Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 40
Kristinn E. Andrésson: inn í Gunnars Gunnarssonar Fyrir um það bil tuttugu árum tók ég mig til i sumarleyfi og fór að lesa yfir í heild verk Gunnars Gunnarssonar með það í huga að skrifa um þau ýtarlegar en ég hafði gert í bókmenntasögu minni, en tíminn hljóp frá mér og ekkert varð úr framkvæmd. Þó skrifaði ég einhver drög og tilvitnanir i verk skáldsins sem ég hélt að ég gæti gengið að vísum en hef þegar til átti að taka ekki getað fundið, og er sennilega ekki mikils í misst, heldur fremur til happs, því að nú hef ég mér til endurvakinnar gleði farið yfir veik Gunnars að nýju. Rétt er að segja hverja sögu eins og hún gengur. Á uppvaxtarárum mínum hafði ég litla athygli veitt Gunnari eða verkum hans, aðeins lesið þau fáu er út komu á íslenzku og séð kvikmyndina um Borgarættina. Það er ekki fyrr en hátt er liðið á fjórða aldartuginn og skáldið nær fimmtugu að ég fer að lesa verk hans og hrífast af þeim, Svartfugli sem þá er kominn á islenzku í þýðingu Magn- úsar Ásgeirssonar, Aðventu og Kirkjunni á fjallinu sérílagi. Og þá er það næst að við í stjórn Heimskringlu gefum út Að- ventu að tilefni fimmtugsafmælis skálds- ins 1939, en sama ár fór ég til Kaup- mannahafnar á fund Gunnars til að leita leyfis hjá honum fyrir hönd Máls og menningar um heildarútgáfu á verkum hans á íslenzku, og að fengnu því leyfi sendi ég Halldóri Kiljan skeyti heim frá Höfn og bað hann að taka að sér þýð- ingu á Kirkjunni á fjallinu. Halldór svar- aði um hæl játandi, og mun hafa verið ljúft að launa Gunnari að hann varð fyrstur til að snúa verki eftir hann, Þú vínviður hreini og Fuglinn í fjörunni, á erlenda tungu. Samtímis þessu var heima gengizt fyrir stofnun útgáfufyrirtækisins Landnámu sem annast skyldi heildarút- gáfuna á verkum Gunnars, er tók mörg ár og margir unnu að. Sigurður Nordal var forseti félagsins, en útgáfan hvíldi mest þegar á leið á framkvæmdastjóran- um, Ragnari Jónssyni. Eftir þvi sem ég á síðari árum hef kynnzt Gunnari Gunnarssyni og verkum hans betur, hef ég dregizt meira að hon- um og verk hans orðið mér dýp'-a íhug- unarefni, að nokkru leyti ráðgáta sem gaman er að glíma við og um leið furðu- lega dulmögnuð, fyrir utan þann list- ræna unað sem mörg þeirra vekja og má að visu eins nefna dularkyns. Hef ég satt að segja lengi haft vonda samvizku af því að sýna ekki skáldinu þakklætis- vott með því að leitast við að komast að ijósari niðurstöðu um verk hans en áður. Nám í Askov Gunnar Gunnarsson á orðið langan rithöfundarferil að baki og hefur aldrei slegið slöku við vefinn, tekið daginn snemma og haft langan vinnudag, þó að hann hafi orðið að stytta hann nokkuð síðustu árin. Flestir íslendingar vita nú um æviferil skáldsins, eða eiga auðvelt með að kynna sér hann, og verður hann þvi aðeins rifjaður upp i örfáum megin- dráttum svo að menn fái einskonar átta- vita. Gunnar fæddist 18. maí 1889 á Val- þjófsstað í Fljótsdal en fluttist með for- eldrum sínum, Gunnari Helga Gunnars- syni og Katrinu Þórarinsdóttur, barn að aldri að Ljótsstöðum í Vopnafirði. Þar missti hann móður sína er hann var átta ára, og ef dæma má eftir verkum hans varð honum það nærri óbærilegt áfall, eins og horfið væri með henni allt ör- yggi tilverunnar. „Allt gerði þetta inn i blóð mitt, setti mót sitt á sál mína: und- ir himni þessa dags lifi ég lífi mínu“ er Uggi látinn segja i Skipum heiðríkjunnar. Móðurmissirinn hefur efalaust orðið til að glæða skáldið í Gunnari, losa um hann í átthögunum og vekja útþrána í brjósti hans. Hann tók sig upp haustið 1907, á nítjánda árinu, og sigldi til Dan- merkur, en gaf út það ár á Aku’-eyri ljóðakverin Vorljóð snemma árs og Móð- urminning. Gunnar stundaði því næst lýðháskóla- nám í Askov árin 1907—1909 og lagði síðan ótrauður og ákveðinn út á rithöf- undarbrautina, og fór að fovdæmi Jó- hanns Sigurjónssonar eins og fleiri ís- lendingar á þeim árum og gerðist rithöf- undur á danska tungu. Sú braut var framan af þyrnum stráð. Útgefendur voru af eðlilegum ástæðum gagnrýnni á æsku- verk hans en hann sjálfur og ekki eins óðfúsir að gefa þau út og hann gerði sér vonir um, prentuðu þau amk. ekki meðan hann staldvaði við á staðnum fáa daga, eins og gert hafði verið á Akureyri. Eftir eina örvæntingamóttina hegar Uggi er að berjast áfram sem skáid i Danmövku er hann látinn seg’a: ,,Ég hef lifað mörg ár síðan. Þó var hver þessara nátta lengri en allt líf mitt bess utan . . . í raun réttri var ekki um tíma að ræða framar, allt var auðn og kuldi, vonlevsi, einvera, hungur, dauði . . . Hampaminnst hefði verið að fyrirfara sér. Oft var ég að því kominn að falla fyrir þeirri freistingu. En þrjózka mín var óbiluð, ég vildi ekki láta undan“. Rithöfundarsigur En þessir baráttutímar og sultardagar, sem Gunnar hefur efalaust átt sameigin- lega með Ugga, stóðu ekki ýkja lengi. Með Borgarættinni sem hann lauk við 1914 vann hann mikinn rithöfundarsigur, og útgáfur sögunnar sem komu hver af Teikning eftir Immanuel Ibsen af Gunnari Gunnarssyni um tvítugsaldur. annarri og þýðingar á aðrar tungur réttu jafnframt efnahag hans. Hann staðfestir ráð sitt og reisir bú, kvænist danskri konu, Franziscu Jörgensen, og hafa þau fylgzt að trúfastlega og einhuga fram á þennan dag. Eftir Borgarættina kom hvert verkið af öðru og Gunnar vann sér mikla frægð og vinsældir. Hann hafði setzt að í Kaupmannahöfn, skrapp aðeins stöku sinnum heim, og dvaldist ytra til 1939, eða samfleytt þrjátíu og tvö ár, þar til hann fluttist alfarinn heim, fimm- tugur að aldri, og gerðist með rithöfund- arstarfinu bóndi á Skriðuklaustri í Fljóts- dal, fæðingarsveit sinni, keypti jörðina og bjó þar frá fardögum 1939 til hausts 1948, að hann brá búi, gaf ríkinu jörð- ina og fluttist til Reykjavíkur. Það eru orðin kynstur sem Gunnar hefur ritað um dagana, svo að fátítt er um islenzk skáld, og er þó meira um vert hve vandvirkur hann hefur verið, aldrei tekið verk sín létt, heldur lagt hverju sinni allt undir. Heildarútgáfa Land- námu á verkum hans er tuttugu og eitt bindi, og er þó ekki nærri öllu til skila haldið. Þar af eru skáldsögurnar seytján talsins, og tekur Fjallkirkjan ein þrjú bindi, en auk þess eru fjögur smásagna- bindi (Dimmufjöll, Fjandvinir, Glaðna- staðir og Lystisemdir veraldar) og leik- ritabindi. Meginhluti þessara verka fellur á starfsskeiðið erlendis, því að mikið af tíma skáldsins hér heima hefur farið í að búa heildarútgáfuna undir prentun eða snúa verkum sínum á íslenzku, og hefur honum þó unnizt tími til að bæta nokkrum skáldsögum frumsömdum á ís- lenzku við safn sitt, og auk þess ritað all- mikið af greinum, gaf tam. út tvær Ár- bækur, 1945 og 1946—48. Sögulegur sagnabálkur Skáldsögum Gunnars má skipta í flokka, og höfundur hefur að nokkru leyti gert það sjálfur. Einn af þeim er sagnabálkur með efni úr sögu íslands, og eru í honum Fóstbræður, Jörð, Hvíti- Kristur, Grámann, Jón Arason og Heiða- havmur, mun jafnvel sjálfur vilja telja Svaitfugl, Sögu Borgarættarinnar og Vikivaka með í þessum flokki, en eftir því vil ég ekki fara, því að mér þykja þær svo sérstæðar. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.