Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 22
188 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 9. Poa laxa Haenka ssp. flexuosa (Sm.) Hyl. Lotsveifgras. í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 59, er þessarar liáfjallaplöntu að- eins getið frá tveimur stöðum á Austurlandi, Fjarðarheiði við Seyðisfjörð og Ósi í Breiðdal. 1948 finnur Ingólfur Davíðsson hana í Fáskrúðsfirði (Ingólfur Davíðsson, 1948, bls. 162) og 1950 finnur liann hana á Oddsskarði í Norðfirði (Ingólfur Davíðsson, 1950 a, bls. 59) og 1954 á Hjálmárdalsheiði við Seyðisfjörð (Ingólfur Davíðs- son, 1954, bls. 32). 8. ágúst finn ég svo þessa tegund á nokkrum stöðum í 5—600 m hæð yfir sjávarmál beggja megin í Grænafelli, sem skilur á milli Oddsdals í Norðfirði og Hellisfjarðarrdals í Hellisfirði; upp úr Oddsdal liggur Oddsskarð til Reyðarfjarðar. 10. Phippsia algida (Sol.) R. Br. Snænarfagras. í Flóru íslands, III. útg., 1948, bls. 61, er þessi plöntutegund að- eins talin fundin á nokkrum stöðum til fjalla á Austurlandi. 1948 finnur Ingólfur Davíðsson hana í Gestsstaðafjalli í Fáskrúðs- firði (Ingólfur Davíðsson, 1948, bls. 162). í ágúst 1956 finn ég hana í Oddsdal og Seldal í Norðfirði, á báðum stöðunum óx hún á nærri marflötum og rökum aurum í 550—600 m hæð yfir sjávarmál; eintökin voru þetta 3—5 cm á hæð. 11. Carex pulicaris L. Hagastör. Eins og kunnugt er fannst þessi stör fyrst hér á landi 1948, en þá safnaði Guðni heitinn Guðjónsson henni í Kaldbaksvík á Strönd- um, þó það kæmi reyndar ekki fram fyrr en 1951, að honum látnum, þegar Ingimar Óskarsson var að athuga plöntusafn hans (Ingimar Óskarsson, 1951, bls. 91). Tegundarinnar er fyrst getið frá Austur- landi 1950, en þá finnur Ingólfur Davíðsson hana við Haga í Mjóafirði og liafði fundið liana í Norðfirði árið áður (Ingólfur Davíðsson, 1950 b, bls. 187). 1951 finnur Ingólfur Davíðsson hana svo í Stöðvarfirði (Ingólfur Davíðsson, 1954, bls. 34), 1954 { Álfta- firði (Ingólfur Davíðsson, 1955, bls. 39), 1956 í Hellisfirði (Ingólf- ur Davíðsson, 1956, bls. 219) og 1957 í Vaðlavík og við Karlsskála í Reyðarfirði (Ingólfur Davíðsson, 1958, bls. 99). 1954 hafði Stein- dór Steindórsson svo fundið hana á Snæfellsnesi (Steindór Steindórs- son, 1956, bls. 30).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.