Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 29
Sundlaugar Reykjavíkur í Laugardal meöan á byggingarframkvœmdum stóð. Á íslandi gleymist það gjarna, að góö sundlaug þarf að hafa fleira en bara vatnið. gagnrýni á fullan rétt á sér og er að mínu viti nauðsynleg. En það er ekki nóg með, að þess sé ekki gætt, að sjálf iþrótta- svæðin fullnægi nútimakröfum og séu í samræmi við alþjóða- reglur. Það er líka annað, sem gleymist, og hefur ekki verið gagnrýnt sem skyldi. Þar á ég við þá aðstöðu, sem nauðsynleg er i tengslum við íþróttamann- virki, bæði fyrir iðkendurna sjálfa, áhorfendur og starfslið. Þessu til frekari skýringar læt ég fylgja upplýsingar um sundhöll í Edinborg. í Edin- borg búa um 500 þús. manns. Samanburður er hins vegar alls ekki óraunhæfur þegar á það er litið, að auk þeirrar sundlaugar, sem hér er sýnd, eru margar fleiri í borginni. Rétt er að taka fram, að marg- ir urðu til þess að gagnrýna yfirvöld, þegar ákveðið var að reisa þetta mannvirki; það þótti í of mikið lagt. Enda þótt ekki séu mörg ár liðin frá því sundhöllin var opnuð, hefur það þegar komið í ljós, að nýt- ingin er meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona; aðsókn fer sívaxandi, og nú eru allir sammála um það, að sund- höllin eigi fullan rétt á sér. Þetta dæmi tek ég ekki til þess að sýna fram á, að nauð- synlegt sé að reisa slikt mann- virki í Reykjavik, heldur til þess að sýna hve öllu er hag- anlega fyrir komið, og til þess að sýna, að markmiðiö hjá þeim í Edinborg hefur verið annað en að gera bara sund- laug sem slíka. — Það þarf meira en aðeins vatnið. Það yrði alltof langt mál að rekja allt það, sem upp á er boðið í þessu íþróttamannvirki. Nægir að benda á laugarnar þrjár — ein 50 metra laug, ein æfingalaug fyrir byrjendur, og dýfingalaug þar sem eru dýf- ingapallar í 10 metra hæð, 7,5 metra hæð, og auk þess eru fjögur stökkbretti, þrjú í 3 metra hæð og eitt i 1 metra hæð. Gert er ráð fyrir að um 700 manns rúmist í aðallaug- inni samtímis — áhorfenda- svæði er fyrir um 2500 manns, búningsherbergi eru sérstak- lega rúmgóð og vönduð, og lamaðir og fatlaðir komast allra sinna ferða, og hafa sér- staka búningsklefa. Fleira mætti nefna, eins og til dæmis veitingastofuna, þar sem fólk getur fengið sér mat, kaffi, gosdrykki o. fl. og um leið not- ið útsýnis yfir laugarnar. Þarna eru fullkomin tæki til þess að taka tíma í keppni og tafla, sem á má letra næstum hvað sem er — öllu stjórnað af tölvu. Og hvað skyldi nú þetta hafa kostað allt saman? Eina og hálfa milljón sterlingspunda eða um 330 milljónir íslenzkra króna, með öllum tækjum, húsgögnum og öðru tilheyr- andi. Til samanburðar má svo geta þess, að Laugardalslaugin kostaði um 60 milljónir króna, og þar fór drjúgur hluti í gerð áhorfendasvæðis, sem nýtist mjög illa. Fleiri dæmi mætti taka. í Vánersborg i Sviþjóð búa um 30 þúsund manns. Þar er stór íþróttahöll, knattspyrnuvöllur með lýsingu, vélfryst skauta- svell, ishokkyvöllur og hlaupa- braut, hvort tveggja með lýs- ingu, lyftingasalur, leikfimi- salur, júdósalur, fundaher- bergi fyrir æskulýðssamtök staðarins, skátahreyfinguna og íþróttafélögin, veitingasalur fyrir hundrað manns, gistiher- bergi fyrir tuttugu manns, og aðstaða til þess að hýsa á ann- að hundrað manns að auki, SKÝRIN GARMYNDIR 2 og 3 1. Loltrœsting 2. Athafnasvœði fyrir áhorfendur 3. Aðal-laugarsvœði 4. Veitingastofa 5. Skrifstofur 6. Vélar og tœki 7. Æfingalaug, einkum fyrir börn 8. Búningsherbergi 9. Vatnsleiðslur. gufuböð, búningsklefar og böð, bowling o. fl. Og allt þetta kostaði eitthvað rétt rúmlega eina Laugardalshöll. Framkvæmdirnar í Laugardal Ég hef átt þess kost að sjá margar íþróttahallir á Norður- löndum og víðar i Evrópu á undanförnum árum, og fyrir skömmu skoðaði ég íþrótta- mannvirki af ýmsu tagi í Bret- landi, Wales og Skotlandi. Og því fleiri slíka staði, sem ég hef séð, því meira verð ég undrandi og vonsvikinn, þegar ég geri samanburð á þeirri að- stöðu, sem ég þekki hér. í þessu sambandi langar mig til þess að nefna framkvæmd- irnar í Laugardal. Þar eru nú íþróttahöllin, Laugardalsvöll- urinn, Laugardalslaugin og skrifstofubygging íþróttasam- bands íslands. Og nú er verið að vinna að frekari fram- kvæmdum. Þannig er verið að reisa viðbótarbyggingu við skrifstofuhúsið, íþróttamið- stöðina, og auk ÍSÍ eru KSÍ og ÍBR eignaraðilar. Þá er ver- ið að vinna við gerð fleiri íþróttavalla af ýmsu tagi — einhvern tíma á að koma skautasvæði og eitthvað fleira víst líka. Nokkuð er liðið síðan fram- kvæmdir hófust þarna. íþrótta- höllin var tekin i notkun árið 1965, eftir að iþróttamennirnir höfðu sjálfir tekið að sér að ljúka framkvæmdum, þvi þeim leiddist seinagangurinn. Enn þann dag í dag er ekki unnt að komast að eða frá Höllinni nema eina leið, og skapast al- gjört umferðaröngþveiti þar í hvert skipti, sem eitthvað er þar um að vera. Ég hirði ekki um að rekja allt það, sem ég finn „Höllinni" sjálfri til foráttu, en þeir, sem til þekkja, geta gert saman- burð á aðstöðunni þar og til dæmis í Sundhöllinni í Edin- borg, sem getið er hér að fram- an. Ég vil aðeins setja hér fram skoðanir mínar í sambandi við svæðið í Laugardal og fyrir- hugaðar framkvæmdir þar. Nú eru þarna fyrir, eins og áður er getið, íþróttamiðstöðin, íþróttahöllin, Laugardalsvöll- urinn og Laugardalslaugin. Og öll eru þessi mannvirki, að mínu mati, ófullkomin, sum mjög ófullkomin. Það vantar það, sem við á að éta. Tökum dæmi. Hvað er gert fyrir á- horfendur á Laugardalsvellin- um? Væri til dæmis ekki skemmtilegt að geta komið inneftir nokkru áður en kapp- leikir eða mót hefjast, hitt 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.