Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 64

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 64
230 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Skógarkerfill vex víða urn Evrópu, Sibiríu og Kákasus og einnig í Norður-Afríku og Etiópíu. 3. Hóffífill (Tussilago farfara) er mjög sérkennileg jurt, sem nú er talin ílend. Snemma á vorin (t. d. 15. maí í ár) spretta blómstönglar með hreisturkennd blöð og litla, gula körfu í topp- inn. Seinna koma í Ijós niður við jörð hóf- eða hjartalaga blöð, græn að ofan, hvítlóhærð að neðan. Þau stækka frarn á haust og verða lófa- stór eða rneir. Jurtin breiðist út með jarðrenglum og getur orðið að ill- gresi í görðum. Hafa sumir haldið, að þetta væru smáar rabarbarajurtir og jafnvel gróðursett þær og átt erf- itt með að uppræta þær síðar. Hóf- fífils kvað vera getið frá íslandi í gömlum plöntuskrám. En ekki var hérvera hans staðfest fyrr en sum- arið 1934. Þá fann Gísli Gests- son, safnvörður, dálitla hóffífla- breiðu á ruslahaugum nokkuð fyrir neðan Gamla-Stúdentagarð- inn í Reykjavík. Nú vex hóffííillinn víða í Reykjavík og nágrenni og raunar víðar suðvestanlands. T. d. fann Gísli hann fyrir nokkr- um árum að Efri-Brú í Grímsnesi. Einnig vex hann í Hveragerði og að Hvoli í Ölfusi. Á stríðsárunum nam hann land á Seyðisfirði og 1955 er hann ásamt krossfífli kominn vestur á Bíldudal og til ísa- fjarðar. I heitri jörð við Reykjanesskóla við ísafjarðardjúp hefur hann vaxið síðan 1944. Gísli Gestsson mun og hafa fundið hóffíf- il einhvers staðar í Þjórsárdal fjarri bæjum. Er það merkilegur fundarstaður. Hóffífill breiðist ugglaust út um landið. Þarf að gjalda varhuga við svo hann verði ekki illgresi í görðum. Hvorki geitakáls né skógarkerfils er getið í Flóru íslands. Þau eru ungir borgarar í gróðurríki landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.