Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 185 Hér á landi vex önnur svartmosategund, nefnilega Andreaea rupestris Hedw., og er hún talin algeng um allt land (A. Hesselbo, 1918, bls. 434). A. blyttii Br. & Sch. er auðþekkt frá A. rupestris Hedw. á því, að blöð hennar eru með miðstreng, en blöð þeirrar síðarnefndu hafa engan miðstreng, sbr. C. Jensen, 1939, bls. 1—4. Um útbreiðslu A. blyttii hér á landi verður ekkert sagt með vissu að svo stöddu, hún er mjög áþekk A. rupestris í fljótu bragði, báð- ar tegundirnar eru svart-brúnar á litinn og vaxa í smáum þyrping- um, fyrst við nánari athugun undir smásjá eða góðu stækkunargleri má auðveldlega aðgreina þær. Ef til vill er sumt af því, sem talið hefur verið A. rupestris, en kannski ekki athugað nánar, A. blyttii, en um það verður ekkert fullyrt fyrr en eftir nákvæma rannsókn á því. í öðrum löndum vex Andreaea blyttii Br. & Sch. í hinum ark- tíska hluta Skandinavíu, á Svalbarða, Grænlandi, Baffinseyju og í vestanverðri Norður-Ameríku frá Alaska suður til Kaliforníu (William C. Steere, 1947, bls. 383). B y r knin gar o g blómplöntur 2. Blechnum spicant (L.) Roth, Skollakambur. í Flóru íslands, III. útgáfu, Akureyri 1948, bls. 11, er þessarar tegundar aðeins getið frá þremur stöðum á Austurlandi, Loðmund- arfirði, Húsavík og Vaðlavík. 31. ágúst 1955 fann ég hana svo í 120—130 m hæð yfir sjó í hlíðinni inn og upp af bænum Gestsstöð- um í Fáskrúðsfirði. 3. Lycopodium annotinum L. Lyngjafni. Ekki getið frá Austurlandi í Flóru ísl., III. útg., 1948. En 1952 finnur Helgi Jónasson þessa tegund í Borgarfirði (Helgi Jónasson, 1955, bls. 36), 1953 finnur Ingólfur Davíðsson hana í Loðmundar- firði (Ingólfur Davíðsson, 1954, bls. 32) og 1958 í Fannardal í Norðfirði (óprentuð gróðurskýrsla). 2. ágúst 1956 fann ég þessa tegund í kjarri í 110—120 m hæð yfir sjó í Kirkjubólsteig í Norðfirði; þær plöntur voru grózkulegar, greinarnar rúmar 10 cm á hæð, en ógróbærar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.