Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 213 línu. Þá kemur til greina, að mínurn dómi, aðeins tvennt, jökullón og sjálft veraldarhafið. Hefði um jökullón verið að ræða, liefði jökull orðið að liggja yfir suðurhluta Skaftártungu nægilega þykkur til þess að geta staðið á móti þrýstingi frá vatni, sem náði upp í minnst 200 m hæð í Framtungu (sbr. 3. mynd). Þar er jafnslétta í 60 m hæð og hefði því jökullinn orðið að vera um 200 m þykkur og ná frá Snæbýlis- heiði norðan Lambagljúfra og út í Skálarheiði. Þetta yrði að vera skriðjökull, því loftslag er slíkt, að ekki er jökull yfir Mið- og Inn- tungu. Slíkur skriðjökull gæti þá hugsast koma frá tveimur jökul- svæðum, Mýrdalsjökuls- og Vatnajökulssvæðinu. Milli Vatnajökuls og Tungunnar eru mörg fjalllendi. Eru þau hæst Kaldbakur (732 m), Geirlandshraun (648 m) og Skálarlreiði (500 m). Út frá þessum fjöllum ganga dalir í suðaustur. Kemur því ei til greina, að skriðjöklar, er skriðið hafa niður þá, hafi getað lokað fyrir Tunguna. Ekki finnst mér heldur koma til greina, að jökull hafi runnið í suðvestlæga stefnu þvert yfir þessi fjalllendi, enda er það í mótsögn við rákastefnu svæðisins, sem er suðaustlæg (G. Kjartansson 1955, bls. 159). Norðan þessara fjalla er land svo aftur lægxa og gæti ég vel hugsað mér, að skriðjökull hefði skriðið þar í suðvestlæga stefnu. En slíkur skriðjökull, finnst mér, ætti að liggja fullt eins þungt á Snæbýlisheiði og Skálarheiði og því ekki getað myndað nein veruleg jökullón í Skaftártungu. Auðvelt er að hugsa sér, að skriðjökull frá Mýrdalsjökli hafi skriðið yfir suðurhluta Snæbýlisheiðar, en að hann hafi getað náð yfir í Skálarheiði, þykir mér fráleitt. Loks má geta þess, að Skálarheiði að sunnan og vestan er full- komlega girt hömrum. Ég hef einungis séð þá úr fjarlægð, en mér sýnist þeir vera af Stóruskriðuhamragerð. Tel ég enga ástæðu til að ætla annað en að þessir hamrar hinum megin Tungunnar séu myndaðir af sama vatnsyfirborði og hamrar Snæbýlisheiðar. 5. mynd. Iíort af Snæbýlisheiði gert eftir korti ameríska hersins. Punktuðu lín- urnar ár og lækir. Á því sézt greinilega, að vatnaskil liggja við vesturbrún og gljúfrin, sem leiða vatnið yfir heiðina. 1 Snæbýli; 2 Borgarfell; 3 Fálkabóls- hamrar; 4 Stóruskriðuhamrar; 5 Mosabólshamrar; 6 Stiklar; 7 Kýrgljúfur; 8 Þríklofi; 9 Fremri Einhyrningshamrar; 10 Aurar. — A map of the heath Snœ- býlisheiði, draun from the U.S. Army map. Dotted lines: rivers and brooks. It shoxvs clearly ihe wather-shed bordering the western edge and the canyons which carry the waler across the heath.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.