Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 42
Gunnar Gunnarsson meö son sinn, Gunnar, á árunum uppúr 1920. Gunnar Gunnarsson og kona hans, Franzisca, jyrir utan hús þeirra, Grantojte viö Hareskov, einhvern tíma á árunum 1921—1929. að sögupersónurnar, Bjarni og Steinunn, eigi sök á dauða eiginmanns Steinunnar og ennfremur konu Bjarna, en þessi tvenn hjón höfðu búið saman á afskekktum bæ. Þegar þau eru síðar kölluð fyrir rétt, neita bæði þvermóðskulega. En eftir sem áður eru þau tortryggð og skulu misk- unnarlaust fengin til að játa sannleik- ann. Þar að stendur aðstoðarpresturinn séra Eyjólfur og er sagan lögð honum i munn og því sögð í fyrstu persónu, og færir höfundur hana með þvi bæði nær sér og lesendum. Skáldið skipar sér þar með að baki séra Eyjólfi og gerir sig ábyrgari gagnvart honum. Hans er að leiða sannleikann í ljós, láta sökina og glæpinn, ef unnin hafa verið, koma fram, ekki þó i refsingarskyni heldur vegna sáluhjálpar þeirra sjálfra. Þessa sann- leikskiöfu séra Eyjólfs óttast Bjarni meira en allt annað. Hann segir: „Menn- ina óttast ég ekki . . . Og Guð óttast ég heldur ekki . . . Og allra sízt Djöfulinn. En þig óttast ég, Eyjólfur“. Þegar hann í fyrstu yfirheyrir Bjarna og segist vilja hjálpa honum í neyð hans, svarar Bjarni með innibyrgðum æsingi: „Menn geta ekki hjálpað hver öðrum . . . Menn geta bara drepið hver annan!“ Eyjólfur þagði við, „sannleikurinn skyldi sigra af eigin rammleik“, en sagði síðar : „Þú veizt það vel, Bjarni, að enginn jarðneskur máttur getur aftrað þér frá því að segja sann- leikann. Allan sannleikann“. Og loks láta bæði Bjarni og Steinunn undan sann- leikskröfu Eyjólfs og játa á sig morðin, hafa sannfærzt um góðvild Eyjólfs og að þeim sé fyrir beztu og það eitt friði sam- vizkuna að kannast við sökina. En frá því að séra Eyjólfur hafði krafizt af þeim játningar var hann gripinn sársauka- fullri óvissu um sjálfan sig og rétt sinn. „Það var eitthvað sem skar mig í hjartað, skar og brenndi". Og nú bregður svo við að þegar hann stóð frammi fyrir sigri sannleikans varð hann óttasleginn að „það skyldi gerast fyrir mitt tilstilli" og: „Það var eins og trúin á sigur og styrk sannleikans, náð hans og læknisdóm væri fjöruð út úr mér á þessari stundu. Sannleikurinn! . . . Var hann ekki einn af hinum hásu, gráðugu gömmum til- verunnar? Var ekki lögmál hans hið sama og lífsins yfirleitt — tímgun og tortím- ing?“ Og nú er komið nýtt til sögu frá þvi í Borgarættinni: hugmynd um sam- sekt og samábyrgð. Séra Ketill stóð einn, var útskúfaður, engum datt í hug að hann væri samsekur honum, hann varð einn að bera sök sína og afplána hana. En séra Eyjólfur elur með sér þá hug- mynd er sækir æ fastar á hann að hann sé á einhvern hátt samsekur þeim Bjarna og Steinunni. Hann vill taka afbrot þeirra einnig á sig og jafnvel dreifa þeim á alla menn. Og sannleikurinn sem verið hafði bjargið sem hann stóð á var ekki traustur lengur heldur valtur sem allt annað. Eyjólfur segir um Steinunni: „Ör- lög hennar, eins og þau höfðu ráðizt og mundu ráðast — vörðuðu mig. Voru sam- fléttuð mínum eigin örlögum! Voru þá örlög allra manna ofin hvert i annað? ... Já, þannig var þetta. Nú varð mér það ljóst í einni svipan. Og þarna stóð ég — umluktur ógnandi endalausu myrkri“. Og þannig varð sagan um sök og afbrot þeirra Bjarna og Steinunnar að skrifta- málum hans sjálfs. „Skyldi ég þora að sýna vini mínum, Amori Jónssyni, og minni ástkæru eiginkonu Ólöfu það, sem ég hér hef skrifað? Og ef ég geri það — munu þau þá geta sagt mér, hvaða þátt ég átti í öllu því illa, sem gerðist i þann tíð? Hvaða þátt og hversu mikinn? En liklega á það ekki fyrir mér að liggja að skilja það nokkurn tíma til fullnustu." Hvernig stendur á þessum breyttu við- horfum frá því í Borgarættinni? Hvaðan eru komin hin nýju áhrif á skáldið? Eða hefur þessi samkennd búið með honum hið innra frá upphafi? Þetta er eitt af því sem leitar á hugann þegar reynt er að kanna verk Gunnars og verður lík- lega ekki auðvelt að finna svar við svo að fullgilt megi telja. Sérstaða Gunnars Örlög Gunnars Gunnarssonar eru á vissan hátt ráðin, og fer þó eftir þvi hve djúpt er skyggnzt, þegar hann gerist rithöfundur á danska tungu og setzt að i öðru landi. Úr þvi að útþráin kallaði lá leið hans eðlilega til Kaupmannahafn- ar; Reykjavík var þá ekki farin að draga að sér fólk úr fjarlægum byggðum, en á þessum árum laust eftir aldamótin var stórt stökk frá afskekktri úthafsströnd nyrzt á íslandi til stórborgarinnar við Eystrasalt er lá fast upp að hinum miklu heimsviðburðum. Hann verður að sjálf- sögðu fyrir margskonar óvæntum áhrif- um, sér bæði ísland og heiminn í nýju ljósi. Verk hans mótast af þessari aðstöðu hans eða bera ýmisleg einkenni hennar sem seint verða vegin og metin. Þau standa i rauninni sér í bókmenntum sam- tíðarinnar, ekki sízt séu þau borin sam- an við skáldrit íslenzkra höfunda hér heima á timabilinu milli heimsstyrjald- anna. Þau standa tam. þjóðfélagsbarátt- unni miklu fjær, en þar á móti kemur að heimsviðburðirnir orka stundum enn sterkar á Gunnar þar sem þeir eru hon- um yfirþyrmandi nær. En sérstaða Gunn- ars er svo margþætt að bregða verður á hana ljósi frá ýmsum hliðum, og áhrif hennar taka breytingum. Áður en lengra er haldið vil ég enn finna orðum mínum stað í verkum skáldsins. Ströndin Borgarættinni lauk eins og áður er get- ið með friðþægingu og sátt og svofelldri niðurstöðu: „Hið eina sem getur gefið lífinu tilgang er það, að það sé grund- vallað á hinu góða, grói í friði og beri nærandi ávexti“. Fimm árum síðar með 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.