Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 213 línu. Þá kemur til greina, að mínurn dómi, aðeins tvennt, jökullón og sjálft veraldarhafið. Hefði um jökullón verið að ræða, liefði jökull orðið að liggja yfir suðurhluta Skaftártungu nægilega þykkur til þess að geta staðið á móti þrýstingi frá vatni, sem náði upp í minnst 200 m hæð í Framtungu (sbr. 3. mynd). Þar er jafnslétta í 60 m hæð og hefði því jökullinn orðið að vera um 200 m þykkur og ná frá Snæbýlis- heiði norðan Lambagljúfra og út í Skálarheiði. Þetta yrði að vera skriðjökull, því loftslag er slíkt, að ekki er jökull yfir Mið- og Inn- tungu. Slíkur skriðjökull gæti þá hugsast koma frá tveimur jökul- svæðum, Mýrdalsjökuls- og Vatnajökulssvæðinu. Milli Vatnajökuls og Tungunnar eru mörg fjalllendi. Eru þau hæst Kaldbakur (732 m), Geirlandshraun (648 m) og Skálarlreiði (500 m). Út frá þessum fjöllum ganga dalir í suðaustur. Kemur því ei til greina, að skriðjöklar, er skriðið hafa niður þá, hafi getað lokað fyrir Tunguna. Ekki finnst mér heldur koma til greina, að jökull hafi runnið í suðvestlæga stefnu þvert yfir þessi fjalllendi, enda er það í mótsögn við rákastefnu svæðisins, sem er suðaustlæg (G. Kjartansson 1955, bls. 159). Norðan þessara fjalla er land svo aftur lægxa og gæti ég vel hugsað mér, að skriðjökull hefði skriðið þar í suðvestlæga stefnu. En slíkur skriðjökull, finnst mér, ætti að liggja fullt eins þungt á Snæbýlisheiði og Skálarheiði og því ekki getað myndað nein veruleg jökullón í Skaftártungu. Auðvelt er að hugsa sér, að skriðjökull frá Mýrdalsjökli hafi skriðið yfir suðurhluta Snæbýlisheiðar, en að hann hafi getað náð yfir í Skálarheiði, þykir mér fráleitt. Loks má geta þess, að Skálarheiði að sunnan og vestan er full- komlega girt hömrum. Ég hef einungis séð þá úr fjarlægð, en mér sýnist þeir vera af Stóruskriðuhamragerð. Tel ég enga ástæðu til að ætla annað en að þessir hamrar hinum megin Tungunnar séu myndaðir af sama vatnsyfirborði og hamrar Snæbýlisheiðar. 5. mynd. Iíort af Snæbýlisheiði gert eftir korti ameríska hersins. Punktuðu lín- urnar ár og lækir. Á því sézt greinilega, að vatnaskil liggja við vesturbrún og gljúfrin, sem leiða vatnið yfir heiðina. 1 Snæbýli; 2 Borgarfell; 3 Fálkabóls- hamrar; 4 Stóruskriðuhamrar; 5 Mosabólshamrar; 6 Stiklar; 7 Kýrgljúfur; 8 Þríklofi; 9 Fremri Einhyrningshamrar; 10 Aurar. — A map of the heath Snœ- býlisheiði, draun from the U.S. Army map. Dotted lines: rivers and brooks. It shoxvs clearly ihe wather-shed bordering the western edge and the canyons which carry the waler across the heath.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.