Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 26
192 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN kallar C. arcticum Lge. var. arcticum Hult. og Áskell og Doi'is Löve kalla C. arcticum Lge. ssp. arcticum Löve ir Löve. Þau eru nefni- lega eingöngu stutthærð, hafa ekki þessi löngu hár, sem E. Hultén kallar „alpinum-hár“, og eru mjög lítið og sum alls ekki kirtilhærð, og þá sízt á bikarblöðunum. Mætti í samræmi við þessar niðurstöð- ur gera smáleiðréttingar á útbreiðslukortinu hjá Áskeli og Doris Löve, 1956, bls. 111. Það virðist þannig að sumu leyti óheppilegt að kalla þessa plöntu-tegund kirtilfræhyrnu á íslenzku. 17. Sagina intermedia Fenzl, S næ k r æ k i 11. í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 147, er þessi tegund sögð sjaldgæf á Austurlandi. Helgi Jónasson (1952, bls. 139) getur hennar frá Ós- fjöllum við Útmannasveit. 8. ágúst 1956 finn ég tegundina í smágrýttu leirflagi í ca. 400 m hæð yfir sjávarmál við Vegahnúk í Norðfirði og svo 7. júlí 1959 í Mjóafirði, þar sem hún óx í ca. 560 m hæð yfir sjó í lítt gróinni urð niður undan Drangaskarði. 18. Ranunculus auricomus L. coll. Sifjarsóley. Þessi tegund finnst fyrst hér á landi árið 1928, þá finnur Einar B. Pálsson hana „í grýttum jarðvegi, gróðurlítilli skriðu“, í 4—500 m hæð yfir sjávarmál í suðvestanverðu Torfnafjalli nálægt Hrauni í Fljótum (Guðmundur G. Bárðarson, 1929, bls. 49). Sumarið 1929 finnur Baldur Johnsen hana svo „þar sem mætast skriður og klett- ar undir Skálatindum í Nesjum" og sama sumar „á sams konar vaxtarstað í Kálfafellsstaðarfjalli" í Suðursveit (Baldur Johnsen, 1941, bls. 53), en báðir þeir staðir eru í Austur-Skaftafellssýslu. Að þessu athuguðu fæ ég ekki séð, hvernig getur staðið á því, að í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 159, er sagt frá því, að þessi sóleyjar- tegund vaxi „í grýttu graslendi“. Sumarið 1952 finnur Helgi Jónasson þessa tegund á tveimur stöðum í Njarðvík við Borgarfjörð eystra, „á báðum stöðunum hátt uppi í smágrýttum lausaskriðum", (Helgi Jónasson, 1955, bls. 37) og 1945 finnur Steindór Steindórsson hana við Bjarnarfossa á Snæfellsnesi (Steindór Steindórsson, 1956, bls. 30), en staðhátta á vaxtarstaðnum er ekki frekar getið. Sumarið 1951 fann ég þessa tegund fyrst í Norðfirði og hef nú fundið liana á 7 stöðum alls í fjallinu norðan Norðfjarðar; þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.