Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 19
Finnski hlaupagarpurinn Paavo Nurmi (ólympíumeistari 1920, 1924, 1928) tendrar eldinn á ólympíuleikvanginum í Helsinki 1952. hátíðlegum viðburði. Þeirri spurningu mætti varpa fram, hvort ofmat á þýðingu iþrótta liggi ólympiuhugsjón- inni til grundvallar. Þessu er óhætt að svara neitandi. Cou- bertin lagði raunhæft mat á íþróttir sem félagslegt fyrir- bæri og gerði sér ljóst að út- breiðsla íþrótta væri í sjálfu sér ekki nóg, heldur skipti eðli íþrótta eða stefna þeirra miklu máli. Þetta skýrði Coubertin mjög skilmerkilega með eftir- farandi orðum: „Keppnisíþrótt- ir geta leyst hinar göfugustu og hinar lægstu hvatir úr læð- ingi. Þær geta alveg eins eflt óeigingimi og sæmd eins og peningagræðgi; þær geta verið drengilegar eða mútuþægar, mannlegar eða dýrslegar. Það má alveg eins nota þær til að stuðla að friði eins og til að undirbúa stríð.“3) Þessi orð Coubertins um eðli íþrótta eru nánast gullvæg og ættu að vera sérhverjum í- þróttamanni hugstæð. Með þeim svarar hann ekki aðeins grundvallarspurningunni um áhrif iþrótta á hina félagslegu þróun, heldur á þann veg, að hver og einn sem les þau eða heyrir stendur frammi fyrir því að velja á milli tveggja kosta, þ. e. a. s. á milli þess að nota íþróttir til þess að stuðla að friði og þjóðavináttu eða i þágu afturhalds og stríðsundirbún- ings á einn eða annan máta. En i orðum Coubertins hér að ofan felst raunar meira. Þau varpa einnig ljósi á það mikil- væga atriði, að uppeldislegt og félagslegt gildi keppnisiþrótta felst ekki i þeim sjálfum, held- ur í þeim tilgangi sem þær eiga að þjóna. Af þessu dró Cou- bertin þá rökréttu ályktun, að nauðsynlegt væri að tengja íþróttir við aðrar mannlegar athafnir, og þessi þörf á tengsl- um milli íþrótta og félagslegra athafna eri rauninni það, sem liggur ólympíuhugsjóninni til grundvallar. Hennar hlutverk er að skapa þessi tengsl eða eins og Coubertin orðar það: „Gleði af vöðvaáreynslu, lotn- ing og fegurð, starf í þágu f jölskyldu og samfélags; þetta þrennt í órjúfanlegri einingu, það er ólympíuhugsjónin"1) Þetta er inntak ólympíuhug- sjónarinnar og kjarni þess er samtvinnun iþróttaiðkunar og félagslegrar starfsemi. Þannig gefur inntak ólympíuhugsjón- arinnar íþróttum uppeldislegt og siðferðilegt gildi og gerir íþróttir að tæki til mannlegrar fullkomnunar og félagslegra framfara. Samhengið á milli ólympíu- hugsjónarinnar og hugsjóna friðar og þjóðavináttu Hér að framan var sagt að ólympiuhugsjónin væri ná- tengd hugsjónum friðar og þjóðavináttu. Þessi tengsl eru reyndar svo náin, að nú til dags er ólympíuhugsjónin al- mennt skilin sem hugsjón frið- ar og bræðralags. Nákvæmar er þó að tala um samhengi milli ólympíuhugsjónarinnar eða öllu heldur ólympismans5) og nefndra hugsjóna, sem mannúðlegt inntak ólympíu- hugsjónarinnar leiðir af sér. Ólympíufáninn, sem Coubertin gerði sjálfur og var í fyrsta sinn notaður á Ólympíuleik- unum 1920 i Antwerpen, er mjög skýrt dæmi um þetta samhengi. Hinir fimm mislitu og samanslungnu hringir hans tákna álfurnar, sem ólympíu- hugsjónin sameinar. Hinn hvíti grunnlitur hans, litur friðarins, gerir fánann að æðra einingartákni. í þessu sam- bandi er rétt að taka það fram, að ólympíufáninn segir ekkert til um inntak ólympíuhugsjón- arinnar, vegna þess að hann er tákn ólympismans en ekki bara ólympíuhugsjónarinnar. Coubertin gerði sér lengi vel ekki ljósa grein fyrir þessu samhengi, sem hér um ræðir, en i ræðu sem hann hélt i Róm árið 1923 á þingi Alþjóða- ólympiunefndarinnar sagði hann: „Að þjóna henni (þ. e. ólympiuhugsjóninni) og út- breiða hana er og hefur verið verkefni CIO (Alþjóðaólympíu- nefndarinnar). Þegar starf hennar hefur haft giftusamleg áhrif á alla, þá mun friður ríkja, betur tryggður en með skilyrðum og samningum eða með hinu hættulega jafnvægi óttans“.e) Hugsunin að baki þessum orðum Coubertins er sú, að for- senda friðar í heiminum sé að ólympiuhugsjónin verði gerð að veruleika í öllum heiminum, og Coubertin ætlaði Alþjóðaól- ympíunefndinni það hlutverk að skapa þessa forsendu, m. a. með hjálp Ólympíuleikanna. Ef til vill ímyndaði Coubertin sér að friðsamleg íþróttakeppni milli einstaklinga, þar sem all- ir njóta sama réttar og sömu virðingar án tillits til þjóðemis, kynþáttar eða trúar- og stjórn- málaskoðana, gæti verið valda- mönnum þjóða gott fordæmi í samskiptum milli þjóða. Þessar hugmyndir Coubertins eru vissulega góðra gjalda verðar. Þær sýna berlega hversu mikill friðarsinni hann var. Sá hængur er hins vegar á þeim, að þær eru óraun- hæfar. Það hefur saga Ól- ympíuleika nútímans sýnt. Ólympisminn megnaði ekki að koma í veg fyrir tvær heimsstyrjaldir, og hann hef- ur ekki heldur komið því ástandi á í heiminum að friður ríki. Auk þessa er það heldur kaldhæðnislegt, að einmitt Ól- ympíuleikarnir, sem Coubertin ætlaði að undirbúa friðsama tíma, skuli hafa verið notaðir til þess að dylja stríðsfyrirætl- anir og annan óhugnað heims- valdastefnunnar. Þessar ó- raunhæfu skoðanir Coubertins stafa af því, að hann skorti skilning á hlutlægum lögmál- um þjóðfélagsþróunar, og eins og margir borgaralegir upp- eldisfrömuðir taldi hann að ráða mætti bót á flestum vandamálum með þvi að breyta uppeldinu. Þess vegna skildi hann ekki, að forsenda friðar i heiminum liggur í breyttum þjóðfélagsháttum, og þar af leiðandi ekki heldur, að tengja þarf friðarbaráttuna við bar- áttuna gegn heimsvaldastefn- unni. Þetta nægir aftur á móti enganveginn til þess að áfellast Coubertin né heldur nægja nei- kvæðar hliðar á sögu Ólympíu- leikanna til þess að hafna þeim. Sannleikurinn er sá, að Ólympíuleikamir hafa eflt friðarbaráttuna í heiminum, og ólympisminn er raunar hluti friðarhreyfingar heimsins. Þetta er í dag berlegra en nokkru sinni fyrr, eins og sést á því að sama merking er lögð í ólympíuhugsjónina og hug- sjón friðar og þjóðavináttu. Ingimar Jónsson 1) Við samantekt þessarar greinar er einkum stuðzt við greinina „Zu einigen Problemen des modernen Olympismus" eftir Prof. Wolfgang Eichel, sem birtist í Wissenschaftliche Zeitschrift der DHfK, 1959/ 1960, 2. hefti. 2) Coubertin, Pierre de: Une Campagne de vingt-et-un ans (1887—1908). París 1908, bls. 214. Tilvitnun úr: W. Eichel: Zu einigen Problemen des modernen Olympismus. í Wiss- enschaftliche Zeitschrift der DHfK, 1959/1960, 2. hefti, bls. 127. 3) Coubertin, Pierre de: Olym- pische Erinnerungen. Berlin 1936, bls. 24. Tilvitnun úr W. Eichel, sjá ofar, bls. 128. 4) Úr ræðu Coubertins á þingi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Róm 1923. Tilvitnun úr W. Eichel, sjá ofar, bls. 129. 5) Heildarhugtak sem Coubertin notaði yfir ólympíuhreyfing- una. 6) Úr ræðu Coubertms, sjá ofar. Tilvitnun úr W. Eichel, sjá of- ar bls. 129. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.