Morgunblaðið - 09.11.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 09.11.2008, Síða 26
26 Myndaalbúmið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var 13 áraþegar hún varð Íslandsmeistarikvenna í skák og um leið yngsti lands- meistari heims í viðurkenndri keppnisgrein. Alls hefur hún 11 sinnum hampað þeim titli. Eftir stúdentspróf frá MR 1992 stundaði hún nám í Harvard-háskóla og lauk þaðan BA í stjórnmálafræði og sagnfræði. Þá lá leiðin til Berlínar, þar sem hún bjó í eitt ár. Næstu árin starfaði hún víðsvegar í Evrópu áður en hún fluttist til Bretlands og lauk framhaldsnámi í heimspeki við Cambridge-háskólann árið 2000. Það ár kom hún heim til að tryggja að kvennalið yrði sent á ólympíumótið í skák. Guðfríður Lilja varð fyrst kvenna forseti Skáksambands Íslands og forseti Skák- sambands Norðurlanda. Hún fékk jafnrétt- isverðlaun Jafnréttisráðs árið 2004 og var val- in maður ársins á Stöð 2 sama ár. Guðfríður Lilja starfaði sem sérfræðingur á alþjóðasviði Alþingis og framkvæmdastjóri þingmannanefndar um norðurskautsmál. Hún er varaþingmaður Vinstri grænna fyrir Suð- vesturkjördæmi og framkvæmdastýra þing- flokks VG. Sambýliskona hennar er Steinunn H. Blöndal, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Skákmót 2004 Sem forseti Skáksambandsins lék ég fyrsta leiknum hjá Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga, og Lenku Ptacnikovu, fyrsta kvenstórmeistaranum okkar. Harvard Ég að taka á móti BA-gráðu í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Har- vard-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1996. Útskriftarhátíðin stóð í marga daga. Útskrift Eftir starf víðsvegar í Evrópu fór ég í framhaldsnám í Cambridge-háskóla í Bretlandi og útskrifaðist þaðan árið 2000. Stóra systir Með Helga Áss litla bróður minn í fanginu. Fólkið mitt Bræðurnir Sigurður Áss, Andri Áss og Helgi Áss og for- eldrar mínir, Sigrún Andrewsdóttir og Grétar Áss Sigurðsson. Mynd- ina tók skákfrömuðurinn, Jóhann Þórir Jónsson, heitinn, sem var á einn örfárra sem vildi íslenskt kvennalandslið á Ólympíuskákmóti. Heimsmet Þessi mynd birtist í Morgunblaðinu 1985 þegar ég varð yngsti landsmeistari heims í viðurkenndri keppnisgrein. Æskan Ég rúmlega 2ja ára og nokkrum árum síðar í Reykholti í Borgarfirði. Kannski erfði ég hrifningu mína á hestum frá Guðfríði Lilju, ömmu minni, sem hafði unun af að tefla, ríða út og leika á orgel. Heimsmeistarinn Með Garry Kasparov heimsmeistara í skák og Döshu konu hans á hestbaki í Gnúpverjahreppi. Dasha gaf mér brúðarvöndinn og sagði að við Steina ættum næst að gifta okkur. Við Steina Í garði í Berlín sem er ein af mínum uppá- haldsborgum. Stoltar Með Ís- landsmeisturum stúlkna í skák árið 2006. Ég er óum- ræðilega stolt af öllum þessum ungu stelpum í skákinni. Jólastelpur Við Steina á jólum umvafðar jólastelpum. Ég hlakka alltaf mikið til jólanna í myrkrinu. Íslandsmeistari kvenna í skák Litli sólargeislinn Fjölskyldan Hátíðarstund

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.