Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 53

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 53
Albena og dag, þannig að sólardagar eru ívið færri en við Miðjarðarhaf. Hótelin eru öll yfirfull um háannatím- ann, en þau geta tekið við um 18.000 dvalargestum í einu. Flest þeirra eru ein- ungis opin sex mánuði ársins, maí til október, en nokkur þau stærstu eru starf- rækt allan ársins hring. Hótelin, sem bundin eru við sumartímann, fá vinnu- afl sitt hvaðanæva af landinu, m. a. úr skólum. Ekki verður annað sagt en þægindin á hinni gullnu baðströnd væru einsog bezt tíðkast annarsstaðar, söluskálar og skyndimatsölustaðir á ströndinni, sólhlíf- ar og bátar til leigu, tennisvellir, mini- golfvellir og körfuboltavellir, hestar til útreiða, vatnsskíði o. s. frv. Óvíða sér maður fleira fólk við götuhreinsun en i Búlgaríu, þannig að umhverfið er yfir- leitt hreint, endaþótt Búlgarar fleygi frá sér rusli hvar sem er. Það var einkum tvennt sem angraði okkur hjónin þessa viku í Búlgaríu: annarsvegar umgengni um almenningssalemi sem er að vísu vandamál um gervalla Suður-Evrópu, hinsvegar sérlega seinvirk þjónusta. Það var einsog engum lægi á með neitt. Á beztu hótelum í Sófíu gat maður til dæm- is beðið eftir þjónustu langtímum saman, meðan þjónustuliðið stóð á kjaftatörn í allra augsýn. Um hitt verður ekki deilt, að verðlag í landinu er erlendum gestum ákaflega hagkvæmt, og næsta ótrúlegt hvað fá má fyrir einn íslenzkan hundraðkall. Á beztu næturklúbbum í Slatni Pjassatsí, þar sem boðið var uppá vandaða og fjölbreytta dagskrá, kostaði fyrsta flokks matur með tilheyrandi drykkjum 300—500 íslenzkar krónur fyrir tvo. Og það er alveg óhætt að mæla með matargerð Búlgara, að minnstakosti á Svartahafsströnd. Lamba- kjötið þeirra er til dæmis lostæti.. Sem dæmi um verðlagið í landinu má enn- fremur nefna, að i flugvélinni frá Kaup- mannahöfn hittum við dönsk hjón (kon- an var reyndar fædd á Akureyri), sem voru að fara til tveggja vikna dvalar á Svartahafsströnd með tvo syni sína, og kostaði sú ferð um 40.000 ísl. krónur fyrir alla fjölskylduna með fæði og hótelher- bergjum. Albena og Baltsjík Boðið frá „Balkantúrist“ (búlgörsku ferðaskrifstofunni) fól að sjálfsögðu í sér, Slatni Pjassatsí að við áttum að skoða nokkra kunna ferðamannastaði á Svartahafsströnd, og óhætt er að segja, að við urðum hvergi fyrir vonbrigðum, þó aksturinn væri stundum í lengra lagi í sumarhitanum. Um 15 kílómetra fyrir norðan Slatni Pjassatsí liggur Albena, ferðamannamið- stöð sem fyrst tók til starfa árið 1969 og getur nú hýst um 8.000 gesti samtímis. Það sem kannski er merkilegast við Al- bena er byggingarlistin: fjölbreytni, fjör og ákveðin lyfting eru mest áberandi ein- kenni bygginganna, sem mynda nokkra samstæða kjarna með verzlunarmiðstöðv- um, leikvöllum, túnum og hótelum. Trjá- gróður er sama og enginn, og gefur það Albena allt annað yfirbragð en öðrum ferðamannastöðum við Svartahaf. Fimmtán kílómetra fyrir norðan Albena liggur „hvíti bærinn" Baltsjik (íb. 8.700), reistur á stöllum uppeftir fjallshlíð. Þessi sögufrægi bær var fyrst reistur af Grikkjum frá Miletos á 6. öld f. Kr. Síðar hlaut hann nafnið Díónýsópólis eftir vin- guðinum Díónýsosi, enda voru þar frjó- samar vínekrur og geysimikil stytta af guðinum, sem fomir sæfarar sáu langt utanaf hafi. í upphafi okkar tímatals var bærinn vinsæll rómverskur verzlun- arstaður með frægri myntsláttu. Róm- verska skáldið Ovidius dvaldist i útlegð í grennd við bæinn og lýsti honum sem einni helztu verzlunarmiðstöð við Svarta- haf. Nú er bærinn kunnastur fyrir hina furðulegu sumarhöll Maríu Rúmeníu- drottningar, þar sem hún dvaldist með tyrkneskum elskhuga sínum. Duttlungar og frábært hugmyndaflug drottningar hafa orðið úrræðagóðum arkítekti og skrúðgarðameistara tilefni til að skapa heilan furðuheim jurtagróðurs með gangstígum, tjömum, gosbrunnum og allrahanda hleðslum. Garðurinn teygir sig stall af stalli uppeftir snarbrattri hlíðinni og orkar á mann einsog felu- staður lífsflóttamanns. Siglingin frá Baltsjík til Slatni Pjassatsí með hrað- báti er meðal þess sem ekki gleymist. Sluntsév Brjag og Nessebar Við fórum líka í suðurátt, eyddum ein- um degi í heimsóknir til Sluntsév Brjag (Sólarströnd) og hins forna bæjar Nesse- bar, sem liggja um 100 kílómetra fyrir sunnan Vama. Nessebar er eldforn bær, stofnaður á 7. öld f. Kr., og stendur á lítilli eyju, sem tengd er við meginlandið Sluntsév Brjag með mjóu eiði, sem hverfur undir vatn í háflæði. Eyjan er þakin fornum bygg- ingum og þar búa um 4 þúsund manns, en um sumartímann þrefaldast íbúatalan, þ. e. a. s. íbúarnir lifa á því að leigja ferðamönnum herbergi. Á eynni eru um 40 fornar kirkjur, sumar þeirra glæsileg- ar og vel varðveittar, en timburhúsin eru kannski sérkennilegust, reist í tyrknesk- um stíl með neðstu hæð hlaðna úr múr- steinum, en efri hæðir, ein eða tvær, úr timbri og breiðari en neðsta hæð. Bílar fá ekki að koma til Nessebar, enda er ná- lega hver fermetri þakinn ferðamönnum. Sluntsév Brjag liggur fjóra kílómetra fyrir norðan Nessebar: sex kílómetra löng og 150 metra breið baðströnd með um 100 hótelum, 34 veitingahúsum og 22 skemmtistöðum. Þar er hótelrými fyrir 22.000 gesti, auk 1600 rúma í litlum timb- ur- og múrsteinshúsum og tveggja tjald- búðasvæða sem rúma 3.200 manns. Veit- ingahús og næturklúbbar rúma um 25.000 manns í einu. Það sem er samt sérkenni- legast við Sluntsév Brjag eru barnaleik- vellir og önnur þjónusta við börn. Hér er lögð megináherzla á að tryggja börnum sömu aðstöðu og fullorðnum. Á strönd- inni eru þrjár barnasundlaugar, fjöl- margir barnaleikvellir með öllum hugsan- legum tækjum, bamagæzla, útreiðahest- ar, hestakerrur, minigolfvellir, tennis- vellir, boltavellir af ýmsum gerðum, og þannig mætti lengi telja. Ég hef hvergi annarsstaðar kynnzt slikri þjónustu við yngstu kynslóðina. Sluntsév Brjag hefur allt annað yfirbragð en aðrar baðstrend- ur, sem hér hafa verið nefndar; þar er megineinkennið sandhólar með grænum gróðri og trjálundum hér og þar. Hér var einungis ætlunin að vekja at- hygli á sérkennilegum og mjög ódýrum sumardvalarstöðum við Svartahaf, sem kannski eiga sér hliðstæður í Rúmeníu. Búlgaría hefur þó uppá miklu meiri fiöl- breytni að bjóða, enda er Svartahafs- strönd hennar yfir 400 kílómetrar og ár- legur ferðamannastraumur kringum 2 milljónir í landi sem aðeins hefur 8V2 milljón ibúa. Stærsti ferðamannahópur- inn er Þjóðverjar (200.000 frá Austur- Þýzkalandi og annað eins frá Vestur- Þýzkalandi), en þarnæst koma Rússar með 300.000. íslendingar hafa ekki enn komizt á skrá hjá Búlgörum, en eflaust hafa ýmsir íslendingar heimsótt landið með norrænum ferðaskrifstofum. 4 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.