Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 27
Öll afrek kosta erfiði og þrotlausa vinnu. Keppni í 80 metra grinda- hlaupi kvenna milli Bandaríkjanna og Bretlands fyrir áratug. Sigur- vegarinn, Rosie Bo7ids frá Bandaríkjunum, er yzt til hœgri. Tími hennar var 11,1 sekúnda. sem að framan eru nefnd, ríkti verulegur einhugur um mark- mið. Hinir eftirsóknarverðu eiginleikar voru ekki svo ýkja sundurleitir. Allir þurftu að vera „vel íþróttum búnir“; vöðvaaflið og ýmiskonar leikni var lykillinn að velgengni og frama. í flóknu tækniþjóðfé- lagi nútímans eru ýmsir aðrir eiginleikar ómissandi, og tor- velt að segja hverjir séu þýð- ingarmestir. Að hvaða mark- miðum á uppeldið að stefna? Sitt sýnist hverjum, sem eðli- legt er í lýðræðisríki með frjálsa skoðanamyndun, þar sem menn skiptast í flokka eft- ir persónulegum hagsmunum eða ólíkum skoðunum á því, hvað einstaklingnum, og þar með þjóðfélaginu, sé fyrir beztu. Æskilegir eiginleikar Hvar í flokki, sem við stönd- um, hvort sem við viljum leggja megináherzlu á ein- staklingshyggj u eða félags- hyggju, hlýtur þó að vera all- traustur sameiginlegur grund- völlur til að byggja á, sem allir geta orðið sammála um. Okkur ber að leitast við að beita hinu iþróttalega uppeldi þannig, að uppvaxandi kyn- slóð verði sem bezt hæf til að takast á við vandamál lífsins, rétt eins og gert var og er jafnvel enn gert meðal „frum- stæðra“ þjóðflokka. Reynt skal að nefna hér nokkra þætti þess sameigin- lega grundvallar, sem heil- brigð íþróttastarfsemi í lýð- frjálsu, friðarsinnuðu ríki ætti að byggja á: 1. Þátttakan sé sem almenn- ust. Leitast þarf við að starfið nái til sem flestra og þeir séu virkir — ekki óvirkir. Mögu- leikarnir þurfa að vera fjöl- breyttir til þess að hver fái nokkuð við sitt hæfi. Rækta þarf jafnframt tillitssemi til hópsins eða félagsheildarinn- ar. 2. Skilningur á mikilvægi keTfisbundinnar á^eynslu (vinnu). Öll afrek, andleg sem líkamleg, kosta erfiði og þrot- lausa vinnu. Framfarirnar geta látið bíða eftir sér, þolinmæði er því nauðsynleg. Erfiðið má ekki verða þjakandi og leiðin- legt. Leiðbeinandinn þarf að leggja sig fram um að flétta það inn i leik með léttri glað- værð. Einstaklingurinn verður að geta fundið árangurinn af erfiðinu með einföldum mæl- ingum, sem með tímanum gefa til kvnna aukna getu. Slík leiðsögn leiðir til aukins sjálfs- trausts, bjartsýni, lífsgleði, starfsgleði. 3. Sjálfsagi. Allt kerfisbundið starf krefst aga. í fyrstu þarf aginn að koma frá góðum stjórnanda, sem þó stjórnar með það fyrir augum að með tímanum verði aginn leystur af hólmi og sjálfsagi komi í staðinn. Iðkendur þurfa, svo fljótt sem þeir hafa þroska til, að öðlast skilning á því, hvers vegna þeim er sagt að gera þetta eða hitt. Það þarf að hvetja þá til að spyrja ef þeir skilja ekki, hugsa sjálfstætt og gagnrýna jákvætt. Unglingur, sem fengið hefur slíka leiðsögn, er betur fær um að velja og hafna af skynsemi öllum þeim lystisemdum og freistingum, sem hvarvetna verða á vegi hans. 4. Drengileg keppni — heið- arleiki. Rækta ber það viðhorf, að það borgi sig ekki að hafa rangt við. Lög og reglur íþrótt- arinnar og dómarinn, sem dæmir eftir þeim, veita að- hald. Það er þó ekki nóg. Allt hið íþróttalega uppeldi skal miðast við að skapa það við- horf, að það sé betra að tapa með sæmd en að sigra með skömm. Auðvelt er að sjá mik- ilvægi slíkrar mótunar ein- staklingsins, þegar út í lífið kemur. Nokkrar samvizku- spurningar Hér að framan hefur verið minnzt á sameiginlegan grund- völl, sem allir ættu að geta verið á einu máli um að stefna beri að. Við gætum e. t. v. o-ðið sammála um að kalla þetta takmark eða hugsjón, sem aldrei næst til fulls. Heilbrigð íþróttaforysta hlýtur að leggja áherzlu á að stefnt sé að slíkri hugsjón. Víða er líka unnið gott starf í þessum anda, bæði í íþrótta- og ungmennafélög- um landsins. En víða skortir mikið á að svo sé gert. 1. íþróttaiðkendur! Notið þið þau tækifæri, sem þið raunverulega hafið til aukinn- ar þjálfunar og fræðslu, eins vel og þið gætuð? Kennið þið e. t. v. of oft öðru eða öðrum um ef illa gengur? Krefjizt þið of mikils af öó>um, of lítils af ykkur sjálfum? Fer ykkur sjálf- um að vaxa í augu eigin geta, áður en þið hafið náð nærri því eins langt og þið hefðuð möguleika á, og farið að njóta „frægðarinnar" í ykkar litla hóp? 2. Félagsforysta, kennarar, þjálfarar, leiðbeinendur! Er takmarkið nógu hátt og grund- völlurinn nógu breiiður? Er starfið skipulagt nógu langt fram í tímann? Er hugsað um yngri aldursflokka og eldri á- hugamenn aðra en afreks- menn? Er starfið nógu skemmtilegt og fjölbreytt? 3. Forysta íþróttamála! Hef- ur þeim fjármunum, sem í- þróttahreyfingin hefur handa á milli, verið nægilega mikið varið til hvatningar og fræðslu kennara og leiðbeinenda? Hef- ur útbreiðslustarfið verið nógu öflugt? 4. Atvinnurekendur! Vitið þið, að frændur vorir á Norð- urlöndum, starfsbræður ykkar, hafa fyrir löngu séð hag sinn í því að hvetja og styrkja í- þróttastarfsemi fyrirtækja? Fyrirtækin kosta leiðbeinendur til náms, sem síðan útbreiða likamsrækt, iþróttir og leiki meðal starfsliðsins. Þessi í- þróttafélög fyrirtækja hafa meira að segja með sér lands- samtök og reka mjög víðtæka íþróttastarfsemi. Starfsbræður ykkar hafa komizt að því, að þessi fjárfesting borgar sig mjög vel. Starfsfólkið skilar meiri afköstum. Eftir hverju eruð þið að biða? Viljið þið ekki græða meira? 5. Stjórnvöld! Hafið þið, herrar mínir, komið til fulls auga á það stórkostlega mikil- vægi, sem heilbrigð iþrótta- hreyfing hefur fyrir þjóðfélag- ið? Vitið þið um hið mikla ó- launaða starf sem þúsundir forystumanna inna af hendi? Fjölmörg dæmi eru um það, að mikilhæfir leiðtogar draga sig í hlé, segja sig jafnvel úr félögum, þegar þeir geta ekki lengur fært slíkar fórnir og forystu skortir. í flestum fé- lögum liggur við stiórnar- kreppu á hverjum aðalfundi. Vitið þið, að víða stendur aðstöðuskortur mjög fyrir þrif- um? Er ekki liklegt að aukin íþróttaaðstaða og almennari iðkun iþrótta og leikja geti minnkað þörfina á sjúkrahús- um og hælum? Þurfið þið ekki að stórauka fjárveitingar til iþrótta- og æskulýðsstarfsins, en jafnframt að fá tryggingu fyrir því að það starf, sem styrks nýtur, sé ósvikiS? Á ekki góð og heilbrigð starfsemi af þessu tagi að fá sömu viður- kenningu og skólarnir og sama rekstrargrundvöll? Eða eiga e. t. v. skólarnir að taka slíka starfsemi upp á sína arma í stórauknum mæli? Hafið þið athugað þá margvíslegu vá, sem í dag steðjar að æsku heimsins (sú islenzka er engin undantekning) og að bezta vörnin er þróttmikið æskulýðs- starf? Lokaorð Greinarkorni þessu er ekki ætlað að vera ádeila á einn fremur en annan, heldur hug- leiðingar til umhugsunar. Mik- ið og gott starf er víða unnið í félögum, skólum og hjá fyrir- tækjum. Skilningur almenn- ings og stjórnvalda fer vax- andi með ári hverju. Þeim, sem þetta ritar, finnst þó ekki nóg að gert; „betur má ef duga skal“. Iðkun íþrótta og leikja út af fyrir sig er ekki allra meina bót og þarf ekki að leiða til neins góðs fyrir einstakl- ing eða þjóðfélag sem slíkt. Allt er undir því komið, að vel sé á málum haldið, rétt sé staðið í ístaðinu. Hafi greinar- höfundi tekizt að auka skiln- ing lesandans á mikilvægi þess, að þar standi hver eins vel og hann hefur vit og getu til í sinni stöðu, er tilganginum náð. Vilhjálmur Einarsson 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.