Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 58
Kristinn Pétursson LEIÐRETTINGAR Fáeinar athugasemdir við grein um Kristin Pétursson í bókinni íslenzk myndlist Það er ekki skemmtilegt að vera knú- inn til að leiðrétta og mótmæla, en stund- um er það óhjákvæmilegt. Svo getur mál- um verið háttað, að jafnvel gamalmenni geti ekki verið þekkt fyrir að hafast ekkert að og samþykkja allt með þögn- inni. Björn Theódór lætur móðan mása um peningaleysi mitt og ræfildóm í Höfn, París og Vínarborg án minnsta tilefnis og án nokkurrar þekkingar. Mér er ekki tamt að fjargviðrast um sult og seyru í útlöndum, sem heldur er ekki ástæða til, því ég hef alltaf orðið að hafa fyrirhyggju fyrir fjárhag mínum og ekki talið mér það til ágætis að vera fyrirhyggjulaus kjáni í þeim efnum. Birni farast þannig orð um mig og dvöl mína í Höfn haustið ’27: „Langt var í frá, að Kristinn hefði yfirunnið sjúkdóm sinn, og sízt var fátæktar- og útigangs- líf í Kaupmannahöfn þar sigurstrang- legt.“ (Berklaveiki var rædd fyrr í grein- inni.) Þessi fyrsta langdvöl mín í Kaup- mannahöfn, hátt á fjórða mánuð, var mér góður tími, bæði til náms og starfa. Um för mína til Parísar ’29 segir hann: „Með næsta skoplétta pyngju hélt hann til Parísar." Mikill slúðurfræðingur er upprisinn meðal vor, er heldur sig þekkja hvers manns pyngju aftur í gráa fomeskju. Enn er hann með tilhæfulausar og fár- ánlegar getsakir um ferð mína til Vínar. (Sýning haustið ’30). „Þótt Kristinn hafi naumast riðið feit- um hesti frá sýningu þessari“ . . . „hélt pyngjan samt jafnlítið í við flökkueðli hans sem fyrrum." Björn virðist ekki þekkja önnur ferða- lög en tilgangslaust flakk og slæpingja- hátt. Um dvöl mína í Vínarborg ’31 farast honum þannig orð: „Þar syðra hefur Kristinn einatt mátt sanna þau orð Jóns úr Hlíð, að dapurt sé að reika um Dónár fögru borg — þegar hver málsverður er næstum því ígildi kraftaverks. Sjúkdómur hans var heldur ekki lengi um að sjá sér færið, og þegar Kristinn snýr heim vorið 1931 er hann orðinn sárveikur." Berklaveikin enn. Um sjúkdóm minn er sama vanþekk- ingarþruglið og um peningaleysið. Sama fásinnan. Ég lá síðast í berklaveiki árin 1922—’23 og hefur hennar sjálfrar aldrei orðið vart síðan. Aftur á móti hef ég alla mína ævi þjáðst af augnveiki og höfuðverk, og aðalútivistarárin var ég sérlega slæmur af þeim kvilla, sökum mikillar vinnu. Svo ég víki aftur að veru minni í Vín- arborg, þá hefur mér sjaldan liðið betur, þrátt fyrir basl mitt með augnveikina. Frá fáum, ef þá nokkrum stað, á ég jafn- margar góðar og hugþekkar minningar. Allar þessar missagnir, sem hér að framan um getur, eru tilkomnar án minnsta tilefnis frá mér. En nú gefur á að líta hversu rétt er farið með gefnar upplýsingar. Ég sagði Birni, að á Amts- bókasafninu á Akureyri hefði ég fundið lítið þýzkt kver með myndum af málverk- um Kandinský. Hafði það bersýnilega flækzt þangað með einhverjum gjafabók- um, því það var svo sérstætt við allt þar. Taldi ég það mjög skemmtilega tilviljun, því þá var nær því ekkert til af slíkum bókmenntum um óhlutbundna myndlist hér á landi og mjög lítið í útlöndum. Þess vegna hafði ég orð á þessu við Björn. Ég þekkti verk Kandinský áður og því opnuðu þau mér þama enga nýja óþekkta heima, þótt gaman væri að endurfund- unum. Meðferð Björns á fyrrnefndum upp- lýsingum mínum: „í bókasafni Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi kynntist hann ýmsum ritum um listfræðileg efni, svo sem úrdráttum úr dagbókum Eugene Delacroix (1798—1863) en þó sérstaklega því lykilriti óhlutbund- innar myndskipunar, Punkt und Linie zur Fláche (1. útg. 1926) eftir Kandinský." Þessar bækur, sem Bjöm talar hér um, sá ég fyrst löngu síðar og á allt öðrum stöðum. Svona mikil hagræðing staðreynda í svokölluðu fræðiriti, eins og að framan getur, telja margir að stafi af stað- reyndablindu, eða einhverju ennþá verra. Manni með þann ágalla ætti að vera eitthvað annað starf beinna í hendi en vafstra með annarra verk. Staðhæfingar Björns, að ég sé aló- þekktur listamaður, eru víst af sama toga spunnar og allt annað, sem sá maður segir. í þessum þætti greinarinnar er hann með alls kyns fullyrðingar út í blá- inn, alveg eins og með fjárreiður mínar og veikindi. Hann hefur t. d. aldrei kom- ið í vinnustofu mína í Hveragerði. Sá ekki sýninguna þar ’54, sem hann þó skrifar um sem slíka. Sá áhugasami maður fyrir fjárreiðum ætti að vita, að ég hef sýnt heima og erlendis kringum 30 sinnum. Meðal annars sýnt á tveimur viðurkenndustu samsýningum Norðurlanda, Statens ár- lige kunstudstilling Oslo ’27, fyrir 46 árum, og Forársudstillingen pá Charlott- enborg í Kaupmannahöfn ’30, virðu- legustu samsýningu Hafnar ár hvert. En Björn vill hafa það svo, að ég hafi sýnt á haustsýningunni í Charlottenborg. Þannig smáfeilar eru ótrúlega margir. Ég get þó ekki annað en brosað, sér- staklega að tvennu í skrifum Björns um myndir mínar. „Hitt er þó jafnvíst af myndum þess- um, að hvers konar „vísindahyggj a“ er alls fjarri skaplyndi Kristins. Ljóðræn sveimhugð hans og listrænt agaleysi — sem oft er henni samfara — gægjast hvarvetna fram.“ Það er mikil áhætta að þýða tákn, sem þýðandinn ekki skilur. Ef einhver, sem skilur, sér svo þýðinguna og frum- táknin, er komið upp um strákinn Tuma. Og svo er það með fyrirsögnina „Vötn á himni". Þvílíkrar bjánafyndni grípa menn gjarnan til í örvæntingu, þegar skilningur þeirra og skynjun eru mát. Ólæsið á myndir blasir óþægilega við. Svolítið smátækari vitleysur hirði ég ekki um, eða svik hans við mig um myndamagnið, en að ég mátti ekki ráða hvaða mynd af mér sjálfum yrði birt, vakti mér nokkra furðu. Birti hann í ó- þökk minni passamynd, er hann fékk lánaða hjá passaútgáfunni á Lögreglu- stöðinni, þótt ég þá hefði afhent honum nýja klissju af annarri mynd, klissju gerða fyrir tilefnið og pappírinn. Ekki fékk ég að sjá próförk af fræði- riti þessu, sem gefa átti út í 5000 eintök- um. Bókina sjálfa var mér síðar efalaust frjálst að skoða i bókabúð eins og hverj- um og einum. Hér með fylgja tvö vottorð um lifimáta minn og aðbúnað í Höfn og Vínarborg á þeim tímum, sem um getur. Kristinn Pétursson Við Kristinn Pétursson listamaður vorum saman í nokkra mánuði árið 1931 í Vínaborg. íslenzkir námsmenn og listamenn hafa sennilega oftast ekki haft of rífleg fjárráð — en hvað Kristin Pétursson áhrærir var ég aldrei þess var, að um peningaerfið- leika væri að ræða hjá honum, og get vottað, að hann bað hvorki mig eða aðra, sem ég þekki, um peningalán, og var aldrei var við að hann liði skort, og hann tók fullan þátt í félagsskap ís- lendinganna, sem þá voru í Vínarborg. Rvík, 18. júní 1973. Kr. Sveinsson, (augnlæknir) Að gefnu tilefni skal þetta tekið fram: Haustið 1927 borðaði Kristinn Pét- ursson í sama pensíónati og ég í Kaup- mannahöfn, og fór því fjarri að hann lifði þar neinu útigangslífi. Reykiavík, 18. júní 1973 Jakob Benediktsson. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.