hlust- andinn er dreginn með í ferðalag um lendur ástar og örlaga þar sem staldrað er við einlægar og ljúfsárar minningar. Aðrir textar eru spaug- samar vísur um hegðun landans, kvennafar auk hinna bráðnauðsyn- legu drykkjuvísna. Helgi Þór Inga- son á einnig mjög góða texta – skemmtilegar frásagnir af ástum og sveitalífi. Það er að sjálf- sögðu umfjöll- unarefni að Geir H. Haarde for- sætisráðherra skuli syngja á plötunni en hann kemur fram í laginu „Ég hlusta á hjartað“ sem er ágætlega þýdd ábreiða af lagi Johnnys Cash „Walk the Line“. Geir kom mér talsvert á óvart því hann er mun lipurri söngv- ari en ég hafði gert mér í hugarlund. Skemmtileg viðbót það. Því miður get ég ekki kallaði for- sætisráðherra vorn gullmola plöt- unnar því það hlýtur að vera lag Ólafs Þórðarsonar tileinkað Szymon heitnum Kuran sem nefnist einfald- lega „Szymon“. Lagið er einkar fög- ur smíð – angurvær og blíð. „Szy- mon“ er virðuleg og viðeigandi kveðja til eftirtektarverðs tónlistar- manns. Meðlimir South River Band eru allir stjörnur þessarar plötu, laga- smíðar þeirra eru afskaplega góðar auk þess sem þeir hafa gott nef fyrir tökulögum. Það er þó hljóðfæra- leikur þeirra sem skarar fram úr, hvergi er feilnóta slegin og er flutn- ingurinn fullur af sál, frá fyrsta lagi til hins síðasta. Vönduð og skemmtileg plata TÓNLIST South River Band – Allar stúlkurnar  Helga Þórey Jónsdóttir Íslenskur geisladiskur smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.