Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 18
CITIUS — ALTIUS — FORTIUS Dr. Ingimar Jónsson: Ólympíuhugsjónin11 Síðan 1936 hefur ólympíueldurinn verið kveiktur í Ólympíu hinni fornu, og síðan hlaupið meö kyndilinn til Ólympiuleikanna. Þessi mynd var tekin í Ólympíu sumarið 1960. Á Ólympíuleikunum í Helsinki 1952 unnu Zatopek-hjónin, Dana og Emil, samtals 4 gullpeninga, hún jyrir spjótkast, hann fyrir 5 og 10 km. hlaup og maraþonhlaup, og var það í fyrsta sinn sem sami maður vann öll þessi hlaup. Eftir Ólympíuleikana í Miin- chen fyrir ári urðu margir til þess að draga gildi Ólympíu- leikanna í efa og spá nálæg- um endalokum þeirra. Helztu rökin fyrir þessum spádómum voru þau, að Ólympíuleikarnir hefðu misst gildi sitt þar sem þeir færu ekki lengur fram í anda þeirrar hugsjónar, sem í öndverðu var höfð að leiðar- ljósi og leikarnir byggðust á. Þátttakan væri núorðið ekki lengur aðalatriðið, heldur það að bera sigur úr býtum. Áhuga- mennskunni væri ekki heldur til að dreifa, þar sem allflestir keppendur hefðu iþróttir að atvinnu, og í stað drengilegrar keppni milli einstaklinga væri komin harðvítug barátta milli þjóða, einkum stórþjóðanna, um sigra og verðlaun. Smá- þjóðir hefðu því lítið erindi á leikana. Þessi samkeppni stór- þjóðanna og sú virðing sem sigurvegurum væri sýnd gerði auk þess ekki annað en að kynda undir þjóðarrembingi og stórveldamikilmennsku. Slíkir dómar, sem oftast eru byggðir á misskilningi eða hreinum fjandskap í garð Ólympíuleikanna,, eru ekki nýir af nálinni. Þeir hafa fylgt þeim svo að segja frá upphafi. En Ólympíuleikarnir standa enn, og varla er ástæða til að efast um framtíð þeirra, því það er fjarri lagi að þeir eða sú hugsjón, sem að baki þeim liggur, ólympíuhugsjónin, hafi misst þýðingu sína. Þvert á móti mætti segja að þýðing þeirra væri meiri nú en nokkru sinni fyrr, einfaldlega vegna þess að ólympíuhugsjónin er nátengd hugsjónum friðar og þjóðavináttu, og hlutverk Ól- ympíuleikanna að vinna þess- um hugsjónum fylgi og gera þær að veruleika. En vissulega eiga Ólympíu- leikarnir við erfiðleika að stríða, og margar hættur steðja að þeim nú sem endranær. Sú nefnd sem fer með æðsta vald í málefnum Ólympíuleikanna, Alþjóðaólympíunefndin, er ekki alltaf starfi sínu vaxin, og inn- an hennar ríkja úreltar skoð- anir. Bissnessmenn hafa Ól- ympíuleikana að féþúfu og setja með því leiðinlegan svip á þá. Þess vegna hvílir sú á- byrgð á herðum íþróttafólks um heim allan að vernda Ól- ympíuleikana og tryggja að þau vandamál, sem við er að etja, verði þeim ekki að fjörtjóni. íslenzkt íþróttafólk er ekki undanskilið hvað þetta snertir. Það þýðir hins vegar, að það verður að gera sér betri grein fyrir ólympíuhugsjóninni en hingað til og leggja meiri rækt við hana ef það ætlar sér að gegna þessari skyldu. Inntak ólympíuhugsjónar- innar Hvert er inntak ólympíuhug- sjónarinnar? Þegar reynt er að svara þessari spurningu, liggur beinast við að leita til þess manns, sem mestan þáttinn átti í því að koma Ólympíu- leikunum á legg, Pierre de Coubertins. Hann hefur öðrum fremur mótað inntak ólympíu- hugsjónarinnar og reyndar alla framkvæmd Ólympiuleikanna. í þessu sambandi er nauð- synlegt að gera sér grein fyrir, að Coubertin var ungur að ár- um þegar fyrstu Ólympíuleik- arnir voru haldnir og skoðanir hans ekki fullmótaðar hvað ól- ympíuhugsjónina áhrærir. Það sem upphaflega vakti fyrir honum með endurnýjun Ól- ympíuleikanna var einungis að ná fram endurbótum á hinu borgaralega uppeldi með hjálp íþrótta og líkamsuppeldis, líkt og margir aðrir uppeldisfröm- uðir höfðu reynt á undan hon- um. Ólympíuhugsjónin var því í augum Coubertins fyrst og fremst uppeldishugsjón með hinn alhliða fullþroskaða per- sónuleika að markmiði. Fyrir- mynd Coubertins var uppeldis- hugsjón Forn-Grikkja: kalako- gaþía. í ræðu sem Coubertin flutti i London 1908, meðan á fjórðu Ólympíuleikunum stóð, skýrði hann inntak ólympíuhugsjón- arinnar á þessa leið: „Ólympíu- hugsjónin er í okkar augum áætlun um ákafa vöðvaþjálf- un (Muskelubung — aths. I. J.), sem byggist annars vegar á drengskap — þér kallið það hér svo hnitmiðað fair play — og hins vegar á fagurfræði, dýrkun hins fagra og geð- fellda.“2) Með hinni áköfu vöðvaþjálf- un á Coubertin við keppnis- íþróttir (aþletisma), og það fer ekki á milli mála að hann leit á þær sem aðaldriffjöður ólympíuhugsjónarinnar. Hon- um var ljóst, að keppnisíþróttir stefndu, samkvæmt eðli sinu, að framförum og héldu á loft merki líkamlegrar getu hverju sinni. Þess vegna vildi Cou- bertin líta á einkunnarorð Ól- ympíuleikanna, „Citius, altius, fortius" (hraðar, hærra, sterk- ar), sem kjörorð keppnis- íþrótta. Coubertin gerði sér hins vegar vel grein fyrir því, að keppnisíþróttir gætu auð- veldlega farið út í öfgar, að sú hætta væri fólgin í þeim sjálfum. Þessari hættu yrði því að bægja frá. Það væri hægt að gera með því að hafa stjóm á keppnisíþróttum. Það er ein- mitt eitt af aðalhlutverkum ól- ympíuhugsjónarinnar. Hún gerir það á þann veg að leggja siðferðilegt mat á íþrótta- afrek, og þetta mat styðst við drengskap og riddaramennsku. Drengskapurinn er fólginn í því að virða leikreglur og í þeim skilningi að í ólympískri keppni sé ekki aðalatriðið að hafa sigrað, heldur að hafa gert sitt bezta. Riddaramennskan hins vegar, sem keppendur leggja áherzlu á með handtáki sínu fyrir keppni, gerir kröfur til að jafnvel hin harðasta keppni fari fram í anda vináttu og gagnkvæmrar hjálpsemi. Nátengt þessu hlutverki ól- ympíuhugsjónarinnar er ann- að hlutverk hennar, sem að á- liti Coubertins er það að gefa keppnisíþróttum fagurfræði- legt gildi. Þetta þýðir að ól- ympíuhugsjónin skipar íþrótt- um við hliðina á listum og vís- indum. Coubertin vildi og lagði áherzlu á, að listir ættu að göfga íþróttir og hefja þær til æðra veldis. Þetta hafði hann í huga þegar hann kom á keppni í listgreinum á Ólympíuleikun- um. Og sami tilgangur liggur að baki hátíðleik setningar- og lokaathafnar Ólympíuleikanna, sem hefur hrífandi áhrif á keppendur og áhorfendur og gerir um leið íþróttakeppni að 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.