Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 46
Hinn 26. júlí síöastliðinn voru liöin 20 ár frá árásinni á Moncada á Kubu, sem varö upphaf og undanfari byltingar og valdatöku Castros. í tilefni af þessum tímamótum hefur Halldór Sigurðsson, hinn kunni íslenzk-danski blaðamaður, samiö eftirfarandi grein, en hann hefur dvalizt á Kúbu og er einn helzti sérfrœð- ingur Norðurlanda um málefni spœnsku- mœlandi landa. „Byltingin er erfið, skal ég segja þér,“ sagði Fidel Castro við franska búfræð- inginn René Dumont, sem verið hefur persónulegur vinur hans um margra ára skeið og er einlægur aðdáandi byltingar- innar á Kúbu. Fyrir þremur árum gaf hann út gagnrýna bók undir heitinu „Kúba — er hún sósíalísk? Um svipað leyti kom út verk eftir ann- an þekktan áhanganda Castros, blaða- manninn K. S. Karol, sem heitir „Skæru- liðar við völd“. Þar heldur hann þvi fram, að Castro og þær vopnuðu sveitir, sem héldu sigursæla innreið sína í Havana á nýársdag 1959, hafi enn sem fyrr nálega fullt vald á öllum þáttum stjórnmála- lífsins og stjórnsýslunnar. Það var ein- mitt þetta sem gerði Dumont efasaman um sósíalískt sanngildi og ágæti bylting- arstjórnarinnar á Kúbu. í marz 1971 var hið þekkta kúbanska skáld, Heberto Padilla, handtekinn af ör- yggislögreglunni. Hann var látinn laus mánuði siðar, eftir að hann hafði birt 4000 orða yfirlýsingu, þar sem hann sak- aði sjálfan sig um að hafa unnið gegn byltingunni (einsog stjórn Castros nefnir sjálfa sig). Padilla-málið leiddi til þess, að fjölmargir evrópskir og suður-amer- ískir vinstrisinnar úr röðum mennta- manna og rithöfunda birtu sameiginlega yfirlýsingu, þar sem stjórn Castros var sökuð um að hafa beitt „stalíniskum að- ferðum" til að brjóta á bak aftur gagn- rýnan menntamann. Þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna, með Jean-Paul Sartre i broddi fylkingar, höfðu á sama hátt og Dumont og Karol verið meðal áköfustu formælenda bylt- ingarinnar á Kúbu. Castro svaraði um hæl með því að saka þá alla um að vera „smáborgaralegir menntamenn og flugu- menn CIA (bandarísku leyniþjónustunn- ar)“, aukþess sem hann bar þeim á brýn ýmsar aðrar vammir. Vonbrigði Uppgjörið milli Castros, sem sveipaður hefur verið dýrðarljóma, og vinstrisinn- aðra afla í Evrópu og Rómönsku Ameríku er einkennandi fyrir þau vonbrigði, sem sett hafa svip á Kúbu og afstöðu manna. til hennar frá því í lok síðasta áratugar. Argentínumaðurinn Ernesto Che Gue- vara, sem gegndi svo mikilvægu hlut- verki meðan á byltingu Castros stóð og fyrstu árin eftir hana, hafði fallið i Bóli- víu 1967, og með honum höfðu horfið vonirnar um byltingu í Rómönsku Arner- iku að fyrirmynd byltingarinnar á Kúbu. Og sjálf þróun byltingarinnar á Kúbu hafði smámsaman staðnað — festst í stórkostlegu skriffinnskubákni, gífurleg- um efnahagsvandamálum og vaxandi undirgefni og tengslum við Sovétríkin vegna viðskiptabanns og einangrunar- stefnu Bandaríkjanna. Hin pólitíska hugsjónastefna bylting- arinnar hefur nú þokað fyrir raunhlítari afstöðu. Það kemur fram í þeim opinberu vígorðum, sem látin eru einkenna hvert einstakt ár. Á árunum 1966—68 hljóðuðu þessi vígorð þannig: „Ár samstöðunnar (með byltingaröflunum í þriðja heimin- um)“, „Ár hins hetjulega Víetnams" og „Ár hinna hetjulegu skæruliða“. Síðan 1969 hefur kveðið við annan tón: „Ár ýtrustu áreynslu“ 1969, „Ár tíu milljón- anna“ 1970 (bæði þessi vígorð miðuðu að því að koma sykuruppskerunni uppi 10 milljón smálestir) og „Ár framleiðninn- ar“ 1971. Þráttfyrir geysilegt harðfylgi og á- reynslu — öllum helgidögum var útrýmt, fjórðungur heraflans var sendur útá akr- ana til vinnu, og aðrir þættir efnahags- lífsins vo,-u látnir sitja á hakanum — tókst ekki að koma sykuruppskerunni uppí rneira en 8,5 milljón smálestir. Það var að vísu metuppskera, en nægði ekki. Sykurinn stendur undir 80% af útflutn- ingstekjum Kúbu. Árið 1971 fór uppsker- an niðrí 5,9 milljón smálestir, og vegna þurrka á liðnu ári varð hún enn minni eða kringum 4,5 milljónir smálesta (op- inberar tölur hafa ekki verið birtar). Þessi þróun hefur orðið Castro ákaf- lega þung í skauti. f hinni löngu ræðu sinni á byltingardaginn 26. júli 1970 fletti hann vægðarlaust og opinskátt of- anaf slæpingshætti, framtakslevsi, hæfi- leikaskorti, margskonar mistökum og misreikningum í stjórnsýslu og stjórn- málarekstri, og vægði hvorki ríkisstjórn- inni né sjálfum sér. Hann fordæmdi enn- fremur leti og tómlæti á vinnustöðum. „Umræðan mikla“ Bylting Castros snerist um tvö megin- atriði. Annað var að losa Kúbu undan pólitískum áhrifum Bandaríkjanna og ógnarstjórn Batista einræðisherra. Það heppnaðist. Hitt var að koma á félags- legu réttlætissamfélagi. Á fyrra helmingi síðasta áratugar hafði Castro tekizt að koma til leiðar þrenns- konar grundvallarumbótum á félags- málasviðinu: jarðaskiptalöggjöf, nýrri skólalöggjöf og nýrri heilbrigðislöggjöf. Kúba er eina landið i Rómönsku Ameríku, þar sem allir ríkisborgarar eiga jafnan rétt á skólagöngu og heilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki áróður, heldur bláköld stað- reynd, sem allir gestir til landsins geta gengið úr skugga um. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.