Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 3
Laugalandi á Þelamörk, 20. júlí 1973. Herra ritstjóri. í morgun kom hingað mað- ur og færði mér nýjasta tölu- blað af Samvinnunni, en það er svo mikið sólskin að ég hef ekki enn komið því í verk að lesa ritið yfir. Ég sá samt að í blaðinu er dálítill samsetn- ingur sem þú tókst af mér fyr- ir tveim eða þrem árum, kannski fjórum, um hann Lí Pó, sem er einkarhentugur til aflestrar á íslenzkum sumar- kvöldum. Þetta handrit sem þú fékkst frá mér var nú svona og svona og nú kemur það mér í koll, því greinilega hefur týnzt aft- an af því síðasta blaðið þar sem ég gerði grein fyrir þvi hvernig þessi lesning væri til- kornin — af því ég vil engan veginn eigna mér heiðurinn af því að hafa samið þessa grein, sem ég „tók saman", „þýddi lauslega“ eða „snaraði“ eða hvað maður á að kalla það. Svoleiðis var nefnilega að einhvern tíma fékk ég á Borg- arbókasafninu norska bók um Lí Pó; ég man ekki lengur eft- ir hvern bókin er, en hún var í grænu bandi. — Greinin sem birtist í Samvinnunni undir mínu nafni er soðin upp úr formála þessarar bókar og ljóðin þýddi ég úr henni, þótt ég hafi náð i fáein þeirra á öðrum málum til að hafa til hliðsjónar. Kínversku kann ég því miður ekki ennþá. Kannski, þó man ég það ekki lengur, er eitthvað í greininni sem ekki er finnanlegt i formála bók- arinnar. Ég skal þá reyna að bera ábyrgð á þvi. Mig langar að biðja þig að koma þessu á framfæri við les- endur Samvinnunnar, því þótt ég viti að enginn þeirra sé svo illgjarn að vilja væna mig um ritstuld, vil ég taka fram að heiðurinn af þessari fátæklegu kynningu á listaskáldinu Lí Pó á Norðmaður sem ég kann ekki lengur að nefna; en ef gagn- rýnir menn sjá eitthvað at- hugavert við greinina skal ég taka á mig skömmina. Ég vona að þú getir prentað þessa athugasemd þar sem ein- hver sér hana. Athugasemdin er kannski óþarflega löng því þetta var ekki annað en bölvað- ur klaufaskapur. Svo þakka ég þér Samvinn- una. Þinn Þráinn Bertelsson. Reykjavík, 30. júlí 1973. Herra ritstjóri! Ég ætla að láta eftir mér að senda ritinu örstutt bréfkorn, úr því að auðheyrt er að slík tilskrif eru velkomin. En ann- ars skiptir sjálfsagt litlu hvað við segjum sem komnir erum „útúr samtíðinni“, eins og einu sinni var að orði kornizt. Það gæti þó verið saklaust gaman að lofa okkur að tala við sjálfa okkur! En mér er Samvinnan kunn og kær frá liðinni tíð, og alls góðs ann ég henni á kom- andi tímum. Ég hitti nýlega menntaðan samvinnumann að máli, sem taldi ritið eitt hið bezta hér. Það léti sig margt miklu skipta, ræddi merka málaflokka ræki- lega frá ýmsum sjónarhornum, og reyndi að varpa ljósi á þá þætti þeirra, sem mestu máli skiptu. Þetta var rétt. Og það munu flestir játa. Hitt mætti svo þykja nauðsynlegt, að taka síðar til íhugunar og álita það, sem álitlegast þætti („að beztu manna yfirsýn“). Með slíku mundi verða greitt fyrir réttari skilningi á einu og öðru, sem komandi tíð kærni vel. Annar maður í samvinnu- starfi taldi of miklum pappír (og peningum) varið til þess að láta prenta leirburðinn, sem talinn mundi skáldskapur, en væri það ekki. Og fleiri hafa haft orð á slíku. En ég er nú ekki alveg sammála því. Það er býsna gaman að leyfa hinu unga að spreyta sig. Stundum verður góður hestur úr göldum fola. En það segi ég satt, að ég er miklu umburðarlyndari með þetta, ef reynt er að fylgja Birgðastöð fyrir málm- og byggingariðnað. Efniskaup gerð frá viðurkenndum verk- smiðjum — er veitir tryggingu um gæði. ...............................................................................mmmmmmmmmmmmmii Vélsmiðja. Verktækni í stálmannvirkjagerð. .....................................................mmmmmmmmmmmmmi»»»»»»» mmmmmmmmmmmmimiMmmmmmmmiii Framleiðsla húsgagna. — Málmur. — Tré. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.