Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 175 kristallana vera dreifikorn, þ. e. storknaða á undan hinum. Verða þeir þó naumast greindir berum augum vegna þess hve þeir eru smáir. Efni þeirra er plagíóklas (andesín — labrador), ágít og ólívín. Eðlis- þyngd bergsins er 2.88, og örfínar liolur, sem verða alls ekki greind- ar berum augum, reyndust 6.5% af rúmmáli sýnishornsins. Það er eftirtektar vert, að í þessari hangandi totu úr bræðsluskán Mögugilshellis virðist um að ræða blágrýti með mjög venjulegri efnasamsetningu og sennilega hinni sömu og annars staðar í berg- æðinni, sem hellirinn liggur í. Til samanburðar skal á það bent, að smásjárrannsókn á dropsteinum úr Raufarhólshelli hefur leitt í ljós, að þar eru þeir miklu járnbornari en hraunið, sem þeir eru myndað- ir af, og yzta borð þeirra því sem næst eingöngu úr járnsteinunum hematíti og magnetíti (7). 3. Jarðfrœði í gilveggnum kringum hellismunnann er gerð blágrýtisins, sem hellirinn liggur í, önnur en sú, sem getur að h'ta inni i hellinum og þegar er lýst. í gilinu er það mjög venjulegt blágrýti, klofið í granna og heldur ólögulega stuðla, sem stefna óreglulega í allar áttir (5. mynd). Þessa gerð blágrýtis hefur Ólafur Jónsson nefnt kubbaberg (2). Blágrýtiskleggjar þeir, sem eru mjög víða innan um móberg í móbergsfjöllum hér á landi, eru flestir að gerð annaðhvort kubbaberg eða bólstraberg eða hvort tveggja. Þannig er þessu farið um Þór- ólfsfell, sem er móbergsfjall með allmiklu blágrýtisívafi. Hákollur þess er þó úr beillegu basalti (blágrýti eða grágrýti) eins og kollar margra annarra móbergsfjalla. Mögugil er að langmestu leyti skorið í móberg, og er bergið mjög breytilegt að gerð, ýmist gróft þursa- berg eða fínt túff, sums staðar lagskipt (4. mynd). En allt eru þetta gosefni, og munu þau hafa hrúgazt upp í vatni undir ísaldarjökli. Blágrýtiskleggjar, eins og sá sem hellirinn er í, virðast hafa troðizt í bráðnu ásigkomulagi inn í móbergið að neðan og storknað þar í kubba- og bólstraberg. Sennilega hefur þetta gerzt á meðan á upp- hleðslu fjallsins stóð og áður en móbergið var fullharðnað. Aftur á móti er basaltþekjan yfir háfjallinu greinilega hraun að uppruna. Mun það hafa runnið undir beru lofti — og þá fyrst, er fjallið hafði vaxið upp í gegnum jökulísinn. Seinna hefur ísaldarjökull þó fært Þórólfsfell algerlega í kaf, því að hæstu klappabungur þess eru fagurlega ristar sterkum jökulrák-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.