Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 21
af Alþjóðaólympíunefndinni. Þar kemur kannski í ljós mesta óréttlætið. Allir vita um fyrir- komulagið í Austur-Evrópu og Ameríku, en það er eins og þegjandi samkomulag að gera ekkert i málinu, aðeins ef hægt er að hengja smástjörnurnar sem eru aö drýgja vasapening- ana sína. Eins er vitað, að allir beztu íþróttamenn heims taka mikla peninga fyrir að keppa á íþróttamótum. Þannig er vit- að að beztu kastarar heims í frjálsíþróttum fara ekki til keppni erlendis nema fá sem svarar 10 þúsund kr. fyrir hvert kast í keppninni. Beztu lang- hlauparar taka eitt til tvö þús- und kr. islenzkar fyrir hvern hring á hlaupabrautinni, og spretthlaupararnir tugi þús- unda fyrir sprettinn. Þetta eru greiðslur sem fara undir borð- ið, sem kallað er, og enginn getur sannað neitt. Við þetta er kannski ekki heldur neitt að athuga. Líf þessa fólks er mun manneskju- legra en líf atvinnuknatt- spyrnumannanna, sem við ræddum um hér að framan. Og hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá er atvinnumennska í íþróttum, i einhverri mynd, æ meira að ryðja sér til rúms. Svokölluð „hálfatvinnu- mennska“, þar sem menn vinna hálfan daginn en æfa hinn helminginn, er einnig þekkt fyrirbæri og tiðkast m.a. hjá knattspymumönnum og skíða- mönnum á Norðurlöndum. Þetta er einnig þannig falið, að Alþjóðaólympíunefndin getur ekki bannað þessu fólki að- gang að Ólympiuleikunum, og það hlýtur því að vera bara tímaspursmál, hvenær Ól- ympíuleikamir verða opnaðir atvinnumönnum opinberlega. Þegar svo er komið að allir at- vinnumenn mega keppa þar, nema þeir sem eru opinberlega skráðir sem slíkir, þá getur vart verið langt í land með að þeir verði opnaðir öllum. Til er ein tegund atvinnu- mennsku enn, sem stunduð er i íþróttum, sú sem beztu golf- leikarar heims stunda, en má segja að sé einskonar fjár- hættuspil og ekki til að lifa af fyrir aðra en þá allra beztu. Þessi tegund atvinnumennsku fer þannig fram, að verðlaun á mótum eru svimandi há á okkar mælikvarða. Þau skipta kannski hundruðum þúsunda eða jafnvel milljónum króna. Þessir menn eru ekki á samn- ingi hjá neinum nema kannski umboðsmönnum, en þeir taka þátt i mótunum, og þeir beztu vinna sér inn stórfé, hinir lak- ari lítið sem ekkert. Stjörnudýrkunin Nú hin siðari ár hafa ein- stakir frjálsíþróttamenn og skautahlauparar gerzt atvinnu- menn hjá einhverjum peninga- furstum sem sjá um kappmót milli þessara manna. Hafa margir frægustu iþróttamenn í þessum greinum undirritað samning við þessa menn og skuldbundið sdg til að taka þátt i vissum fjölda móta ár- lega. Nær allir, sem þetta hafa gert, hafa hlotið frægð sína á Ólympíuleikum, en eru orðnir það gamlir, að þeir vita að eftir 4 ár eiga þeir vart mögu- leika á sigri á Ólympíuleikun- um og reyna þvi að afla sér fjár meðan frægðin endist þeim. Hvort þessi tegund at- vinnumennsku á sér langa líf- daga eða ekki, skal engu spáð um, en byrjunin, þ. e. a. s. að- sóknin að þeim mótum sem fram hafa farið, hefur ekki verið það góð, að hún spái góðu fyrir framtíðina. Að lokum er vert að minna á eitt atriði sem á ekki hvað minnstan þátt í þvi hve auð- velt er fyrir knattspyrnulið að fá til sín unga pilta í nútíma- þrælahaldið, en þetta atriði er stjörnudýrkunin. Auðvitað eru það fjölmiðlar sem þar eiga stærstan hlut að máli. Það munu allir sammála um að stjörnudýrkun, hvort heldur er i atvinnu- eða áhugamennsku, er forsenda þess að ungt fólk byrji að stunda iþróttir. Stjörnudýrkun er nefnilega einnig til og það ekki lítil í áhugamennskunni, eins og við þekkjum afar vel hér á íslandi. Þó er stjörnudýrkunin í áhuga- mennskunni aðeins svipur hjá sjón á móti því sem er hjá at- vinnumönnunum, þar sem menn eru gerðir að eins kon- ar hálfguðum meðan þeir eru á toppnum hvað getu snertir. Hvað er þá eðlilegra en að böm og unglinga dreymi um að komast i sæti hálfguðsins, ef í þokkabót fást fyrir það meiri peningar en þau geta nokkum tíma látið sig dreyma um með öðru móti? Að minnsta kosti er ekkert eðlilegra i heimi kapítalismans, þar sem allt snýst um peninga og sá er mestur talinn er flestar á krón- urnar. Sigurdór Sigurdórsson Atvinnumennska í knattspyrnuheimi Evrópu er sannkallað nútímaþrœlahald. ' m SSlHÍiKi mmH weamtm mm 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.