Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 223 gæti valdið öðrum takti í bráðnun íslandsjökulsins en meginlands- jökulsins í Evrópu, er aðallega tvennt, sem ég vildi benda á hér. jafnvel þótt loftslagsbreytingar þær, sem réðu taktinum í bráðn- un meginlandsjökulsins, hafi náð yfir alla jörðina, þurfa þær ekki að hafa verkað á sama hátt á jökla alls staðar. Þessi hugsunarháttur kemur skýrt fram hjá Gösta Liljequist og bendir hann á, að þótt meginlandsjökullinn í austri og suðri sé farinn að bráðna verulega, þá hafi jökullinn samtímis getað vaxið og þykknað í vestri vegna aukinnar úrkomu (1956). Eins hefur það getað verið á íslandi. Bráðnunar meginlandsjökulsins þarf ekki í fyrstu að hafa gætt neitt á íslandi í þá átt að minnka ísaldarjökulinn, getur hafa verkað þvert á móti. Annað, sem mér finnst rétt að hugleiða í þessu sam- bandi, er hinn mikli stærðarmunur á ísaldarjöklinum á íslandi og í Norður-Evrópu. Meginlandsjökullinn var 4.000.000 km2 að flatar- máli, en jökullinn á íslandi 100—150 þúsund km2. Hugsi maður sér báða jöklana hringlaga, er radíus íslenzka jökulsins 125—150 km, en meginlandsjökulsins 775 km. Eftir þessu ætti íslenzki jökullinn að hafa 5—6 sinnum lengri jaðar á hverja flatareiningu en megin- landsjökullinn. Auðvitað var hvorugur jökullinn hringlaga, en samt finnst mér þessar hugleiðingar eiga rétt á sér, sem hjálp til að gera sér grein fyrir, hversu miklu minna viðnám íslenzki jökullinn hefur getað veitt hlýjum loftstraumum en meginlandsjökullinn í Evrópu. Er bráðnun íslenzka ísaldarjökulsins byrjaði, hefur hún verið hröð og í einni lotu hefur bráðnað það mikið, að strandlínan í Skaftártungu gat myndast. Síðar skreið ísaldarjökullinn aftur fram og virðist það hafa verið, þegar sjór stóð tiltölulega kyrrstæður — í Skaftártungu við 120 m hæð, í Hreppum 110 m og við Húnaflóa og Reykjavík mynduðust efstu sjávarmörk. Ég hef á 9. mynd sýnt, hvernig ég tel að eigi að tengja saman afstöðubreytingar láðs og lagar á fjórum stöðum. Telja má nokkuð öruggt, að neðri hjall- inn sé frá Allerödtímanum, sá efri hlýtur þá að vera eldri, en hversu gamall vitum við ei ennjíá. Þorleifur Einarsson hefur áætlað hann með frjógreiningu í Reykjavík 12—14 þúsund ára gamlan (1956, bls. 195). Efsta strandlínan í Skaftártungu ætti þá að vera nálægt 1000 árum eldri. Búðaraðimar og þar með síðasta stóra framskrið íslenzka ísaldarjökulsins hljóta að vera svipuð að aldri og efri hjall- inn, því jökullinn gekk þá fram í sjó í 100 m hæð. Samkvæmt Guð- mundi Kjartanssyni (1943) hörfaði jökullinn þaðan stanzlaust inn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.