Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 33
VeggspjalcL sem lýsir réttu eðli Ólympíuleikanna 1936. mynduð gegn Ólympíuleikun- um eins og í mörgum öðrum löndum, heldur takmarkaðist baráttan við skrif i Verkalýðs- blaðinu, Rauða fánanum og síðar í Alþýðublaðinu. í mörg- um greinum eftir Hallgrim Hallgrimsson, sem birtust í Verkalýðsblaðinu, var sýnt fram á, að hið fasíska Þýzka- land væri ekki fært um að halda Ólympíuleikana i sönn- um anda þeirra og ætlunin væri að misnota þá í áróðurs- og blekkingarskyni. Þessi bar- átta hafði mikil áhrif á al- menning og gerði Ólympíu- nefndinni erfitt fyrir. Þýzk aSstoð En hún lét ekki bugast, og það rak heldur betur á fjörur hennar, þegar henni barst boð frá undirbúningsnefnd leik- anna um að senda 30 íþrótta- nema til þeirra. Nefndin fékk strax heimild til þess að fylla þessa tölu með íþróttakennur- um og leiðtogum, þar sem svo margir íþróttanemar voru ekki til á íslandi. Með þetta boð í höndunum gat Ólympiunefnd- in sett Alþingi og ríkisstjórn undir þrýsting og stutt um- sóknir sínar um fjárstyrk til fararinnar, þar sem boðinu fylgdi það skilyrði að íslend- ingar tækju þátt i leikunum. Alþingi og rikisstjórn héldu sig þó samt sem áður við fyrri af- stöðu, og Ólympíunefndinni var bæði í nóvember 1935 og í janúar 1936 neitað um gjald- eyri. Það sýnir vel áhuga nefndarinnar, að hún gerði þá upp á eigin spýtur tilraun til að leysa gjaldeyrisvandræðin með því að snúa sér til undir- búningsnefndar leikanna og biðja hana að útvega leyfi fyr- ir útflutning á íslenzkum vör- um til Þýzkalands að upphæð 40.000 ríkismörk. Þetta leiddi þó ekki til björgunar, þótt heimildin fengist frá Þýzka- landi, því um sömu mundir var verzlunarsamningurinn milli íslands og Þýzkalands endur- nýjaður, og i honum voru allar takmarkanir á innflutningi til Þýzkalands felldar niður. Ef til vill varð þó þessi til- raun nefndarinnar til þess að breyta afstöðu ríkisstjórnar- innar. Eitt er víst, að henni var boðinn aukaútflutningur að upphæð 40.000 rikismörk fram yfir umsamdan kvóta til þess að fjármagna ólympíuförina. Ríkisstjómin hafnaði boðinu, en í lok maí 1936 var nefndinni veitt umbeðið gjaldeyrisleyfi. Eftir þetta varð þátttaka ís- lendinga í Ólympíuleikunum ekki hindruð, þótt almenning- ur yrði æ fráhverfari henni, eins og skrif Alþýðublaðsins sýna. Þar segir þann 6. júlí, að Ólympiuleikamir „þetta al- þjóðlega tákn drengskapar og jafnréttis í allri keppni“ verði gerðir að „útbreiðslutæki hinn- ar verstu kúgunarstefnu, hinn ólympíski leikur falsaður og svívirtur.“ Höfundur greinar- innar hvetur íslenzka íþrótta- menn hins vegar til þess að taka þátt i Alþýðuólympíuleik- unum i Barcelona, sem haldnir verði i „anda lýðræðis, alþjóða- hyggju og bræðralags, í nafni friðar, frelsis og jafnréttis."8). íslendingar heilsa með Hitlerskveðju íslenzki flokkurinn lagði af stað til Berlínar með Detti- fossi þann 16. júlí. í honum voru 4 frjálsíþróttamenn, 11 sundknattleiksmenn, farar- stjórar, íþróttaleiðtogar og kennarar eða alls 51. Þetta var fyrsta þátttaka íslendinga i Ólympiuleikum sem fullvalda þjóð. Ekki sízt þess vegna er það hörmulegt, að hún skyldi verða íslenzkri íþróttahreyf- ingu til mikillar vansæmdar. Sökina á því áttu alls ekki í- þróttamennimir, heldur farar- stjórarnir og íslenzka iþrótta- forustan, sem gerðu sér sér- stakt far um að geðjast þýzku fasistunum eða eins og Alþýðu- blaðið orðaði það í leiðara 10. sept. 1936: „leiðtogum Ólympíu- faranna virðist hafa verið hug- leikið að auglýsa sig og þjóð sína sem Nazista." Þannig fyr- irskipaði fararstjómin íþrótta- mönnunum að heilsa með Hitlerskveðjunni, þegar þeir gengu inn á Ólympíuleikvang- inn við setningu leikanna. Nazistablaðið „ísland“ segir frá þessu með miklum fögnuði 8. ágúst: „Er íslenzku íþrótta- mennimir gengu inn á íþrótta- völlinn heilsuðu þeir með flokkskveðju þýzkra þjóðernis- jafnaðarmanna, og vakti slíkt mikinn fögnuð áhorfenda. Hið sama gerðu Frakkar og Aust- urríkismenn, auk hinna þýzku keppenda." Af íþróttamönnun- um var ætlazt til að þeir not- uðu Hitlerskveðjuna við önnur tækifæri. „Við fslendingarnir sem bjuggum í Ólympíuþorp- inu notuðum hana (Hitlers- kveðjuna — aths. I.J.) dag- lega“, segir aðalfararstjórinn dr. Björn Björnsson í Morgun- blaðinu 9. sept. Einnig flokki íþróttaleiðtoga og kennara var fyrirskipað að heilsa með Hitl- erskveðjunni. Þannig segir Gunnar Ólafsson íþróttakenn- ari frá því i Alþýðublaðinu 9. sept. að við móttökuathöfnina í Berlin hafi foringinn, Ásgeir Einarsson, fyrirskipað hópnum að heilsa íslenzka þjóðsöngn- um með nazistakveðjunni. Gunnar segir að þetta hafi mælzt mjög illa fyrir meðal hópsins. Svo var reyndar einn- ig á íslandi. Framkoma farar- stjóranna vakti almenna reiði heima fyrir. f áðurnefndum leiðara Alþýðublaðsins 10. sept., þ. e. stuttu eftir heimkomu ól- ympíufaranna, segir að það hafi komið „mönnum á óvart, að þessir hraustu drengir yrðu sér og þjóð sinni til skammar með því að heilsa sínum eigin þjóðsöng með nazistakveðju og sýna þannig ofbeldisflokki Hitlers undirlægjuhátt, en þjóðsöng sínum og þjóð sinni vanvirðingu. Þetta harma all- ir sæmilegir íslendingar, og ekki sízt allur fjöldi íþrótta- manna og þar á meðal margir Ólympíuf ararnir.“ Blindni eða afglapaháttur? Forustumennirnir hörmuðu þó ekki þetta framferði; þeir höfðu ekkert við það að athuga né annað sem fyrir augu og eyru þeirra bar og gat gefið þeim vísbendingu um að allt væri ekki með felldu, til að mynda afskipti þýzku SS-félag- anna og „Norræna félagsins“ af íslenzka hópnum. SS-félög- in kostuðu vikudvöl íslenzku í- þróttamannanna ogfararstjóra þeirra eftir leikana eða þar til heim var farið. „Norræna fé- lagið“ bauð forseta ÍSÍ í ferða- lag um Rínarhéruðin og til Munchen, þar sem hann hitti aðalfararstjórann, dr. Björn Bjömsson, og Erling Pálsson, sem þangað voru komnir í boði „Himmlers yfirmanns lögregl- unnar í Berlín og S.S. félag- anna“,8) og skoðuðu þeir borg- ina þar sem Hitler hóf valda- baráttu sina í fylgd með tveim- ur SS-foringjum. Þvert á móti hömpuðu þeir „glæsileik" Ól- ympíuleikanna þegar heim til íslands kom og villtu þannig um fyrir almenningi. Það er ennfremur skýrt dæmi um blindni eða afglapahátt ís- lenzku íþróttaforustunnar, að henni fannst ekkert athuga- vert við það að halda hinni illræmdu áróðursmynd Lenu Riefenstahls af Ólympíuleikun- um að íslenzkri æsku. Að frum- kvæði ÍSÍ var þessi mynd til að mynda sýnd í Reykjavík í október 1939, þ. e. stuttu eftir að þýzki fasisminn hafði hleypt síðari heimsstyrjöldinni af stað og meðan á henni stóð (4. febr. 1945). Á stjómarfundi ÍSÍ 3. nóv. 1944 lagði Erlingur Páls- son til, „að ÍSÍ beitti sér fyrir því að hún (ólympíumyndin — aths. I. J.) yrði sýnd í öllum opinberum skólum.“10) Við þetta má svo bæta því, að á ársþingi ÍSÍ 1943 þótti forustu ÍSÍ ástæða til að minnast í- þróttaleiðtoga þriðja ríkisins, Hans von Tschammer und Osten, sem þá var nýlátinn.11) Lærdómar af ólympíuför Efalaust hrifust margir ól- ympíufaranna af Ólympíuleik- unum í Berlin og þeim möttök- um, sem þeir urðu aðnjótandi. Flestir þeirra voru ungir og höfðu aldrei komið til annarra landa áður. En Ólympíuleik- arnir í Berlín og árin á eftir sýna hvernig hægt er að nota íþróttaafrek og „ópólitíska í- þróttamenn“ og samtök þeirra í þágu pólitískra hagsmuna, sem í eðli sínu beinast gegn hagsmunum íþrótta og gegn hugsjónum Ólympíuleika nú- tímans. 1) Westphal, H.: Die Mahnung der Olympischen Spiele 1936. í Theorie und Praxis der Körper- kultur, 15. árg. (1966), 9. hefti bls. 780. 2) Sbr. Aufzeichnungen, Berichte und Entwiirfe Lewalds, Olympía- Archiv beim NOK der DDR, Nr 33, Akte G 155. Tilvitnun úr Ge- schichte der Körperkultur in Deutschland, 3ja bindi (1917— 1945), Berlín 1964, bls. 186. 3) Morgunbiaðið 23.7. 1935. 4) Fundargerðabók íþróttasam- bands íslands, bls. 59. 5) Fundargerðabók íþróttasam- bands íslands, bls. 90. 6) Sbr. Alþingistíðindi 1935 B, 2. hefti, bls. 367. 7) Ljósrit af bréfi í eigu höf- undar. Bréf'ð er skrifað 15.1. 1936. 8) Alþýðuólympíuleikarnir í Barcelona áttu að vera mótvægi gegn Ólympíuleikunum í Berlín, en uppreisn Francos kom í veg fyrir að þeir færu fram. 9) Úr skýrslu um starfsemi Ól- ympíunefndar íslands og Ólym- píuförina 1936 eftir dr. Björn Björnsson, bls. 50—51. 10) Fundargerðabók íþróttasam- bands íslands, bls. 130. 11) Sbr. íþróttablaðið, 7. árg. (1943), 6.-7. tbl. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.