Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 45
Gunnar Gunnarsson á Askov-árunum. Hann lifir þessa atburði og örlög per- sónanna sem skáld af djúpu innsæi og skilningi. Þessvegna ber sagan í sér slík- an örlagaþunga og jafn sterkt andrúms- loft. Þessvegna er ekkert skilrúm milli efnis og forms. Sagan verður sem lista- verk heil í sér. Úr efniviðnum sem Gunnar notfærir sér verður skáldrit með listrænu áhrifavaldi. Vel má vera að ég dæmi of hart um skáldsögurnar eftir fornritunum eða mér missýnist um þær, en mér koma í hug orð sem Matthías Jochumsson kvað hafa haft um Lyga- Mörð Jóhanns Sigurjónssonar: „Jói er gáfaður, en það er vandi að gylla gull“. Til áréttingar því að mér kunni að skjátlast vil ég taka mat Jóhanns Jóns- sonar skálds á bók Gunnars, Jón Arason, úr sama sagnabálki. Ég viðurkenni að sú saga er með fjörlegum frásagnarhætti og skemmtileg frameftir, en þegar áliður í- þyngja hana óþarflega margir atburðir, svo að dregur úr allri listrænni og drama- tískri spennu, og hin stórbrotna persóna Jóns rís ekki í styrk sínum heldur mild- ast og slaknar. Jóhann lítur þessa sögu allt öðrum augum. Hann sneri henni á þýzku og var henni þaulkunnur og öðr- um mönnum skyggnari á skáldskap. Hann skrifaði um bókina ritgerð á þýzku sem birt er í íslenzku útgáfunni á verk- um hans. Jóhann bendir á hve hættulegt sé að voga sér að persónu sem eigi jafn fullgerða mynd í augum þjóðarinnar, en telur Gunnar hafa sigrazt á þessum erfiðleika: „Mjög einfaldlega; hann sér hana eins og hún er, það er, hann sér hana eins og allir sjá hana, eins og hinn einfaldi ólærði alþýðumaður sér einatt þjóðhetju sína“. Og þannig setji höfund- ur hana fram „án þess að bæta nokkru við eða nema eitthvað burt — í stuttu máli án þess að misþyrma efninu“ . . „Og engu að síður, eftir að við höfum lesið bókina, stendur þessi gamla hetjumynd frammi fyrir okkur og er ný. Samt sem áður ný mynd? Nei, það er sú gamla, en séð með nýjum hætti. í þessum báðum staðreyndum liggur öll hin mikla snilld þessa sannfræðilega skáldverks: Hún sýnir okkur hetju sina eins og við þekkj- um hana frá bernsku, og þó þannig að okkur finnst við ekki sjá hana fyrr en nú“. Jóhann segir ennfremur: „Áherzlan liggur ekki á Jóni Arasyni, sem hesta- sveini, presti, biskupi, píslavotti — held- ur Jóni Arasyni sem hann var: hinn ei- lífi íslendingur. Hinn íslenzki bóndi, eins og íslendingar í hugmyndum sínum um manndóm hans vildu ætið og leituðust við að sjá hann: heilgerðan mann . . . mann, eins og harðgert og einangrað land skóp hann og þurfti á honum að halda, mann sem er sjálfum sér nógur og stend- ur sig hvað sem að höndum ber í lífinu, af því að hann verður að treysta á sjálf- an sig en engan annan“. Satt að segja finnst mér þessi snilldarlega skilgreining Jóhanns eiga betur við mörg önnur verk Gunnars en Jón Arason, og raunar með nokkrum sanni um skáldskap hans í heild. Vikivaki Mig langar til að bregða enn öðru ljósi á viðhorf Gunnars til sögulegra efna og beina athyglinni að Vikivaka. Það er sú bók skáldsins sem gefur bezta útsýn um list hans og viðhorf til lista. Hugmyndin er bráðsnjöll, að vekja upp menn frá liðn- um tímum og leiða þá inn í furðuheim nútíma tækni er gerir þá svo undrandi að þeir halda að þeir séu vaknaðir upp i himnaríki þegar þeir heyra lúðurhljóm- inn úr útvarpinu. Þetta gefur þeim sem undrunum veldur og söguna ritar, Jaka Sonarsyni, vald yfir hinum upprisnu svo að þeir eru ekki grunlausir um nema hann kunni að vera himnafaðirinn sjálf- ur. En um leið verður það almennt tákn um það vald sem skáldsagnahöfundur hefur yfir þeim persónum sem hann skapar eða vekur upp i huga sér. í áður- nefndri grein Jóhanns um Jón Arason taldi hann einkum einkenna hæfileika Gunnars „hið innra viðhorf gagnvart skáldheimi hans . . . og ég vildi nærri segja ástríða sjónarinnar og óskeikul- leiki hennar“. „Þessi sjón hefur annars verið bezti hæfileiki hans og komið hon- um að beztu gagni í hinni hörðu bar- áttu, jafnt við sjálfan sig sem margs- konar hættur er fylgdu skáldstöðu hans. Hið barnslega sakleysi augans var það sem hvað eftir annað mildaði fegurðar- galla verka hans og brá yfir þau birtu". Þetta er mjög rétt. Einmitt hin innri ást- ríða ber uppi Borgarættina, Ströndina, svo að aðeins dæmi séu nefnd. Listgildi Svartfugls grundvallast á ástríðuheitri innlifun skáldsins í atburði og örlög per- sónanna og samkennd með þeim. Hið sama um Aðventu, eina af frábærustu sögum Gunnars, að áhrifavald hennar felst í því að skáldið lifir með höfuð- persónunni allt sem gerist, en annars leiðir órofa frásagnarsnilld þessarar sögu hugsun að sögu Hemingways, Gamli mað- urinn og hafið, þó að örlagaglíman sé þar háð af harmsögulegra ofurafli.2) List Vikivaka er hinsvegar af annarri tegund en bæði Svartfugls og Aðventu, og hann er í rauninni einstakur meðal verka Gunnars. í Vikivaka er höfundur alfrjáls gagnvart persónum sínum, og tví- sæi komið i einlægninnar stað, sem hef- ur um leið söguna í nýtt veldi. Hér lifir hann ekki með persónunum, eins og hann gerir í beztu skáldsögum sinum, heldur stendur utan og ofan við þær, tekur sér fullt vald yfir þeim og stjórnar þeim með hörku, ef þær vilja hlaupast frá honum. Og hve oft er hann hafði fengizt við söguleg efni var hann svo viðkvæmur fyr- ir staðreyndum og fyrirmyndum að hann skynjaði allt einföldum barnsaugum og vogaði sér ekki að umskapa þær í eigin skáldskap. En nú ber svo við í Vikivaka að persónur þær sem hann vekur upp frá dauðum fá líf og lit sem sögulegar per- sónur. Grettir eða hans rauði haus, fær í senn miklu fornlegri svip en nokkur persóna í hinum sögulegu skáldsögum úr fortíðinni og miklu sérkennilegri persónu- leik, því að höfundur er frjáls gagnvart honum, fer með hann sem aðrar persón- ur i Vikivaka sem sköpunarverk sitt og hugarfóstur. Hann sér þær sem löngu liðnar en jafnframt upprisnar í huga sér. Það er þetta listræna tvísæi sem gerir þær svo frjálslegar. Um leið og sagan er firn og feiknstafir er hún leikur skálds- ins. Um viðhorf Gunnars til skáldlistar sem birtist svo skemmtilega i Vikivaka verður ef til vill rætt í öðru sambandi. 1) Pyrsta bindið heitir Leikur að stráum. 2) Tekið skal fram að Aðventa kom fyrst út 1936 og í Bandaríkjunum 1940, og valin þar sem gjafabók Book-of-the-Month Club, en að bókum hans var Hemingway áskrifandi. Bók sína, Gamla manninn og hafið, reit hann alllöngu síðar, og þykjast fróðir menn kenna þar áhrifa frá Aðventu. íslendingar í Askov 1907—1909. Standandi jrá vinstri Björn Gunnar Gunnarsson á ár- Jakobsson, Gunnar Gunnarsson og Indriöi Helgason. um fyrri heimsstyrjaldar. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.