Morgunblaðið - 09.11.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.11.2008, Qupperneq 1
9. N Ó V E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 307. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Annar syngur en hinn ekki einu sinni í stríðustu aðstæðum TENGSL:FEÐGARNIR GISSUR OG GISSUR PÁLL VINÁTTA OG MIKIL ÞYKJA VÆNTUM- HÁIR HÆLAR eru í tísku og því hærri, því betra. Of háir hælar geta þó orðið konum að falli. ÍÞRÓTTAÁLFUR VARÐ MESTA FÓL SUNNUDAGUR HVÍTA HÚSIл6 AGNES SEGIR»10 Sumarið 2005 lét Hannes Smárason, þá stjórnarformaður FL, flytja án heim- ildar þrjá milljarða króna af reikningum FL til Kaupþings í Lúxemborg, til þess að hjálpa Pálma Haraldssyni við að greiða fyrir kaupin á lággjaldaflugfélag- inu Sterling í Danmörku. Þegar upp komst um gjörninginn neituðu endurskoðendur að skrifa upp á sex mánaða uppgjörið og stjórn og forstjóri sökuðu Hannes um að hafa þverbrotið lög með þessum heimild- arlausu fjármagnsflutningum almenn- ingshlutafélags. Flutti 3 millj- arða til Pálma Líf Obama-fjölskyldunnar breytist trú- lega verulega þegar hún flyst búferlum frá Chicago og sest að í Hvíta húsinu í Washington í janúar nk. Mest þó vegna þess að fjölskyldu- faðirinn verður meira heima hjá sér en áður, en hann hefur undanfarin ár verið á sífelldum þeytingi. Vistaskipti Obamas AÐALHEIÐUR Jóhannesdóttir er jafnan kölluð Heiða „props“, enda hefur hún haft uppi á leikmunum og raðað þeim inn í leikmyndir Leik- félags Reykjavíkur frá því árið 1965. Þessa dagana sér hún í þriðja sinn um leikmuni og hraðskiptingar í uppfærslu LR á Fló á skinni, en leik- ritið var fyrst sett upp árið 1972 og sló öll aðsóknarmet. Vantar startbyssuskot Það getur verið vandasamt að finna leikmuni í sýningar og á dag- inn er Heiða á stöðugum þeytingi, stundum um allan bæ. „Ætli maður keyri ekki yfir 200 kílómetra á mán- uði í þessum snattferðum. Og það gengur misvel, til dæmis fann ég ekki rauð jólaepli í Hagkaupum fyrir Fólkið í blokkinni, þó að þar væru fjórar tegundir af eplum, en ég fann þau í Nóatúni – þannig að bara það að leita að eplum getur verið vesen! Og nú erum við í vandræðum með lítil startbyssuskot í Fló á skinni; þau fást ekki og þess vegna þurfum við að nota byssu með stærri skotum sem meiri hávaði er í.“ Fáum hluti úr dánarbúum Og Heiða hringir oft í vini og ætt- ingja – eða sækir í eigin smiðju. „Á tímabili fór ég bara heim til mín eða upp í sumarbústað ef það vantaði gamla slitna hluti og náði í þá, en svo fáum við líka notaða hluti gefna úr dánarbúum og erum alltaf mjög glöð yfir því, til dæmis mataráhöld, spari- stell og gamla potta, en þeir ganga náttúrlega úr sér hérna.“ Heiða gengur í ýmis störf, er stundum statisti og svo notaði hún pottana er hún eldaði kreppumat sex kvöld vikunnar fyrir 14 persónur í Þrúgum reiðinnar. „Tvö börn sátu með diskana á hnjánum og komu alltaf til mín fyrir sýningar og spurðu hvað væri í matinn. Ég reyndi að breyta til, en það varð að vera hægt að skófla matnum í sig.“ pebl@mbl.is | 14 Þriðja Fló á skinni Það getur verið vandasamt að finna leikmuni Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikhúsið Heiða props hefur verið viðloðandi LR frá fjögurra ára aldri, unnið þar í áratugi og ljósmyndað lífið í leikhúsinu. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is GRÍÐARLEGA mikilvægt er að allt ferlið sé gagnsætt í uppgjörinu sem fram fer í efnahagslífinu og að óháðir erlendir ráðgjafar verði notaðir, til að endurmóta nýtt kerfi og ganga frá í gamla kerfinu, að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, fyrrverandi efna- hagsráðgjafa forsætisráðherra. „Aðeins með þeim hætti verður þetta hafið yfir tortryggni og efa- semdir. Umhverfið eins og það er núna er kjörið fyrir spillingu. Og Ís- land er ekkert frábrugðið öðrum löndum að því leyti að á meðan mold- viðrið geisar og blindar mönnum sýn eru miklar líkur á að einhverjir gangi á lagið, hvort sem það er til að vernda sína hagsmuni eða komast yfir skjót- fenginn gróða.“ Hann segir mikla eignatilfærslu í þjóðfélaginu og mikilvægt er að það ferli sé gagnsætt og sanngjarnt, að svo miklu leyti sem það sé hægt. „Reynsla Finna af þessum gjörn- ingum var ekki góð og enn ekki gróið um heilt vegna þess, til dæmis voru stórir hlutir í Nokia seldir úr landi fyrir óverulegar upphæðir, þannig að mikið af þeim gríðarlega ábata sem varð síðar af Nokia skilaði sér ekki heim.“ Hann segir að í svona ferli sé þó erfitt að gera allt fyrir opnum dyrum. „Þess vegna er mjög mikilvægt að efla trú fólks á ferlið sjálft. Og það er gert með því að fá til þess óháða er- lenda ráðgjafa sem ekki eiga neinna hagsmuna að gæta og að hafa ferlið gagnsætt. Það að segja nákvæmlega frá öllu sem gerist á hverjum tíma- punkti myndi hins vegar æra óstöð- ugan, auk þess sem það gæti spillt fyrir gangi mála. Í svona darraðar- dansi breytast oft ákvarðanir frá klukkustund til klukkustundar.“ Kjörumhverfi fyrir spillingu Ferlið í uppgjörinu þarf að vera gagn- sætt með óháðum erlendum ráðgjöfum Morgunblaðið/Kristinn Tryggvi Þór Varar við spillingu.  Óvenjulegir tímar | 12 Barack Obama
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.