Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 201 Haukur S. Tómasson: Snæbýlisheiði Inngangur Óvíða á íslandi ha£a öfl þau, sem jarðlög mynda og landslag móta, verið afkastameiri en í Vestur-Skaftafellssýslu síðan í lok ísaldar. Hin ungu stórkostlegu náttúrufyrirbæri, sem þarna finnast, Eldgjá og Lakagígar, Landbrots- og Álftavershólar, Vatna- og Mýr- dalsjökull, svo nokkur séu nefnd, hafa því aðallega vakið athygli jarðfræðinga, sem um þessi héruð hafa ferðazt. En lítinn gaum hafa þeir gefið þeim vitnisburði um ísaldarlok, sem þama er að finna í mótun landslags og í jarðlögum, sem ætla mætti, að séu frá þeim tíma. Það er heldur ekki neitt sérlega girnilegt að rannsaka sögu jöklanna og afstöðubreytingar láðs og lagar í ísaldarlok á þessu svæði, því megnið af jarðmyndunum á láglendi frá þeim tíma er nú falið undir hraunum og ungum söndum. Ég hef valið mér til rannsóknar þann eina stóra dal, sem hvorki jökulár eða hraun hafa runnið yfir síðan í ísaldarlok, ásamt heiðar- tanga jreim, sem liggur vestan dalsins. Eini jarðfræðingurinn, sem ég veit til að hafi lýst þessum heiðar- tanga, er Þorvaldur Thoroddsen í Ferðabók (1914, bls. 147), en hans lýsing er svona: „Skaftatunga heitir byggðin milli Hólmsár og Skaftár; hálendisröndin skerst þar í sundur, og standa bæirnir í lægðunum. Fram úr hálendinu við Svartahnúksfjöll og Bláfjöll gengur breiður heiðartangi niður milli Hólmsár og Tungufljóts, niður að Hrífunesi. Eru brattar brúnir á heiði þessari bæði að vestan og austan. Heiðartanginn hefir ýms nöfn, eftir næstu bæjurn og örnefnum, en einna yfirgripsmesta nafnið mun vera Ljótarstaðar- heiði og er því réttast að kalla tangann allan því nafni. Austan við heiðina gengur grösugur dalur norður á bóginn, og rennur Tungu- fljót eftir honum.“

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.