Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 49
notaða undir yfirskini nútímaskáldskap- ar og fagurfræði sem er bragðdauft heimabrugg og hvergi gjaldgengt. Flóttamannabúðir ráðvilltra skálda íslenzk náttúra er orðin að flótta- mannabúðum ráðvilltra skálda sem bera ekki gæfu til annars en vera grunaðir um simpla veruleikafölsun og hálflygi- legt gutl. Eða: Hugljúf náttúruskáld með penar tilfinningar sem eru svo óttalega óskyldar heimsbyggðinni. Það kemur út á eitt. En náttúran stendur fyrir sínu, og það verður ekki með þvi yfirlætislega innan- tóma tilkalli sem náttúrulýsingarskáldin gera að sínu máli. Náttúran mun standa af sér þrautfúl- ar og úldnar náttúrulýsingar skáldanna, dúllið og doffið, hálfsannindin, gúmmí- kallaspekina, kjarkleysið og andlausa sér- hlífnina. Náttúran sjálf er söm og áður frammi fyrir augum manns, þó að eitt og eitt skáld, kannski bróðurpartur af einni kyn- slóð skálda, slysist til að menga náttúr- una með áferðarsléttu veruleikafalsi og glysgjörnu andleysi. Náttúra landsins bíður einungis nýrra viðhorfa. Það er hlutskipti skálds að láta heim- inn nauðga sér, en það er hlutverk skálds að skýra frá þvi. Og skáldið þjónar engu nema hræsninni i nútímanum, þegar það neitar að viðurkenna skynjun sína. ♦ Árni Larsson: Minningargrein um Sigurhans Ó. Bragga, hina sönnu ímynd allra nátt- úrulýsandi þjóðskáldakandídata á íslandi. hlustaðu vel og lengi á Sigurhans Ó. Bragga, þjóðskáldakandídat þegar hann er að blása upp flatlýs sósjalrealismans svo hann geti hvílt höfuð sitt á þeim lokað augunum svo hann sjái ekki blómin ulla á hann lækina spræna á hann tiýágreinarnar rassskella hann hlustaðu þá vel og lengi á smákallavælið þegar hann er að teikna Jónas Hallgrímsson upp um fjöll og firnindi og krummi krúnkar úti og segist ekki hafa lyst á stöðluðu heilabúi hans og sjá sæludalurinn lokar skauti sínu af viðbjóði Hekla inngangur helvítis herpist saman af fyrirlitningu og bunulækurinn snýr við og forðar sér upp á hálendið þegar varir hans nálgast Sylvia Plath: FRÚ LAZARUS Mér hefur tekizt það aftur. Á tíu ára fresti tekst mér það — Ég er gangandi undur, húð mín lýsir sem nazistaglampi og fótur minn hægri er bréfavigt. Andlitið slétt og gallalaust gyðingalín. Lyftu dulunni af ó fjandmaður minn. Er ég skelfileg? Nefið, augun, allar tennurnar og andardrátturinn súr, allt hverfur á einum degi. Brátt brátt mun holdið sem byrgt var gröfinni í búa með mér á ný. Og ég verð broshýr kona. Ég er bara þrítug og eins og kötturinn á ég mér níu líf. Þetta er hið þriðja. Allt þetta drasl sem þarf að útrýma á áratugs fresti. Þessar milliónir þráða. Múgurinn bryður hnetur og treðst að til að sjá vafið utan af höndum mínum og fótum — fatafellan mikla. Herrar minir og frúr þetta eru hendur mínar og hné. Ég er að sönnu aðeins skinn og bein en engu að síður sama konan og fyrr. i fyrsta skiptið var ég tíu ára, það var slys. f annað skiptið ætlaði ég að endast, snúa aldrei meir til baka. Ég lokaði mér rétt eins og skel. Þeir urðu að kalla og hrópa og krafsa af mér slímuga orma eins og perlur. Það er líka list að deyja og eins og allt annað ferst mér það óvenjuvel úr hendi. Ég geri það djöfullega svo fyrir því finnist. Það má segja ég hafi köllun. Það er svo auðvelt að gera það inniluktur. Auðvelt að gera það og haggast ekki. En það er endurkoman á leiksviðið í skínandi dagsbirtu til sama staðar, sama andlits, sama skerandi gleðióps: „Kraftaverk!" Það er reiðarslagið. Það kostar inn að fá að skoða örin mín, það kostar að fá að hlusta á hjarta mitt — það slær. Og ég tek gjald, okurgjald fyrir orð eða snertingu eða ofurlítið blóð eða lokk úr hári, snifsi úr fötum. Svona nú, herra Doktor, svona nú, herra Óvinur. Ég er ykkar verk, ykkar verðmæta djásn, brúða úr skíra gulli sem bráðnar í öskur. Ég renn og ég brenn. Ég vanmet ekki umhyggju ykkar, góðu menn. Aska, aska — það má skara í og hræra. Hold, bein, ekkert þar — Sápustykki, giftingarhringur, gullfylling. Herra Guð og herra Lúsífer hræðist þér. Hræðist þér því upp úr öskunni rís ég með rauða hárið mitt oft og ríf í mig menn eins og loft. Sverrir Hólmarsson þýddi 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.