Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 50
216 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þar minni efniviður lagður til a£ brimgarðinum við rætur fjallsins en undir hömrunum. Þar ná hlíðarnar neðan hamra mestri liæð, en hverfa svo fullkomlega í Framtungu. Óhugsandi tel ég, að hamrar hafi í Framtungu getað myndazt alveg niður að jafnsléttu, sem þarna er marflöt og víðáttumikil sandslétta og breiðir Tungufljót sig yfir mikið a£ henni. Hæð hennar er tæpir 60 m yfir sjávarmáli. Ekki finnst mér heldur senni- legt, að fljótið hafi grafið úr hlíðum og að nokkru eða öllu leyti myndað hamra þarna. Ég hef frétt frá mönnum, sem unnu við brúargerð á Tungufljóti fyrir áratug eða svo, að mjög djúp. sand- eðja sé þama, sem þá væntanlega er mynduð við framburð fljóts- ins. Er þá sennilegt, að framburður fljótsins hafi fært í kaf hlíð- arnar neðan hamra. í dag liggur við, að fljótið sé stíflað þarna nokkru neðar af Eld- hrauni að austan og óseyrum Hólmsár að vestan. Ekki tel ég, að þessi slétta í syðsta hluta Skaftártungu sé mynduð við núverandi ástand, því það er ekki nema 176 ára, þegar þetta er skrifað, og á þeim tíma hefur fljótið sjálfsagt ekki haft mikinn framburð. Tel ég því, að megnið af sléttunni sé uppbyggt miklu fyrr við kyrr- stætt sjávarborð í tæplega 60 m hæð. Annað merkilegt við línuritið er, hvernig línan J skyndilega rís skammt norðan við Hemru frá 60 m og upp í 120 m. Bæði á korti og flugljósmynd sézt þarna greinilega kambur, sem liggur frá neðstu hlíðum Stakks norðan í móti yfir í Borgarfell hinu megin fljótsins. Ofan við rís svo jafnsléttan jafnt og hægt. Ég get ekki varizt þeirri hugsun, að hér sé urn að ræða gamlar óseyrar Tungufljóts, og hafi fljótið þá runnið út í haf, sent var tiltölulega kyrrstætt við 120 m hæð. Myndanir í heiðinni og ntan á. Austan til í Mýrdalsjökli eru tveir skriðjöklar, sem teygja sig í austur. Sá nyrðri virðist skríða í suð- austlæga stefnu, en sá syðri beint í austur. Eftir landslaginu að dæma mundu þessir skriðjöklar í sameiningu fyrst ná vesturhlíðum Snæbýlisheiðar, þar sem hún beygir til austurs norðan Atleyjar og ekki ná hlíðunum þar fyrir norðan, nema þeir væru miklu stærri. Það er einmitt þetta, sem þama hefur gerzt. Skriðjökull frá Mýr- dalsjökli hefur stíflað upp jökullón, sem myndað hefur þessar tvær strandlínur, sem ég fann þarna. Þá hærri tel ég vera eldri, því ekkert hef ég séð, sem bendi til þess, að neðri malarhjallinn hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.