Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 18
184 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hvergi getið, að orðið gróður geti merkt planta eða jurt, en upp á síðkastið hefur borið töluvert á því, að orðið sé notað í þeirri merkingu, en það tel ég rangt og álít, að sú notkun þess valdi að- eins ruglingi á hugtökum og það geti orðið erfitt að útrýma þeim ruglingi, t. d. hjá fólki, sem hefur lært kennslubækur, þar sem þetta orð er ýmist notað í þessari merkingu eða hinni. Hvers vegna ekki nota orðið planta, eins og brautryðjendurnir Stefán Stefánsson og Helgi Jónsson gerðu, þó það sé tekið óbreytt að rithætti og merk- ingu úr latínu? Það fellur þó að öllu leyti prýðilega inn í íslenzkt mál og hefur þar að auki þann mikla kost, að það verður ekki mis- skilið, livað átt er við með því. Læt ég svo útrætt um það að sinni. Þær tegundir æðri plantna, sem hér verður minnzt á, eru taldar í sömu röð og þær standa í Flóru íslands eftir Stefán Stefánsson, III. útgáfu, aukinni, sem Steindór Steindórsson frá Hlöðurn bjó til prentunar og út kom á Akureyri 1948; sú bók er hér nefnd Flóra ísk, III. útg., 1948, þar sem vitnað er í hana. Á þessum ferðum mínum hef ég safnað nokkru af mosum og flétt- um auk æðri plantnanna, en það hefur verið nokkuð handaliófs- kennd söfnun, nema þar sem ég hef gert gróðurgreiningar (gróður- analýsur). Sumt af þessum lægri plöntum hef ég þegar ákvarðað, gerði það undir handarjaðri sérfræðinga í Hafnarháskóla, en sumt af þeim er óákvarðað enn. M o s ar Á meðal þessara ákvörðuðu plantna er ný íslenzk mosategund, nefnilega 1. Andreaea blyltii Br. ir Sch. Þessi tegund óx á stórum líparítsteini í ca. 630 m liæð í fjallinu Lakahnaus í Oddsdal í Norðfirði og safnaði ég henni þar 8. ágúst 1956. Ég veit ekki til þess, að mosaættkvíslin Andreaea beri nokkurt íslenzkt nafn, en á sænsku nefnist hún svartmossa eða sotmossa. Andreaea-tegundirnar eru líka flestar eða allar brúnsvartar eða svartar á litinn, svo ekki færi illa á því að kalla þessa mosa svart- mosa (sbr. svart-fugl og fleiri orð).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.