Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 193 vaxtarstaðanna, sem lægst liggja, eru í ca. 350 m hæð, þeir efstu í ca. 700 m hæð yfir sjávarmál. Á öllum þessum 7 stöðum vex sifjarsóley á þurrum, lausum, smá- grýttum, nærri gróðurvana melum, svo það ætti senn að vera full- reynt, að þessi tegund vex ekki í „grýttu graslendi“ hér á landi. Það er reginmunnr á íslenzkum háfjallamel, sem veit mót sól og suðri, og frernur skuggsælum botni laufskóga Mið-Evrópu, en á báðum þessum stöðum vex Ranunculus auricomus L. coll. Þessi safntegund er nefnilega í rauninni rnargar smátegundir, sem að vísu eru heldur svipaðar hver annarri í útliti, þó ýmis einkenni eins og lögun blaða og hæring aldina skilji þar á milli, en mjög ólíkar um val vaxtarstaða, svo sem sjá má af þessum dæmum, sem ég nefndi áðan. Þessar smátegundir geta borið þroskuð fræ og aldin án þess að nokkur frjóvgun hafi farið fram. Nefnist slíkt apomixis, og er þekkt hjá fleiri plöntuættkvíslum, t. d. ættkvíslinni Alchemilla L., dökkblöðku, Taraxacum Zinn; Web., f í f 1 i og Hieracium L., u n d a f í f 1 i . Sifjarsóley vex um mestalla Evrópu, þó er hún sjaldgæf á Mið- jarðarhafssvæðinu og í strandhéruðum Vestur-Evrópu, en nær suð- ur í Kákasushéruðin og norður í nyrztu héruð Skandinavíu og svo austur um alla Síberíu. Hún vex í Færeyjum, en er þó sjald- gæf þar; vex á Bretlandseyjum að öðru leyti en því, að hana vantar á írlandi og í eyjunum við norðanvert Skotland, Orkneyjum, Shet- landseyjum og Hebrideseyjum ytri. Og svo vex hún á örfáum stöð- um á Austur-Grænlandi, á Svalbarða og Novaja Zemlja. Víðast hvar vex hún í skógum eða kjarri og á grasengjum, en finnst þó í grýttum jarðvegi á stöku stað í Bretlandi; á Grænlandi vex hún í rökum gras-jurtastóðsgróðri og í fjalldrapakjarri á ein- um stað. íslenzku vaxtarstaðirnir eru því allmjög sérstæðir, þar sem þeir virðast allir mjög þurrir. Eintökin frá Norðfirði eru 10—35 cm há og Iíkust þeim vestur- evrópsku um allt ytra útlit, þó eru hneturnar og blómleggurinn ef til vill aðeins minna hærð á þeirn íslenzku. Aftur á móti eru sum- ar smátegundirnar, sem norðarlega vaxa, nyrzt í Noregi, á Græn- landi og Novaja Zemlja, með lítt hærðum eða alveg snöggum linetum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.