Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 41
Á Heiðaharmi byrjaði hann vorið 1939 en lauk ekki við hana fyrr en heima á Skriðuklaustri. Síðar hætti hann við að telja hana með i þessum sagnabálki og ætlaði henni að vera upphaf að nýjum flokki er átti að heita Lægð yfir íslandi, og gefur höfundur þá skýringu að „áður en sögunni væri að fullu lokið var heim- ur sá, er hún var við tengd, hruninn til grunna og ósýnt um endurreisn“. Síðar breytti hann um nafn á þessum flokki og kallaði Urðarfjötur og var Sálumessa þar önnur bók, en hún kom út 1952. En þessir flokkar höfundar sjálfs segja litið til um áfangana á rithöfundarferli hans, þar sem dýpri spor eru mörkuð, og falla ekki einu sinni saman við þá. Það eru jafnt persónulegir sem heimssögulegir atburðir sem þáttaskilum valda í verk- um skáldsins, og miklu fremur en einhver ásetningur hans um ákveðin viðfangs- efni, enda væri þá minna um firn og feiknstafi í bókum hans en raun ber vitni. Áfangar Pyrsti áfanginn á rithöfundarbraut Gunnars er Borgarættin er færði honum sigur eftir allstranga baráttu sem ung skáld verða oft að heyja. Skáldið lifir þar í innra heimi heitra ástríðna en frið- þæging og sátt lægir öldurótið í sögulok og tilgangur lifsins helgast af því að það grundvallist á hinu góða og grói i friði. Sagan er skrifuð árin á undan heimsstyrjöldinni fyrri. Annar áfangi hefst með Ströndinni þegar styrjöldin hefur farið eins og hvirfilbylur um hug skáldsins og hrært hann til grunna og vakið sárustu efasemdir. í kjölfar Strand- arinnar fylgja Vargur í véum og Sælir eru einfaldir. Þriðji áfanginn er Kirkjan á fjallinu, samin á árunum 1923—1928, þar sem upp stígur í vitund skáldsins „nýtt og óvænt fsland", svo að tekin séu upp orð Ugga sem ekki geta sannari verið, um leið og mannlífið allt birtist höfundi í nýju ljósi. Kirkjan á fjallinu er einnig óbeint svar til þeirra sem álösuðu Gunnari fyrir að hafa „gleymt íslenzkum staðháttum", eins og hann víkur að i eftirmála sögunnar. Enn verð- ur nýr áfangi með Jóni Arasyni, í miðj- um sagnabálkinum úr sögu íslands, þar sem að dómi Jóhanns Jónssonar eru horf- in í skuggann þau vandamál skáldsins er leiddu af aðstöðu hans sem rithöfundar á danska tungu, og ísland fellur orðið með eðlilegum hætti inn í mynd hans af heiminum. Og loks er áfanginn sem hefst með heimsstyrjöldinni síðari og komu Gunnars aftur heim til íslands, eftir að heimurinn sem hann lifði í áður var að dómi hans „hruninn til grunna og ósýnt um endurreisn". Heiðaharmur, Sálumessa og Brimhenda fylgja þeim tíma. Utan við þessa greiningu, sem markast einkum af djúptækum ytri á- hrifum á innra líf og hugsun skáldsins, falla verk þar sem honum er hugléttara og listin fær frjálsari leik, upphefur feiknstafi lifs og dauða í upphæðir skáld- skaparins, eins og i Vikivaka sem látinn er taka mynd af samnefndum kvæðum og dönsum, eða þar sem glíman' við höfuðskepnurnar í Aðventu hleður sög- una skáldlegri orku og umbreytir henni í sigursæla listræna iþrótt. Einnig má nefna Blindhús, hina einföldu mynd hverfandi ævidaga, og söguna Drenginn frá árinu 1917, hið ljúfsára ævintýri sem streymir svo eðlilega fram úr upprunans lindum. Ein og sama undiralda Þegar litið er yfir skáldrit Gunnars Gunnarssonar í heild og reynt að gera sér grein fyrir þeim, þá liggja þar dulin djúp sem ekki er auðvelt að kanna en hljóta að draga athyglina að sér. Eftir greiningunni hér að framan mætti ætla að verk skáldsins væru ólík jafnt að inni- haldi sem gerð, og að sönnu eru þau margbreytileg og miklar sviptingar í þeim, en þegar grandskoðað er kemur þó í ljós að undiraldan í þeim öllum er ein og hin sama. Eins og nærri má geta um svo mikinn skáldsagnafjölda koma þar fyrir ótal persónur, og ekki höfuð- persónur einar heldur fjölmargar auka- persónur bera hver sín séreinkenni og lit- rik blæbrigði, verða beinlínis lifandi fyrir augum manns, en eru þó í raun allar sama eðlis. Eins eiga öll verk Gunnars sameiginlegt að það býr í þeim einhver stríður örlagaþungi, jafnvel hvað létt sem getur verið yfir sumum þeirra, eins og dulmáttug undiralda. Það er eins og eitthvað ofurþungt hvíli á höfundi, oft af ytra tilefni, en jafnframt komið djúpt innan að. Hann er með hverju verki að bjarga sér úr lífsháska, og það gerir hann einmitt að því mikla skáldi sem hann er. En þar með er ekki sú gáta ráðin hvaðan þessi lífsháskakennd er upp runnin. Er honum rithöfundarstarfið svona þung- bært, kostar hvert verk hann slíka á- reynslu að liggi við örvæntingu af þeim sökum? Það gæti ef til vill átt heima um fyrstu verk hans, meðan hann var að berjast fyrir lífi sínu sem rithöfundur. Og hverju alvarlegu skáldi er að sönnu hvert verk örlagaglíma. En ekki tel ég að í þessu sé að leita fullrar skýringar. Orsökin liggur áreiðanlega dýpra og er inngrónari i aðstæðum og uppruna skáldsins. Annað dularkyns i skáldritum Gunnars er sú sektartilfinning sem mörg þeirra eru haldin af. Hvaðan er höfundi, jafn barnslega saklausum í eðli sínu og háttum, slík tilfinning komin, manni sem ekki vill í neinu vamm sitt vita? Er hér aðeins um skáldlega innlifun að ræða í viðfangsefni sem hann tekur sér, eins og tam. í Svartfugli? Ekki hef ég trú á því að svo sé eingöngu, til þess er sektar- kenndin alltof djúprætt og örlagaþrung- in. Og oft er hjá persónunum samrunnin henni, og líka eins og frá innstu rótum, samábyrgðartilfinning með öllum mönn- um og allri tilveru. Er rétt, áður en lengra er haldið og farið að draga einhverjar ályktanir, að finna þessum orðum stað í verkum skáldsins. Borgarættin Þegar i Borgarættinni er höfuðpersón- an þar, Ketill Örlygsson, siðar i sög- unni Gestur eineygði, látinn hlaða á sig ofboðslegri sök og fremja þyngstu af- Fyrsta Vjósmynd sem tekin var af Gunnari Gunnarssyni. brot. Hann tekur unnustuna af bróður sínum, ber út grunsemdir um föður sinn og ákærir hann síðan af prédikunarstóln- um fyrir verknað sem hann hafði sjálfur framið, laug í sjálfum prestsskrúðanum frammi fyrir söfnuðinum. Sökin gat ekki þyngri verið: Hann hafði óvirt ástina, „óvirt lífið, hið heilaga líf“, óvirt guð. Faðir hans kemur upp um hann, gengur upp að prédikunarstólnum og hrópar til hans: „Bölvaður sért þú, þar til sál þín geymir ekki annað en iðrun og kærleik”. Nú stóð Ketill einn uppi, „hvers manns andstyggð og athlægi, ekki einu sinni hundur vildi lita við honum“. Hann breytir um nafn, kallar sig Gest, bætist síðar auknefnið eineygði, á- stundar kærleiksverk svo að orð fer af, og eftir fjölmörg ár hraknings og yfirbót- ar leitar hann öldungur aftur i sveit sína, þar sem enn lifir í minni hinn for- dæmdi séra Ketill. Á bæ einum í átthög- unum, þar sem Gesti eineygða er fagn- að með innileik, vogar hann sér að spyrja: „Var ekki einu sinni hér i sveit prestur, séra Ketill að nafni?“, svarar konan: „í mínum húsum má enginn nefna nafn þess rnanns". Ormar bróðir hans hafði ekki getað hugsað sér að fyrirgefa hon- um. „Að fyrirgefa honum væri að gera sig samsekan í glæpum hans“. En þegar Gestur eineygði kom loks fárveikur heim að Borg og Ormar þekkti bróður sinn, þá „streymdu hugsanirnar að heila og til- finningarnar að hjarta hans svo ört, að hann gat vart greint þær“: „Þessi gamli maður, þessi bæklaði beiningakarl í tötr- um var bróðir hans, presturinn fyrrver- andi, — prestdjöfullinn . . . Og allt i einu opnuðust augu hans: Hann sá og skynj- aði hefnd og fyrirgefning lifsins sjálfs, lífsins eigin vægðarlausu refsing á þeim, sem gerzt hafa brotlegir við lög þess. Hatur hans eyddist í einu vetfangi“. Bogi tilfinninganna er spenntur hátt og færa má til skýringar að Borgarættin sé unglingsverk. En er það veruleg skýring? Svartfugl Annað verk frá fullorðinsárum skálds- ins, Sva^tfugl, tekur sök og afbrot miklu fastari tökum og rækilegar til meðferðar, og úr hvorugu dregið. Það orð kemst á 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.