Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 175 kristallana vera dreifikorn, þ. e. storknaða á undan hinum. Verða þeir þó naumast greindir berum augum vegna þess hve þeir eru smáir. Efni þeirra er plagíóklas (andesín — labrador), ágít og ólívín. Eðlis- þyngd bergsins er 2.88, og örfínar liolur, sem verða alls ekki greind- ar berum augum, reyndust 6.5% af rúmmáli sýnishornsins. Það er eftirtektar vert, að í þessari hangandi totu úr bræðsluskán Mögugilshellis virðist um að ræða blágrýti með mjög venjulegri efnasamsetningu og sennilega hinni sömu og annars staðar í berg- æðinni, sem hellirinn liggur í. Til samanburðar skal á það bent, að smásjárrannsókn á dropsteinum úr Raufarhólshelli hefur leitt í ljós, að þar eru þeir miklu járnbornari en hraunið, sem þeir eru myndað- ir af, og yzta borð þeirra því sem næst eingöngu úr járnsteinunum hematíti og magnetíti (7). 3. Jarðfrœði í gilveggnum kringum hellismunnann er gerð blágrýtisins, sem hellirinn liggur í, önnur en sú, sem getur að h'ta inni i hellinum og þegar er lýst. í gilinu er það mjög venjulegt blágrýti, klofið í granna og heldur ólögulega stuðla, sem stefna óreglulega í allar áttir (5. mynd). Þessa gerð blágrýtis hefur Ólafur Jónsson nefnt kubbaberg (2). Blágrýtiskleggjar þeir, sem eru mjög víða innan um móberg í móbergsfjöllum hér á landi, eru flestir að gerð annaðhvort kubbaberg eða bólstraberg eða hvort tveggja. Þannig er þessu farið um Þór- ólfsfell, sem er móbergsfjall með allmiklu blágrýtisívafi. Hákollur þess er þó úr beillegu basalti (blágrýti eða grágrýti) eins og kollar margra annarra móbergsfjalla. Mögugil er að langmestu leyti skorið í móberg, og er bergið mjög breytilegt að gerð, ýmist gróft þursa- berg eða fínt túff, sums staðar lagskipt (4. mynd). En allt eru þetta gosefni, og munu þau hafa hrúgazt upp í vatni undir ísaldarjökli. Blágrýtiskleggjar, eins og sá sem hellirinn er í, virðast hafa troðizt í bráðnu ásigkomulagi inn í móbergið að neðan og storknað þar í kubba- og bólstraberg. Sennilega hefur þetta gerzt á meðan á upp- hleðslu fjallsins stóð og áður en móbergið var fullharðnað. Aftur á móti er basaltþekjan yfir háfjallinu greinilega hraun að uppruna. Mun það hafa runnið undir beru lofti — og þá fyrst, er fjallið hafði vaxið upp í gegnum jökulísinn. Seinna hefur ísaldarjökull þó fært Þórólfsfell algerlega í kaf, því að hæstu klappabungur þess eru fagurlega ristar sterkum jökulrák-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.