Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 18
184 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hvergi getið, að orðið gróður geti merkt planta eða jurt, en upp á síðkastið hefur borið töluvert á því, að orðið sé notað í þeirri merkingu, en það tel ég rangt og álít, að sú notkun þess valdi að- eins ruglingi á hugtökum og það geti orðið erfitt að útrýma þeim ruglingi, t. d. hjá fólki, sem hefur lært kennslubækur, þar sem þetta orð er ýmist notað í þessari merkingu eða hinni. Hvers vegna ekki nota orðið planta, eins og brautryðjendurnir Stefán Stefánsson og Helgi Jónsson gerðu, þó það sé tekið óbreytt að rithætti og merk- ingu úr latínu? Það fellur þó að öllu leyti prýðilega inn í íslenzkt mál og hefur þar að auki þann mikla kost, að það verður ekki mis- skilið, livað átt er við með því. Læt ég svo útrætt um það að sinni. Þær tegundir æðri plantna, sem hér verður minnzt á, eru taldar í sömu röð og þær standa í Flóru íslands eftir Stefán Stefánsson, III. útgáfu, aukinni, sem Steindór Steindórsson frá Hlöðurn bjó til prentunar og út kom á Akureyri 1948; sú bók er hér nefnd Flóra ísk, III. útg., 1948, þar sem vitnað er í hana. Á þessum ferðum mínum hef ég safnað nokkru af mosum og flétt- um auk æðri plantnanna, en það hefur verið nokkuð handaliófs- kennd söfnun, nema þar sem ég hef gert gróðurgreiningar (gróður- analýsur). Sumt af þessum lægri plöntum hef ég þegar ákvarðað, gerði það undir handarjaðri sérfræðinga í Hafnarháskóla, en sumt af þeim er óákvarðað enn. M o s ar Á meðal þessara ákvörðuðu plantna er ný íslenzk mosategund, nefnilega 1. Andreaea blyltii Br. ir Sch. Þessi tegund óx á stórum líparítsteini í ca. 630 m liæð í fjallinu Lakahnaus í Oddsdal í Norðfirði og safnaði ég henni þar 8. ágúst 1956. Ég veit ekki til þess, að mosaættkvíslin Andreaea beri nokkurt íslenzkt nafn, en á sænsku nefnist hún svartmossa eða sotmossa. Andreaea-tegundirnar eru líka flestar eða allar brúnsvartar eða svartar á litinn, svo ekki færi illa á því að kalla þessa mosa svart- mosa (sbr. svart-fugl og fleiri orð).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.