Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 38
ungarsamningar, eru ekki öll kurl komin til grafar. Áriö 1969 var i Vín gerö sér- stök samþykkt, sem m. a. fjallaði um meðferð nauðungarsamninga. í þessari samþykkt er kveðið miklu skýrar á um, hvað sé nauðung og hvað ekki. f Vínar- samþykktinni segir orðrétt í 52. grein: „NAUÐUNG GAGNVART RÍKI í FORMI VALDBEITINGAR EÐA HÓT- UNAR UM VALDBEITINGU. MiIIiríkjasamningur er ógildur, ef stuðlað hefur verið að gerð hans með valdbeitingu eða hótun um valdbeit- ingu í andstöðu við meginreglur þjóða- réttar samkvæmt sáttmála Samein- uðu þjóðanna.“ Geti þessi samþykkt gilt um samninga íslands við Breta og V-Þjóðverja 1961, er augljóst, að þeir voru hreinir nauðungar- samningar, einnig i þjóðréttarlegum skilningi. Og við íslendingar hljótum að leggja alla áherzlu á, að svo sé, í áróðri okkar. Hins vegar megum við vel búast við þeim andáróðri, að þessi samþykkt geti ekki gilt um samningana frá 1961, þar sem þeir hafi verið gerðir 8 árum áður en lagaregla þessi var samin, og að Bretar og V-Þjóðverjar hafi því verið í fullum rétti til að beita sínum aðferðum til að þvinga ísland til samkomulags. Gegn þessum áróðri verðum við að brynja okkur. Sjálfkrafa ógildur samningur Það er nægilegt fyrir okkur að benda andstæðingum okkar á, hvernig hugtakið „samningur" er skilgreint á lögfræðileg- an máta. Samningur tveggja aðila um tiltekið vandamál eða deiluefni er fólginn í því, að aðilarnir ná um það samkomu- lagi, sem byggist á því, að þeir leggi báðir eitthvað af mörkum til lausnar deiluefninu. Ef við setjum samningana um land- helgismálið 1961 inn i þessa skilgrein- ingu, kemur í ijós, að það sem Bretar og V-Þjóðverjar lögðu af möikum var við- urkenning 12 mílna landhelginnar við ísland. Framlag íslands var hins vegar: a) 3 ára aðlögunartími brezkra og vest- ur-þýzkra togara, b) að skjóta mætti frekari hugsanlegri útfærslu íslenzku landhelginnar til Haag-dómstólsins. Sú staðreynd, að allir málsaðilar skrif- uðu undir samningana í þessu formi, er staðfesting á því, að framlögin voru á- litin jafngild, — íslendingar töldu sig leggja jafn mikið af mörkum og Bretar og V-Þjóðverjar. Þrem árum síðar, eða árið 1964, hafði ísland lokið öðru framlagi sínu, þ. e. aðlögunartímanum fyrir brezku og vest- ur-þýzku fiskiskipin. Um likt leyti eða litlu síðar varð 12 mílna landhelgin al- mennt viðurkennd á alþjóðavettvangi. Nú er svo komið, að öll strandríki eru talin hafa rétt til minnst 12 mílna fisk- veiðilögsögu. Meira að segja Bretar hafa fært landhelgi sína út i 12 mílur. Það er því ljóst, að framlag Breta og V-Þjóð- verja til samninganna frá 1961 er orðið að engu, — fallið brott. Af þvi sem um var samið stendur ekkert nema réttur Breta og V-Þjóðverja til að skjóta frek- ari útfærslu til Haag-dómstólsins. Samn- ingurinn frá 1961 er því skv. þessari lög- fræðilegu skilgreiningu ekki lengur samn- ingur, þar sem aðeins einn aðili leggur eitthvað af mörkum. Þegar svo er komið, á samningurinn sjálfkrafa að vera fall- inn úr gildi. Uppsögn annars aðilans átti ekki einu sinni að þurfa til. Samningurinn var ekki óupp- segjanlegur í samningunum frá 1961 var ekkert á- kvæði um uppsögn þeirra. Segja má, að einmitt sú staðreynd hafi gert þá hvað neikvæðasta fyrir okkur. í samskiptum okkar við hinar stærri þjóðir hljótum við alltaf að verða að gæta þess að láta ekki binda okkur i neina fjötra, sem við getum ekki losnað úr. En þótt þessi hrapallegu mistök hafi verið gerð, er ekki þar með sagt, að málið sé um aldur og eilífð glatað. í þjóðarétti eru ekki til fastar reglur um uppsagnir millirikjasamninga, sem ekki hafa i sér ákvæði um uppsögn. En slikir samningar hafa oft verið gerðir, og fráleitt er að ætla, að þeir skuli gilda til eilífðarnóns. Þess vegna hafa hér skap- azt alþjóðlegar lögvenjur, sem miða verð- ur við. íslenzka ríkisstjórnin valdi þá venju, sem algengust hefur verið síðustu árin, nefnilega 6 mánaða uppsagnarfrest. Uppsögn þessara samninga var því fylli- lega í samræmi við það, sem tíðkazt hef- ur i viðskiptum ríkja á þessu sviði. „Finnbogavizka“ Finnbogi Rútur Valdimarsson heldur þvi fram i greinargerð sinni um þetta mál, lagðri fram í landhelgisnefnd 26. apríl s. 1., að samningarnir frá 1961 séu óuppsegjanlegir, þar sem báðir samnings- aðilar hafi til þess ætlazt. Af því, sem að framan sést, er ég á gjörsamlega and- stæðri skoðun. Auk þess má bæta því við, að hér var um að ræða pólitíska samninga, og það hlýtur að teljast ótækt, að hugarfar eins hóps stjórnmálamanna geti bundið hendur þess næsta. Þótt svo væri, að ríkisstjórn Bjarna Benediktsson- ar hafi árið 1961 haft þetta í huga, er ómögulegt á því herrans ári 1973 að halda því fram, að ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar, sem auk þess samanstendur af öðrum stjórnmálaöflum, hljóti að vera bundin af því. — Og ofar hugarfari mislitra stjórnmálamanna hljóta þjóð- réttarreglur að standa, a. m. k. þegar um er að ræða mál eins og deilu okkar við Breta og V-Þjóðverja. Málskot Breta Bretar og V-Þjóðverjar skjóta útfærslu Brezkir sjóliðar haja orðið að sýna mikla þolinmœði og sjálfstjórn í þorskastríðinu, seg- ir í texta með þessari dönsku teiknimynd, en sjálfur texti hennar hljóðar svo: „Leyfðu okk- ur nú að skjóta bara einu tundurskeyti að þeim. Þegar allt kemur til alls, eru þeir nœst- um komnir útúr NATO!“ íslenzku landhelginnar til Haag með því að vísa til ákvæðisins i samningunum um, að þeir hafi rétt til að leggja undir dóm Alþjóðadómstólsins alla frekari út- færslu landhelginnar. Þeir neita og að taka mark á uppsögn íslendinga á samn- ingunum, þar eð ekkert í þeim sjálfum geri ráð fyrir þeim möguleika. Ég þykist hér á undan hafa gert grein fyrir því, að þetta málskot sé ekki samrýmanlegt alþjóðlegum rétti og lögvenjum. Haag- dómstóllinn hefur því ekki rétt til að taka þetta mál til meðferðar, — hefur ekki lögsögu yfir því. Ég skal og benda á fleiri atriði, sem styðja það álit, að umboð dómstólsins til að dæma í þessu máli sé ekki til. Lögleysa Haag-dómstólsins Þjóðaréttur byggist á allt öðrum for- sendum en annar réttur, t. d. persónu- réttur o. þ. h. Meðan hið síðamefnda er grundvallað á lögum, settum af löggjöf- um (t. d. þingum) hinna einstöku þjóða, byggir þjóðarétturinn i meginatriðum á samkomulagi milli þjóðanna. Hann gild- ir ekki fyrir aðrar þjóðir en þær, sem vilja samþykkja að leggja mál sín undir hann. Hver einstök þjóð verður að lýsa því yfir, að hún gerist aðili að hverju einstöku ákvæði, sem upp er tekið í þjóða- réttinum, til þess að hægt sé að leggja mál hennar undir þau ákvæði. í samræmi við þessar meginreglur ber Alþjóðadómstólnum í Haag að starfa. Hann hefur ekki lögsögu yfir neinu máli, nema tveim skilyrðum sé fullnægt: 1) að til séu alþjóðleg lög eða sam- þykktir eða víðtækar löghefðir eða lögvenjur, sem gilt geti um viðkom- andi mál, — 2) að allir málsaðilar samþykki að leggja mál sitt undir úrskurð hans. Hvorugu þessara skilyrða er fullnægt í landhelgisdeilu okkar við Breta og V- Þjóðverja. Engin alþjóðalög eru til, sem meina okkur að segja upp samningunum við Breta og V-Þjóðverja, — né sem meina okkur útfærslu landhelginnar. Hefur engum löglærðum manni tekizt að benda á það í sambandi við þetta mál, svo að mér sé kunnugt. Að vísu er til forn og löngu úreltur réttur frá því um 1700 um 3 milna landhelgi (það var mið- að við venjulega drægni fallbyssna, sem var um 3 sjómílur), en öllum er ljóst, að sú lagasetning er löngu fallin úr alþjóð- legri notkun og gildi. En hitt skiptir enn stærra máli, að ís- lendingar hafa ekki samþykkt, að málið 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.