Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 201 Haukur S. Tómasson: Snæbýlisheiði Inngangur Óvíða á íslandi ha£a öfl þau, sem jarðlög mynda og landslag móta, verið afkastameiri en í Vestur-Skaftafellssýslu síðan í lok ísaldar. Hin ungu stórkostlegu náttúrufyrirbæri, sem þarna finnast, Eldgjá og Lakagígar, Landbrots- og Álftavershólar, Vatna- og Mýr- dalsjökull, svo nokkur séu nefnd, hafa því aðallega vakið athygli jarðfræðinga, sem um þessi héruð hafa ferðazt. En lítinn gaum hafa þeir gefið þeim vitnisburði um ísaldarlok, sem þama er að finna í mótun landslags og í jarðlögum, sem ætla mætti, að séu frá þeim tíma. Það er heldur ekki neitt sérlega girnilegt að rannsaka sögu jöklanna og afstöðubreytingar láðs og lagar í ísaldarlok á þessu svæði, því megnið af jarðmyndunum á láglendi frá þeim tíma er nú falið undir hraunum og ungum söndum. Ég hef valið mér til rannsóknar þann eina stóra dal, sem hvorki jökulár eða hraun hafa runnið yfir síðan í ísaldarlok, ásamt heiðar- tanga jreim, sem liggur vestan dalsins. Eini jarðfræðingurinn, sem ég veit til að hafi lýst þessum heiðar- tanga, er Þorvaldur Thoroddsen í Ferðabók (1914, bls. 147), en hans lýsing er svona: „Skaftatunga heitir byggðin milli Hólmsár og Skaftár; hálendisröndin skerst þar í sundur, og standa bæirnir í lægðunum. Fram úr hálendinu við Svartahnúksfjöll og Bláfjöll gengur breiður heiðartangi niður milli Hólmsár og Tungufljóts, niður að Hrífunesi. Eru brattar brúnir á heiði þessari bæði að vestan og austan. Heiðartanginn hefir ýms nöfn, eftir næstu bæjurn og örnefnum, en einna yfirgripsmesta nafnið mun vera Ljótarstaðar- heiði og er því réttast að kalla tangann allan því nafni. Austan við heiðina gengur grösugur dalur norður á bóginn, og rennur Tungu- fljót eftir honum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.