Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 64

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 64
230 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Skógarkerfill vex víða urn Evrópu, Sibiríu og Kákasus og einnig í Norður-Afríku og Etiópíu. 3. Hóffífill (Tussilago farfara) er mjög sérkennileg jurt, sem nú er talin ílend. Snemma á vorin (t. d. 15. maí í ár) spretta blómstönglar með hreisturkennd blöð og litla, gula körfu í topp- inn. Seinna koma í Ijós niður við jörð hóf- eða hjartalaga blöð, græn að ofan, hvítlóhærð að neðan. Þau stækka frarn á haust og verða lófa- stór eða rneir. Jurtin breiðist út með jarðrenglum og getur orðið að ill- gresi í görðum. Hafa sumir haldið, að þetta væru smáar rabarbarajurtir og jafnvel gróðursett þær og átt erf- itt með að uppræta þær síðar. Hóf- fífils kvað vera getið frá íslandi í gömlum plöntuskrám. En ekki var hérvera hans staðfest fyrr en sum- arið 1934. Þá fann Gísli Gests- son, safnvörður, dálitla hóffífla- breiðu á ruslahaugum nokkuð fyrir neðan Gamla-Stúdentagarð- inn í Reykjavík. Nú vex hóffííillinn víða í Reykjavík og nágrenni og raunar víðar suðvestanlands. T. d. fann Gísli hann fyrir nokkr- um árum að Efri-Brú í Grímsnesi. Einnig vex hann í Hveragerði og að Hvoli í Ölfusi. Á stríðsárunum nam hann land á Seyðisfirði og 1955 er hann ásamt krossfífli kominn vestur á Bíldudal og til ísa- fjarðar. I heitri jörð við Reykjanesskóla við ísafjarðardjúp hefur hann vaxið síðan 1944. Gísli Gestsson mun og hafa fundið hóffíf- il einhvers staðar í Þjórsárdal fjarri bæjum. Er það merkilegur fundarstaður. Hóffífill breiðist ugglaust út um landið. Þarf að gjalda varhuga við svo hann verði ekki illgresi í görðum. Hvorki geitakáls né skógarkerfils er getið í Flóru íslands. Þau eru ungir borgarar í gróðurríki landsins.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.