Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 57

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 223 gæti valdið öðrum takti í bráðnun íslandsjökulsins en meginlands- jökulsins í Evrópu, er aðallega tvennt, sem ég vildi benda á hér. jafnvel þótt loftslagsbreytingar þær, sem réðu taktinum í bráðn- un meginlandsjökulsins, hafi náð yfir alla jörðina, þurfa þær ekki að hafa verkað á sama hátt á jökla alls staðar. Þessi hugsunarháttur kemur skýrt fram hjá Gösta Liljequist og bendir hann á, að þótt meginlandsjökullinn í austri og suðri sé farinn að bráðna verulega, þá hafi jökullinn samtímis getað vaxið og þykknað í vestri vegna aukinnar úrkomu (1956). Eins hefur það getað verið á íslandi. Bráðnunar meginlandsjökulsins þarf ekki í fyrstu að hafa gætt neitt á íslandi í þá átt að minnka ísaldarjökulinn, getur hafa verkað þvert á móti. Annað, sem mér finnst rétt að hugleiða í þessu sam- bandi, er hinn mikli stærðarmunur á ísaldarjöklinum á íslandi og í Norður-Evrópu. Meginlandsjökullinn var 4.000.000 km2 að flatar- máli, en jökullinn á íslandi 100—150 þúsund km2. Hugsi maður sér báða jöklana hringlaga, er radíus íslenzka jökulsins 125—150 km, en meginlandsjökulsins 775 km. Eftir þessu ætti íslenzki jökullinn að hafa 5—6 sinnum lengri jaðar á hverja flatareiningu en megin- landsjökullinn. Auðvitað var hvorugur jökullinn hringlaga, en samt finnst mér þessar hugleiðingar eiga rétt á sér, sem hjálp til að gera sér grein fyrir, hversu miklu minna viðnám íslenzki jökullinn hefur getað veitt hlýjum loftstraumum en meginlandsjökullinn í Evrópu. Er bráðnun íslenzka ísaldarjökulsins byrjaði, hefur hún verið hröð og í einni lotu hefur bráðnað það mikið, að strandlínan í Skaftártungu gat myndast. Síðar skreið ísaldarjökullinn aftur fram og virðist það hafa verið, þegar sjór stóð tiltölulega kyrrstæður — í Skaftártungu við 120 m hæð, í Hreppum 110 m og við Húnaflóa og Reykjavík mynduðust efstu sjávarmörk. Ég hef á 9. mynd sýnt, hvernig ég tel að eigi að tengja saman afstöðubreytingar láðs og lagar á fjórum stöðum. Telja má nokkuð öruggt, að neðri hjall- inn sé frá Allerödtímanum, sá efri hlýtur þá að vera eldri, en hversu gamall vitum við ei ennjíá. Þorleifur Einarsson hefur áætlað hann með frjógreiningu í Reykjavík 12—14 þúsund ára gamlan (1956, bls. 195). Efsta strandlínan í Skaftártungu ætti þá að vera nálægt 1000 árum eldri. Búðaraðimar og þar með síðasta stóra framskrið íslenzka ísaldarjökulsins hljóta að vera svipuð að aldri og efri hjall- inn, því jökullinn gekk þá fram í sjó í 100 m hæð. Samkvæmt Guð- mundi Kjartanssyni (1943) hörfaði jökullinn þaðan stanzlaust inn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.