Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 25
Glímur voru talsvert iðkaðar í Bessastaðaskóla. Margar aðrar írásagnir eru af sundhæfni íma, þó hér verði ekki frá þeim greint. Steintök og stökk Vermenn stunduðu mjög steintök og glímur i landleg- um. í minnum eru hafðar æf- ingar manna við steinana í Dritvík undir Jökli. Steinar þeir, sem þeir reyndu afl sitt á, liggja á Djúpalónssandi, á leið suður til Einarslóns, lítið ofar en vegurinn. Heita þeir Full- sterkur, Hálfsterkur og Hálf- drættingur, og mátti enginn róa á Djúpalónssandi skipi einu ákveðnu, er „óstyrkvari væri en svo, að hann léti Full- sterk á Stall. Er Stallur sá klettabelti, mittishátt í Stall- inum. Enn eru þeir einstakir menn til, sem róa í Dritvík, er koma Fullsterk á Stall, en eigi allfáir Hálfsterk, og nálega allir Hálfdrættingi“, segir Gisli Konráðsson. Menn iðkuðu mjög stökk á 19. öldinni og áður fyrr. Það er i frásögur fært, að Björn, Ein- ar og Ari, synir Jóns Þorláks- sonar og Sólveigar Bjarnadótt- ur, rika á Skarði, hafi hlaupið 11 álnir á sléttum velli. Grímur Thomsen drepur á það í ísafold VI, að Jón og Snorri, bræður dr. Gísla Brynj- ólfssonar, hafi hent sig eins langt og Skarphéðinn á Mark- arfljóti forðum. Helgi bóndi Jónsson á Neðra- nesi í Stafholtstungum (d. 1866) var annálaður fimleika- maður og ekki sízt að því er snerti stökk. Hann hljóp þann- ig „alvotur eða gegndrepa yfir gróf þá, sem er að vestanverðu við Keflavik." Og var það hlaup réttar tíu álnir. Snorri á Húsafelli segir sjálf- ur frá þvi, að hann hafi stokk- ið 15 álnir. Hafnarbræður, Hjörleifur og Jón sterki Árnasynir, voru mestu íþróttamenn, og er þess getið í þjóðsögum Jóns Árna- sonar, einkum voru þeir stökk- menn miklir. Bergklifur Margir iðkuðu bergklifur sem iþrótt. Tveir menn eru fræg- astir í þeirri íþrótt á öldinni sem leið. „Eitthvert mesta þrekvirki, sem sögur fara af, að þvi er snertir brattgengi, er þegar Jóhann Skram, Húnvetningur, klifraði upp á drang þann, er stendur sunnan við Drangey í Skagafirði, og Kerling heitir,“ segir Ólafur Davíðsson. „Svo er sagt, að Kerlingin sé í skann- aði eins og kona, og höfðu menn áður komizt svo litið upp eftir henni, en Jóhann fór allt upp á brjóst eða lengra. Hann rak nagla í bergið jafn- óðum og klifraði svo upp og ofan á þeim, þvi hvergi var fótfestu að fá. Páll prestur Er- lendsson á Brúarlandi getur Kerlingarfarar Jóhanns i bréfi, sem fylgir sóknarlýsingu Hofs- sóknar á Höfðaströnd, og segir, að Jóhann hafi komizt yfir Kerlinguna vorið 1839. Leggur hann þar til, að íslendingar í Kaupmannahöfn stuðli að því að Jóhann fái verðlaun fyrir fræknleik sinn. í Skagafirði gengur líka sú saga, að Páll prestur hafi sent skjal til kon- ungs og beðið um fjárstyrk handa Jóhanni „fordi han har klývet paa Kjellingen." Ekki er þess þó getið, að Jóhann hefði nokkuð upp úr viðureign sinni við Kerlinguna." Annar mesti bergklifrandi aldarinnar var Hjalti Jónsson skipstjóri — Eldeyjar-Hjalti. Hann var fæddur og uppalinn í Mýrdal, en fluttist innan við tvítugt til Vestmannaeyja. f júnímánuði 1893, er Hjalti var 24 ára gamall, kleif hann drang þann, er Háidrangur er kallaður og stendur úti í sjó fram undan Dyrhólaey. Drang- ur þessi er nær 40 faðmar á hæð. Hjalti hafði járngadda, „er hann rak í bergið. En til þess að komast yfir skútana, hafði hann gert áhald, sem hann hafði hugsað upp og út- búið, og var það þannig lagað, að hann hafði langan planka mjóan, festi hann á þrep, fór svo upp plankann eins og stiga. Plankann festi hann með jám- göddum og böndum, í hvert skifti, sem hann þurfti á hon- um að halda, ásamt hjálpar- manni, er hann lét þá líka styðja að honum. Með þessum útbúnaði og ráðum, komst hann loksins upp á dranginn á fjórum klukkustundum, og dáðust menn mjög að því, hve fimlega honum hefði tekizt þessi geigvænlega hamraferð, og eigi síður hinu, hve snilldar- lega hann hefði gengið frá jámfestum þeim, er hann lagði ofan dranginn, ásamt jám- göddum meðfram festinni, svo hægra væri að lesa sig hana upp og ofan.“ Eldeyjar-Hjalti Árið eftir, hinn 30. mai, vann bjarggarpurinn Hjalti Jónsson nýtt afrek og sigraðist á Eldey. Kleif hann þessa klettaeyju, sem er þverhnípt og um 40 m. á hæð, ásamt öðrum fjalla- görpum, Ágústi Gíslasyni og Stefáni bróður hans, piltum um tvítugt. Bjargmennirnir lásu sig upp bergið með svipuðum hætti og Hjalti hafði notað til þess að komast upp á Háadrang. „Mestu torfæru hittu þeir fé- lagar fyrir, er skammt var upp á brún, lausan klett á stórum stalli, er þeir urðu að komast upp á og hafa sig þaðan upp á klettinn. Þeir komust klak- laust upp á brúnina, en gátu ekki fengið neitt hald fyrir stigann, með því að kletturinn var örmjór að ofan eins og egg og ekki hægt að komast þar fyrir öðruvísi en riða klofvega á egginni, en hengiflug á báð- ar hendur. En eigi gáfust þeir upp við glæfraför þessa að heldur og tóku það ráð til þess að komast yfir sundið upp af klettinum og kaflann, sem eft- ir var upp á brúnina, að þeir ráku járnfleyg svo hátt sem þeir náðu til, og studdi Ágúst sig við hann með tilstyrk Stef- áns, en Hjalti klifraði upp eft- ir baki hans, þar til hann stóð á öxlunum, en náði þó eigi til, fyrr en hann steig upp á höfuð Ágústs. Þá gat hann seilzt svo langt, að hönd festi á brúninni, og vegið sig upp.“ Hafði enginn maður klifið Eldey fyrr, svo vitað sé. Sigfús Eymundsson í Reykja- vík hafði verið í ráðum með Hjalta um undirbúning far- arinnar. Útvegaði Sigfús gufu- bátinn Elínu, til þess að fara til Eldeyjar með nokkra far- þega, er ætluðu að fylgjast með þessu glæfrafyrirtæki. Meðal þeirra, er horfðu á afrek Hjalta og þeirra félaga, voru Hannes Hafstein, er þá var landritari, og Jón Þórarinsson skólastjóri, síðar fræðslumála- stjóri. Sundkennsla Sundkennsla hófst hér á landi laust eftir 1820. Jón Þor- láksson, er ættaður var frá Skriðu i Eyjafirði, hafði verið tvo vetur og eitt sumar í Dan- mörku og hafði lagt þar stund á „akuryrkju, dýralækningar, sund, rennismíði, hljóðpípu- spil og aðrar góðar menntir." Hann tók upp nafnið Kjæme- sted. Jón Þorláksson Kjæmested má telja brautryðjanda um sundkennslu seinni tima. Árin 1821 og 1822 dvaldi hann um hríð í Skagafirði og kenndi þar 24 unglingum sund, en 8 í Eyjafirði. Hann kenndi lika mörgum að skrifa og reikna. Urðu nokkrir i Skagafirði svo sundfærir, að þeir syntu yfir Héraðsvötnin. Kostaði hvem þeirra kennslan einungis eina spesíu. „Sundskólann hafði hann í Skagafirði á Reykja- tjörn í Tungusveit, setti stokk við hana upp, í hvern aðkom- endur, sem áhorfa vildu sund- ið og kennsluna, gefa máttu fríviljuglega nokkra skildinga fyrir skoðunarleyfið." Fjölnismenn stóðu að útgáfu fyrstu kennslubókar í sundi, sem gefin var út hér á landi: — Sundreglur. — Jónas skáld Hallgrímsson þýddi Sundreglur úr dönsku. — Fjölnismenn til- einkuðu æskulýð landsins bók- ina með þessum orðum: „Öll- um vöskum og efnilegum ungl- ingum á íslandi, sem unna góðri menntun og iþróttum feðra sinna, eignum við þessi blöð vinsamlega. Kaupmanna- höfn, þann 1. marz 1836. Út- gefendurnir." 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.