Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 191 son hafði safnað við Jórvík í Breiðdal (Ingólfur Davíðsson, 1953 b). Síðastliðið sumar dvaldist ég í Stöðvarfirði í nokkra daga við flóru- og gróðurrannsóknir. Kom þar til mín ungur piltur, Björg- úlfur Kristjánsson á Kirkjubólsseli, og kvaðst liafa fundið blæösp þar í firðinum, þegar hann var í göngum fyrir tveimur árum síð- an. Hafði hann þá tekið grein af þessum runna heim með sér og hún strax verið ákvörðuð sem blæaspargrein af frænda hans, Arn- leifi Þórðarsyni. Fórum við svo á staðinn og þetta stóð heima, þar óx blæösp. Hún vex þarna í blómlegum lyng- og birkikjarrbrekk- um meðfram dálitlum læk í ca. 200 m hæð yfir sjávarmál í hlíðinni beint upp af eyðibýlinu Strönd. Það voru þarna einar 100 blæaspar- plöntur, flestar í kringum 20—30 cm á hæð, en þær hæstu 40—50 cm háar; þær uxu hvergi margar saman, en sáust standa ein og ein upp úr lynginu hingað og þangað á dálitlu svæði. Þetta er fjórði fundarstaður blæasparinnar á Austurlandi eins og fyrr er sagt; tveir hinna þriggja eru einmitt sinn hvoru megin Stöðvarfjarðar, Breið- dalur að sunnan og Fáskrúðsfjörður að norðan, og er Stöðvarfjarð- aröspin Kkust þeirri í Fáskrúðsfirði um vaxtarlag og blaðlögun, en eins og kunnugt er, þá er blæöspin nokkuð breytileg. 16. Cerastium arcticum Lge. Kirtilfræhyrna. I Flóru ísk, III. útg., 1948, bls. 143—144, er þessi tegund nefnd Cerastium Edmondstonii (Wats.) Murb. & Ostf. og þar er hún sögð vaxa víða á Austurlandi. Ingólfur Davíðsson (1948, bls. 163) getur hennar frá Tungu í Fáskrúðsfirði. í júlí 1959 fann ég allmikið af þessari tegund beggja megin í fjallinu rnilli Norðfjarðar og Mjóafjaiðar og virtist hún þar algeng á melum úr því kom upp í 650—700 m hæð yfir sjávarmál, jafnvel algengari en Cerastium alpinum L., músareyra, sem þó óx þarna líka; og þó þessar tvær tegundir séu um margt alllíkar og sumir höfundar telji Cerastium arcticum Lge. aðeins afbrigði af Cerastium alpinum L., þá var þó hvarvetna þarna auðvelt að aðgreina jrær á staðnum og það án aðstoðar annars en lítils stækkunarglers og jafn- vel með berum augum. Cerastium arcticum Lge. er töluvert breytileg (sjá E. Hultén, 1956, bls. 447 og Áskell og Dores Löve, 1956, bls. 109—110), sérstak- lega ltvað hæringu snertir. Þau eintök, sem ég hef safnað í Norðfirði og Mjóafirði og athugað, tillieyra tvímælalaust |>ví sem Hultén
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.