Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 19
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 185 Hér á landi vex önnur svartmosategund, nefnilega Andreaea rupestris Hedw., og er hún talin algeng um allt land (A. Hesselbo, 1918, bls. 434). A. blyttii Br. & Sch. er auðþekkt frá A. rupestris Hedw. á því, að blöð hennar eru með miðstreng, en blöð þeirrar síðarnefndu hafa engan miðstreng, sbr. C. Jensen, 1939, bls. 1—4. Um útbreiðslu A. blyttii hér á landi verður ekkert sagt með vissu að svo stöddu, hún er mjög áþekk A. rupestris í fljótu bragði, báð- ar tegundirnar eru svart-brúnar á litinn og vaxa í smáum þyrping- um, fyrst við nánari athugun undir smásjá eða góðu stækkunargleri má auðveldlega aðgreina þær. Ef til vill er sumt af því, sem talið hefur verið A. rupestris, en kannski ekki athugað nánar, A. blyttii, en um það verður ekkert fullyrt fyrr en eftir nákvæma rannsókn á því. í öðrum löndum vex Andreaea blyttii Br. & Sch. í hinum ark- tíska hluta Skandinavíu, á Svalbarða, Grænlandi, Baffinseyju og í vestanverðri Norður-Ameríku frá Alaska suður til Kaliforníu (William C. Steere, 1947, bls. 383). B y r knin gar o g blómplöntur 2. Blechnum spicant (L.) Roth, Skollakambur. í Flóru íslands, III. útgáfu, Akureyri 1948, bls. 11, er þessarar tegundar aðeins getið frá þremur stöðum á Austurlandi, Loðmund- arfirði, Húsavík og Vaðlavík. 31. ágúst 1955 fann ég hana svo í 120—130 m hæð yfir sjó í hlíðinni inn og upp af bænum Gestsstöð- um í Fáskrúðsfirði. 3. Lycopodium annotinum L. Lyngjafni. Ekki getið frá Austurlandi í Flóru ísl., III. útg., 1948. En 1952 finnur Helgi Jónasson þessa tegund í Borgarfirði (Helgi Jónasson, 1955, bls. 36), 1953 finnur Ingólfur Davíðsson hana í Loðmundar- firði (Ingólfur Davíðsson, 1954, bls. 32) og 1958 í Fannardal í Norðfirði (óprentuð gróðurskýrsla). 2. ágúst 1956 fann ég þessa tegund í kjarri í 110—120 m hæð yfir sjó í Kirkjubólsteig í Norðfirði; þær plöntur voru grózkulegar, greinarnar rúmar 10 cm á hæð, en ógróbærar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.