Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 22
188 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 9. Poa laxa Haenka ssp. flexuosa (Sm.) Hyl. Lotsveifgras. í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 59, er þessarar liáfjallaplöntu að- eins getið frá tveimur stöðum á Austurlandi, Fjarðarheiði við Seyðisfjörð og Ósi í Breiðdal. 1948 finnur Ingólfur Davíðsson hana í Fáskrúðsfirði (Ingólfur Davíðsson, 1948, bls. 162) og 1950 finnur liann hana á Oddsskarði í Norðfirði (Ingólfur Davíðsson, 1950 a, bls. 59) og 1954 á Hjálmárdalsheiði við Seyðisfjörð (Ingólfur Davíðs- son, 1954, bls. 32). 8. ágúst finn ég svo þessa tegund á nokkrum stöðum í 5—600 m hæð yfir sjávarmál beggja megin í Grænafelli, sem skilur á milli Oddsdals í Norðfirði og Hellisfjarðarrdals í Hellisfirði; upp úr Oddsdal liggur Oddsskarð til Reyðarfjarðar. 10. Phippsia algida (Sol.) R. Br. Snænarfagras. í Flóru íslands, III. útg., 1948, bls. 61, er þessi plöntutegund að- eins talin fundin á nokkrum stöðum til fjalla á Austurlandi. 1948 finnur Ingólfur Davíðsson hana í Gestsstaðafjalli í Fáskrúðs- firði (Ingólfur Davíðsson, 1948, bls. 162). í ágúst 1956 finn ég hana í Oddsdal og Seldal í Norðfirði, á báðum stöðunum óx hún á nærri marflötum og rökum aurum í 550—600 m hæð yfir sjávarmál; eintökin voru þetta 3—5 cm á hæð. 11. Carex pulicaris L. Hagastör. Eins og kunnugt er fannst þessi stör fyrst hér á landi 1948, en þá safnaði Guðni heitinn Guðjónsson henni í Kaldbaksvík á Strönd- um, þó það kæmi reyndar ekki fram fyrr en 1951, að honum látnum, þegar Ingimar Óskarsson var að athuga plöntusafn hans (Ingimar Óskarsson, 1951, bls. 91). Tegundarinnar er fyrst getið frá Austur- landi 1950, en þá finnur Ingólfur Davíðsson hana við Haga í Mjóafirði og liafði fundið liana í Norðfirði árið áður (Ingólfur Davíðsson, 1950 b, bls. 187). 1951 finnur Ingólfur Davíðsson hana svo í Stöðvarfirði (Ingólfur Davíðsson, 1954, bls. 34), 1954 { Álfta- firði (Ingólfur Davíðsson, 1955, bls. 39), 1956 í Hellisfirði (Ingólf- ur Davíðsson, 1956, bls. 219) og 1957 í Vaðlavík og við Karlsskála í Reyðarfirði (Ingólfur Davíðsson, 1958, bls. 99). 1954 hafði Stein- dór Steindórsson svo fundið hana á Snæfellsnesi (Steindór Steindórs- son, 1956, bls. 30).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.