Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 4
170 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN getur þess réttilega, að hellirinn liggi í blágrýti, en það blágrýti sé aftur ívaf í móbergi, er sé aðalefni Þórólfsfells (1. c. bls. 239). Um gerð hellisins hið innra ber lýsingum þeirra Eggerts og Sveins vel saman: loft, veggir og gólf sé allt gljáslétt með rennslistaumum og dropsteinum, bersýnilega af völdum bræðslu — en samt liggi hellirinn ekki í hrauni. I sóknarlýsingum frá miðri 19. öld er Mögugilshellir ekki nefnd- ur, og er mér ekki kunnugt um aðrar skráðar lýsingar á honum en þær, sem nú er getið. Ég kom fyrst í Mögugilshelli 2. sept. 1946 og næst 7. sept. 1947. í þau skiptin var ég einn á ferð, og fór mér eins og þeim Eggert og Bjarna, að ég þorði ekki niður í innhellinn, þótti ekki öruggt, að ég kæmist þaðan upp aftur hjálparlaust. En nú í haust, 1959, kom ég þar tvisvar, 13. sept. og 11. okt. Þá vorum við fleiri saman, vel búin, með vaðspotta og ljós, og könnuðum allan hellinn. Reyndist nú að vísu vel gerlegt að klifra upp úr innhellinum án þess að nota vaðinn, en mikil bót var að styðjast við liann, því að gólfklöppin er hál og brött. í tveimur síðustu ferðunum voru tekin flest þau mál af hellin- um, sem teikningarnar, 1., 2. og 3. mynd, eru gerðar eftir, og í hinni síðustu tók Gísli Gestsson ljósmyndirnar, sem hér birtast af hellin- um hið innra. Málin eru ekki öll nákvæm, því að engar halla- eða hornamælingar voru gerðar, og þar sem ekki næst til hellisloftsins, varð aðeins gizkað á hæð þess. Annars var mælt með málbandi eftir endilöngum hellinum og á nokkrum stöðum um hann þveran. Grunnmyndin af gilinu (vinstra megin á 1. mynd) er aðeins riss, gert á staðnum, en án teljandi mælinga. 2. Lýsing Eins og sjá má á 1. mynd, liggur hellirinn í austurvegg gilsins því nær í sömu stefnu og gilið, og er þar á kafla aðeins þunnt bergþil á milli. Á þessu þili sunnanverðu er hellismunninn, lítið þríhyrnt op og heldur ógreitt inngöngu. Bergbríkin, sem þar verður að klofa yfir, var nú í haust 65 cm há yfir lækjaraurinn í gilinu, og 115 cm yfir hellisgólfið fyrir innan. Hellirinn er alls 15 m langur (í stefnu N 8° A —S 8° V) og skiptist í þrjá hér um bil jafnlanga, en ólíka kafla: fram- hellinn, miðhellinn (brekkuna) og innhellinn. Framhellirinn er með flötu, sléttu klappargólfi, sem er þó hulið þunnu, vikurbornu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.