Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 54
Haraldur Jóhannsson: Siðmenningin í Sumer I. Upphaf borgarsiðmenningar í Suður-Mesópótamíu, sem á máli íbúa hennar hét þá Súmer, höfðu risið upp borgir undir lok fjórða árþúsundsins f. Kr., þar sem þorp og litlir bæir höfðu staðið þúsund árum áður. Borgarsamfé- lög þessi voru knýtt saman trúarlegum og félagslegum böndum, fremur en ætt- artengslum, og grundvölluð á félagsnytj- um náttúrugæða og hárri verkmenn- ingu: samfélagsræktun jarðarinnar; gerð áhalda úr málmum sem steini og tré; samræmingu atvinnulegrar og félagslegr- ar starfsemi; ritlist og skráningu stjórn- sýslugagna. Enn verður ekki úr því skorið, hvort nýr þjóðflokkur hefur tekið sér bólfestu í Suður-Mesópótamíu á því skeiði, þegar Ubaíd-menningin rann skeið sitt á enda og borgarsiðmenningin hófst í Súmer. Hvort sem svo hefur verið eða ekki, mun borgarsiðmenningin hafa verið afsprengi gömlu þorps- og bæjarsamfélaganna í Suður-Mesópótamíu. Trúarsiðir, samfé- lagsskipan og byggingarlist hvorra tveggja bera sama ættarmót. Áveiturækt- un var grundvöllur borganna sem bæj- anna og þorpanna áður fyrr. Akrarnir, sem vatni var á veitt, báru ríkulega upp- skeru. Að öðrum störfum en bústörfum gátu þess vegna gengið ekki aðeins fá- einir menn, heldur allmargt manna, starfshópar eða starfsstéttir. Og atvinnu- legri sérhæfing manna fylgdi aukin starfsleikni. Þroskun trúarsiða og trúarhugmynda landsmanna virðist, jafnframt áveitu- ræktuninni, hafa verið aflgjafi og jafn- vel skilyrði þeirrar félagslegu framvindu, sem borgirnar báru vitni. Sem þorps- og bæjarsamfélögin áður fyrr risu borgirnar upp kringum musteri, sem voru horn- steinar atvinnulífs þeirra ekki síður en trúarlífs. „Borgin myndaði stjórnarfars- lega einingu; samfélag musterisins mynd- aði atvinnulega og félagslega ein- ingu.“!) II. Framleiðsluhættir Allir voru landsmenn meðlimir sam- félags musteris eða safnaðar. Þeir nefnd- ust menn þess guðs, sem musteri þeirra var helgað, og skiptust upp í gildi til starfa í þágu musterisins. Á vegum gild- anna gegndu þeir líka herþjónustu.2) „Af starfsskýrslum, sem fundizt hafa við Telloh (Lagash) og Fara (Shurup- pak), verður þannig ráðið, að öllu vinn- andi fólki i borgum þessum hafi verið skipað í og skráð í gildi, sum hver að sjálfsögðu mjög smá ... Kaupmenn og handverksmenn, sem skipulagðir voru að áþekkum hætti, unnu að nokkru leyti fyrir borgarbúa og að nokkru leyti fyrir musterin, þótt verzlun við önnur lönd lyti algerlega forsjá hinna síðarnefndu. Með rekstri ríkisins fylgdist skari ritara, umsjónarmanna, eftirlitsmanna, for- sagnara og annarra sýslunarmanna, en fyrir verkum sögðu stallari (nubanda) og ráðsmaður (agrig), er lutu leiðsögn æðsta prests musteranna (sangu)."3) Að einu gildinu eða starfshópnum stóðu hermenn, en þeir voru tvenns konar, spjótberar og skjaldberar. III. Jarðyrkja og ábúð í öndverðu að minnsta kosti heyrði landið til musterum í reynd, en guðum i orði kveðnu. Til afnota var landinu skipt i þrennt. Að ræktun eins hlutans, lands guðsins, vann allt samfélagið. Öðr- um hlutanum var starfsmönnum must- eranna úthlutað í misstórum jarðarskik- um að settum reglum. Starfsmenn must- eranna, sem ekki unnu að jarðyrkju, hlutu þannig akurspildu sér til viðurvær- is. Þriðji hlutinn var íbúunum leigður gegn uppskeruhluta, sem nam frá átt- ungi til þriðjungs. Leigðu jarðskikarnir voru einnig misstórir, en engar heimildir eru um stórjarðir á upphafsskeiði sið- menningarinnar í Súmer. „Þar sem borgarbúar töldu guð sinn fara með fullveldi samfélags síns, voru þeir allir jafnir í þjónustu hans. í reynd fólst þjónusta þeirra í samvinnu, sem ítarlega var sagt fyrir um. Musterið lagði til útsæði, dráttardýr og áhöld til að yrkja almenninginn; háir og lágir unnu ár hvert á „ökrum guðsins", og viðhald dýkja og skurða var þeim kvöð, „corveé.“ Presturinn, sangu, sem var fyrir samfé- lagi musterisins, setti menn til verka að samfélagsstörfum. Fyrir sjónir kom hann sem umboðsmaður guðsins, og honum til aðstoðar var stallari, nubanda, sem hafði umsjón með vinnu, forðabúrum og stjórn- sýslan. Birgðir korns, sem upp höfðu hlaðizt, voru ekki einvörðungu ætlaðar til útsæðis né hafði presturinn þær einvörð- ungu til ráðstöfunar til fórnfæringa og til viðurværis starfsliði musterisins .... afrakstur samfélagsvinnunnar rann að hluta aftur til borgarbúa sem framlög af byggi og ull, sem úthlutað var reglu- lega, og aukageta á hátiðum.“4) Bygg var helzta korntegundin og síðan spelti og hveiti. Uxum og ösnum var beitt fyrir plóga. Af ám og geitum fékkst mjólk og ull. Auk akra og haga áttu musterin tágviðarrunna, skógarspildur og döðlu- pálma. Þá voru ræktuð fíkjutré og önnur ávaxtatré, vinviður og berjarunnar. í eplatrjágörðum var blint fólk að störfum. IV. Iðnmenning Að borgarsiðmenningunni hneig einnig aukin verkþekking. Málmvinnslu hafði undið fram, kerhjólið verið upp fundið og sivalnings-innsigli innleidd. Ríkuleg uppskera áveittra akra lagði til viður- væri margs konar handverksmönnum, málmsmiðum, trésmiðum, súturum, ker- smiðum, steinhöggvurum og jafnvel myndhöggvurum. Allmargir munir úr málmi hafa verið grafnir upp úr rústum borganna í Súmer, en nær engin verkfæri málmsmiða. Verk- þekking þeirra verður þannig aðeins ráð- in af fullunnum munum. „Koparsmið- irnir höfðu komizt upp á lag með að blanda kopar með blýi til að færa niður brennslumarkið og steypa málma cire perdue, en engar minjar eru um tin- brons.“8) Silfur var numið og unnið. Spjótsoddar voru einatt úr málmi, þótt örvaroddar væru enn úr tilhöggnum hörðum steini. Margs konar munir voru smíðaðir úr tré, áhöld ýmiss konar, plóg- ar og amboð, og síðast en ekki sizt bátar. Úr skinni eða leðri voru aktygi og belgir undir mjólk og mjöð. Verkfæri hand- verksmanna voru í eigu musteranna. Sívalnings-innsiglin, sem komið höfðu í stað stauts-innsiglanna gömlu, voru ýmist úr allnærtækum steini eða úr all- dýrum steini. Á sívalningana voru graf- in mynstur, sem fram komu, þegar þeim var rúllað yfir votan leir. Með þvi móti var varningur merktur og fangamörk manna skráð. Notkun kerhjólsins hafði í för með sér fjöldaframleiðslu leirkera. Margir leir- ofnar hafa verið grafnir upp. Kerhjólið mun ennfremur hafa orðið fyrirmvnd hjóla undir vagna og kerrur. Heimildir um farartæki á hjólum hafa þó ekki fundizt frá þessu tímabili, heldur eru e'ztu heimildir um þau lítið eitt yngri. „Öll voru þau á hjólum í heilu lagi, að þvermáli frá 0,5 m ... til 1,0 m ... og voru þau felld saman úr þremur borðum, negldum saman með trénöglum, og ef til vill á hjólbörðum úr leðri, áfestum með koparnöglum. Höfuð nagla, sem standa niður (úr hjólum), eru vendilega sýnd á likönum og á máluðum myndum, þar sem þau birtast sem litlir stautar og voru án efa slitfleti hjólanna til verndar “°) Ux- um og ösnum var beitt fyrir vagnana. Bátar voru enn sem fyrr helztu sam- göngutækin. Musterin bera leikni steinsmiðanna vitni. Þau voru reist á upphlöðnum grunni eins og á fimmta árþúsundi f. Kr., en voru orðin miklar og reisulegar bygg- ingar. í Uruk, sem í Biblíunni er nefnt Erek, hefur eitt elztu musteranna verið upp grafið. Og var það að flatarmáli 260x100 fet. í Uruk hvildi annað musteri á mikilli upphleðslu, sem var 40 fet á hæð og 420.000 ferfet að flatarmáli. V. Stjórnsýslun og ritlist Musterin voru miðstöðvar stjómsýsl- unar. Þau sögðu fyrir, hvenær sáning akra skyldi hefjast og uppskera. Þau samræmdu einnig önnur störf manna. Þau sáu um framsal korns og annars varnings úr forðabúrum til brauðofna, ölgerða og matskála og til umboðsmanna musteranna. Nauðsyn bar þess vegna til að skrá með einum eða öðrum hætti tillög margs konar varnings til forðabúra og 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.