Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 193 vaxtarstaðanna, sem lægst liggja, eru í ca. 350 m hæð, þeir efstu í ca. 700 m hæð yfir sjávarmál. Á öllum þessum 7 stöðum vex sifjarsóley á þurrum, lausum, smá- grýttum, nærri gróðurvana melum, svo það ætti senn að vera full- reynt, að þessi tegund vex ekki í „grýttu graslendi“ hér á landi. Það er reginmunnr á íslenzkum háfjallamel, sem veit mót sól og suðri, og frernur skuggsælum botni laufskóga Mið-Evrópu, en á báðum þessum stöðum vex Ranunculus auricomus L. coll. Þessi safntegund er nefnilega í rauninni rnargar smátegundir, sem að vísu eru heldur svipaðar hver annarri í útliti, þó ýmis einkenni eins og lögun blaða og hæring aldina skilji þar á milli, en mjög ólíkar um val vaxtarstaða, svo sem sjá má af þessum dæmum, sem ég nefndi áðan. Þessar smátegundir geta borið þroskuð fræ og aldin án þess að nokkur frjóvgun hafi farið fram. Nefnist slíkt apomixis, og er þekkt hjá fleiri plöntuættkvíslum, t. d. ættkvíslinni Alchemilla L., dökkblöðku, Taraxacum Zinn; Web., f í f 1 i og Hieracium L., u n d a f í f 1 i . Sifjarsóley vex um mestalla Evrópu, þó er hún sjaldgæf á Mið- jarðarhafssvæðinu og í strandhéruðum Vestur-Evrópu, en nær suð- ur í Kákasushéruðin og norður í nyrztu héruð Skandinavíu og svo austur um alla Síberíu. Hún vex í Færeyjum, en er þó sjald- gæf þar; vex á Bretlandseyjum að öðru leyti en því, að hana vantar á írlandi og í eyjunum við norðanvert Skotland, Orkneyjum, Shet- landseyjum og Hebrideseyjum ytri. Og svo vex hún á örfáum stöð- um á Austur-Grænlandi, á Svalbarða og Novaja Zemlja. Víðast hvar vex hún í skógum eða kjarri og á grasengjum, en finnst þó í grýttum jarðvegi á stöku stað í Bretlandi; á Grænlandi vex hún í rökum gras-jurtastóðsgróðri og í fjalldrapakjarri á ein- um stað. íslenzku vaxtarstaðirnir eru því allmjög sérstæðir, þar sem þeir virðast allir mjög þurrir. Eintökin frá Norðfirði eru 10—35 cm há og Iíkust þeim vestur- evrópsku um allt ytra útlit, þó eru hneturnar og blómleggurinn ef til vill aðeins minna hærð á þeirn íslenzku. Aftur á móti eru sum- ar smátegundirnar, sem norðarlega vaxa, nyrzt í Noregi, á Græn- landi og Novaja Zemlja, með lítt hærðum eða alveg snöggum linetum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.