Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 36
202 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Athuganir mínar hef ég gert á sumrunum 1955, 1956 og 1958 í um viku í hvert sinn. Ég hef nefnt ritgerðina Snæbýlisheiði, og er það fyrst og fremst af ræktarsemi við ábúendur Snæbýlis, en hjá þeim dvaldi ég fimm sumur í bernsku og þáði þar allan beina meðan á rannsóknum stóð. Kann ég þeim hinar beztu þakkir fyrir. Rétt finnst mér einnig að nota nafnið Snæbýlisheiði yfir heiðar- tangann allan. Það nafn er líklega álíka yfirgripsmikið og Ljótar- staðarheiði, en hefur þann kostinn að liggja í miðjum heiðartang- anum. Jarðlög Berggrunnurinn. Snæbýlisheiði er, að því er ég bezt veit, ein- göngu úr móbergi. Yfirleitt líkist það mest völubergi með blá- grýtisvölur í brúnleitum massa. Það virðist hafa nokkuð mikla mótstöðu gegn frostsprengingum. Hvergi undir hömrum eru þama verulegar skriður, og eru hlíðarnar yfirleitt grasi grónar upp að hömrum. Það, sem nú er gróðuilaust, er það vegna uppblásturs, en ekki af því, að gróður færist í kaf í skriðum. Undir Eyjafjöllum hef ég tekið eftir, þar sem blágrýtislög eða gangar eru í hömrum, að hlíðin undir er skriða, en annars er hlíðin gróin upp að hömrum. Rennandi vatn á líklega frekar auðvelt með að grafa þetta móberg. Þó virðast flestir lækir sverfa það lítið sem ekkert, því oft eða jafn- vel oftast em lækjarfarvegir vaxnir mosa, þar sem lækirnir renna á bergi, þótt þar sé venjulega mestur straumur. Móbergið er almennt talið myndað við eldgos undir jökli. Guð- mundur Kjartansson (1956) skiptir móbergsfjöllum í tvo flokka: hryggi og stapa. Hryggir hafa allir sömu stefnu innan hvers svæðis. Á því svæði, sem hér urn ræðir, er hún nálægt NA til SV. Snæ- býlisheiði hefur nokkuð hlykkjótta stefnu, sem nyrzt er nálægt N til S, en frá Skorufjalli að Flögu nálægt NV til SA og svo aftur norður-suðlæga stefnu syðst. Stefna heiðarinnar sýnir, að hún getur ekki verið mynduð í gossprungu, sem haft hefur sömu stefnu og heiðin. Þessi stefna heiðarinnar útilokar einnig, að hún sé mynduð við misgengi jarðlaga. Finnst mér því sennilegast, að móberg þessa svæðis sé myndað á einhverju eldra jökulskeiði, og séu hin stærri form landsins mynduð af vatnagreftri á hlýviðrisskeiði ásamt svörf- un jökuls síðasta jökulsskeiðs. Guðmundur Kjartansson merkir líka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.