Morgunblaðið - 09.11.2008, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 09.11.2008, Qupperneq 51
Auðlesið efni 51 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Barack Obama var kjörinn 44. forseti Banda-ríkjanna síðast-liðinn miðviku-dag. Þetta var ljóst eftir að kjör-stöðum var lokað í Kali-forníu á vestur-strönd Banda-ríkjanna. Obama sigraði í ríkinu, fékk 55 kjör-menn og hafði þá tryggt sér 297 kjör-menn sam-kvæmt spám banda-rískra sjónvarps-stöðva. 270 kjör-menn þarf til sigurs. Ljóst þykir að þessi úrslit muni hafa mikil áhrif á stjórn-mál í Banda-ríkjunum og á alþjóða-vettvangi. Obama, sem er 47 ára, mun sverja embættis-eið 20. janúar á næsta ári og taka við afar erfiðu búi af George W. Bush, sem verið hefur forseti undan-farin átta ár. Miklar blikur eru á lofti í efnahags-málum Banda-ríkjanna vegna alþjóð-legrar fjármála-kreppu og afar dýrra hernaðar-aðgerða Banda-ríkjanna í Afgan-istan og Írak. Obama kjörinn forseti Bandaríkjanna Reuters Barack Obama ásamt eiginkonu sinni Michelle og dætrunum Malia og Sasha. Magnús Geir Þórðarson, leikhús-stjóri Borgar-leikhússins, var valinn markaðs-maður ársins 2008 og fyrirtækið Össur hf. var valið markaðs-fyrirtæki ársins 2008 þegar markaðs-verðlaun ÍMARK voru veitt í 18. sinn. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af-henti verðlaunin fyrir hönd ÍMARK. Ingólfur Guðmundsson, formaður dóm-nefndar um val á markaðs-manni ársins, sagði að Magnús Geir hefði náð frá-bærum árangri í starfi sínu sem leikhús-stjóri. Elísabet B. Sveinsdóttir, for-maður ÍMARK, sagði að Össur hefði meðal annars orðið fyrir valinu vegna þess að vöxtur og vel-gengni fyrir-tækisins hefði verið eftir-tektar-verð í gegnum árin. Markaðs-verðlaun ársins Morgunblaðið/Golli Magnús Geir Þórðarson leik-hús- stjóri Borgar-leik-hússins. Steinunn Sigurðardóttir fata-hönnuður tók nýlega við hinum virtu Torsten och Wanja Söderbergs-verð-launum fyrir árið 2008. Verð-launin nema um sextán og hálfri milljón íslenskra króna og voru afhent í Röhsska-safninu í Gautaborg, en þar var opnuð sýning á hönnun Steinunnar. Söderbergs-verðlaunin eru ein stærstu verðlaun sem veitt eru fyrir hönnun. „Við þurfum að horfa til hönnunar og ný-sköpunar – og aldrei meir en nú. Við verðum að halda áfram. Þetta eru verðlaun fyrir allt skapandi starf á Íslandi,“ segir Steinunn. Hlaut virt sænsk verðlaun Morgunblaðið/Sverrir Steinunn Sigurðardóttir. Hamars-stúlkur blómstra þessa dagana í Iceland Express-deildinni í körfu-bolta. Þær unnu Val, sem var í öðru sæti fyrir fimmtu umferð deildarinnar, í Hveragerði síðast-liðinn miðviku-dag og eru með fullt hús stiga. Sá árangur er félags-met því karla-liðið vann fyrstu fjóra leiki sína haustið 1999. Það var fín stemning á pöllunum í Hveragerði og dyggir stuðnings-menn Hamars létu sig ekki vanta og létu vel í sér heyra. Allt var þó í járnum í fyrsta leik-hluta en í þeim næsta gerði Hamar út um leikinn því þann hluta unnu heima-menn 23:9, staðan var 42:27 í leikhléi. Ljósmynd/Guðmundur Karl Hamar virðist óstöðvandi Þótt meiri-hluti lands-manna búist ekki við breytingum á atvinnu-horfum sínum er uggur í mörgum. Fólk er í óvissu, sumir eru reiðir, aðrir kvíðnir eða dofnir. Afstaða kjósenda til stjórn-mála- flokkanna hefur breyst í um-róti síðustu vikna. Sam-kvæmt skoðana- könnun sem birtist í Morgun-blaðinu síðast-liðinn sunnu-dag mælist Sam-fylkingin nú með lang-mesta fylgið, 36,9%, Vinstri grænir eru með 26,9% og Sjálf-stæðis-flokkurinn er í þriðja sæti með 22,3%, aðeins 7,8% styðja Framsókn. Í ljósi þessa kemur ekki á óvart að rúm 60% vilja ekki bíða eftir kosningum til 2011. Eitt kosninga-málanna er ljóst: Meiri-hluti eða tæp 80% vill evru sem gjald-miðil á Íslandi. Ó-vissan breytir af-stöðu Dóms-mála-ráðherra hefur heimilað að ráða samtals hátt í 250 héraðs-lög-reglu-menn til starfa í lög-reglu-umdæmum landsins sam-kvæmt ný-gerðri breytingu á reglu-gerð um héraðs-lögreglu-menn. Eftir breytinguna er lög-reglu-stjóranum á höfuð-borgar-svæðinu heimilt að ráða allt að 80 héraðs-lög-reglu-menn að fengnu samþykki ríkis-lög-reglu-stjóra. Reglu-gerðin heimilar að á Suður-nesjum megi ráða allt að 40 menn og á Akur-eyri, Akra-nesi og Selfossi má ráða allt að 16 manns. Í öðrum um-dæmum er eftir sem áður heimilt að ráða allt að átta menn. 250 manna liðsauki 66% finna fyrir óvissu 16,7% búast við breytingum á atvinnuhögum 26,9% styðja Vinstri græna 96,7% stuðningsmanna Samfylkingar vilja evru 7,8% styðja Framsókn 56,5% sjálfstæðisfólks vilja evru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.