Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 24
Gunnar M. Magnúss: íþróttir á nítjándu öldinni Þú spyrð um íþróttir og leiki á nítjándu öldinni og lengra aftur. Því er til að svara, að íþróttir voru fjölbreyttar, bæði utan húss og innan, einstaklings- bundnar frekar en félagslega. Þá voru leikir ekki síður fjöl- breyttir. Menn stunduðu hlaup, göngur, stökk, köst, glímur, sund, aflraunir og allskonar fimleika. Ýmsar iþróttir þróuðust í sambandi við störf manna og atvinnuvegina. Menn þreyttu hlaup af nauðsyn. Smalar hlupu mikið og urðu fótfráir og margir þeirra urðu stökkmenn góðir. Menn voru í skyndi send- ir milli bæja, yfir fjallvegi og heiðar, ef til vill í aðra lands- hluta með embættisbréf, í lækniserindum eða til að ná i skip, sem var að leggja úr höfn í næstu sýslu. Hlaupa-Mangi Einstöku menn skáru sig úr sem hlauparar og skal þar fyrst frægan telja Hlaupa-Manga. Hann er tvímælalaust frægasti hlaupari 19. aldarinnar og oft er miðað við met hans. Hann hljóp stórheiðar þind- arlaust og var svo skjótur í förum, að undrum sætti. Það var einhverju sinni, að hann hljóp yfir Axarfjarðarheiði þrisvar sama daginn, fram og aftur. „Flestum, þótt röskir menn væru, þótti nóg að brölta yfir bakið á henni einu sinni á dag, og það ekki sízt að vor- lagi, þegar snjó væri að leysa og hver lækur í vexti.“ Þessa frægu för hljóp Mangi þó að mestu vegna misgripa. Hann hafði snemma sunnu- dagsmorguns komið að Sval- barði í Þistilfirði og ætlaði að hlýða messu. Prestur bauð honum til stofu. Þar lágu á borðinu nokkur skrifuð papp- írsblöð og datt Manga í hug, að það væri ræða dagsins. Seg- ir hann þá: — Ég tef nú líklega fyrir yður, prestur minn, þér eruð víst að semja ræðuna til dags- ins. — Ónei, svaraði prestur, — þetta eru sendibréf, sem ég þarf nauðsynlega að koma að Skinnastöðum. Væri hann að hugsa um að senda einhvern vinnumanna sinna með það eftir messu. Mangi sagði þá, að hann ætti brýnt erindi inn í Axarfjörð og ætlaði sér að fara þangað, þegar messa væri úti. Kvaðst hann geta haldið á bréfinu, sem ætti að fara að Skinna- stöðum, en bezt væri líklega að halda strax af stað, og ef ekkert yrði sér til farartálma á leiðinni, væri ekki óhugs- andi, að hann næði messu á Skinnastöðum; væri þá sama hvar hann meðtæki blessunina. Prestur kvaðst þakklátur fyr- ir boðið, tók blöðin á borðinu saman, skrifaði utan á og lakkaði. Þvínæst opnaði hann borðskúffu, tók þar upp nokk- ur sendibréf og lagði á borðið. En rétt í því kom kona prests- ins inn með kaffibolla á bakka og ýtti bréfunum til hliðar. Þegar Mangi hafði lokið við að drekka kaffið, rétti prestur honum eitt bréfið og mælti: — Þú verður að koma hing- að í bakaleiðinni, svo að ég geti þakkað þér fyrir bréfburð- inn, enda býst ég við, að prest- urinn á Skinnastöðum svari bréfi mínu strax, og er þá eins líklegt, að þú verðir beðinn að koma þvi til skila í bakaleið- inni. Mangi stakk nú bréfinu í vasa sinn, án þess að líta á utanáskriftina, og hélt síðan greitt úr hlaði. Kemur hann að Skinnastöðum rétt i því að prestur er að ganga í kirkju. Mangi ávarpar hann, segist vera með áríðandi bréf til hans frá prestinum á Sval- barði og eigi að taka svar til baka. Prestur lítur á utanáskrift- ina og segir: — Þú ert vist að gera að gamni þínu, Magnús, þetta bréf er ekki til mín. Manga varð orðfall, — það var eins og honum hefði verið drepið í kalt vatn, en segir eftir litla þögn: — Þetta er ekki mér að kenna, presturinn afhenti mér bréfið sjálfur. En það stýrir aldrei góðri lukku að breyta þvert á móti góðra manna ráð- um. Blessaður Hallgrímur minn Pétursson tekur ferðamönnum vara á því að fara fram hjá kirkju á helgum degi, án þess að hlýða messu. En þetta henti mig í morgun. Ég sé nú, að þetta bréf á að fara til bóndans á Skinnalóni á Sléttu. Þetta hefur orðið fyrir gáleysi hjá prestinum, þar eð bæja- nöfnin eru lík fljótt á litið. Mangi gekk í kirkju, valdi sér sæti á krókbekk, en þegar verið var að syngja útgöngu- sálminn gekk hann út og var horfinn úr augsýn, þegar messufólkið kom út. Það er af Manga að segja, að hann kom að Svalbarði um nónbil sama dag. Gerði hann boð fyrir prest, sagði sínar farir ekki sléttar og mælti nokkur ávítunarorð til prests fyrir athugunarleysið. Prestur bað Manga auðmjúk- lega að fyrirgefa sér þessa yf- irsjón og bauð honum að marg- borga ómakið. Mangi sagði, að sú bezta borgun, sem hann gæti boðið sér, væri að fá sér strax bréfið, sem ætti að fara að Skinnastöðum, því ef áríðandi hefði verið að senda það í morgun, myndi það ekki síður nú. Það varð svo úr, að Mangi fékk bréfið í hendur, las vel utanáskriftina, þaut síðan af stað. Þegar hann kom öðru sinni að Skinnastöðum og rak bréfið að presti með þeim orð- um, að nú gæti hann fullvissað prest um að hann fengi rétta bréfið í hendur, varð prestur stórundrandi og trúði naum- ast að Mangi væri búinn í þriðja sinn að skokka þessar þingmannaleiðir. Dundi lofið yfir Manga úr öllum áttum og þótti þetta af- rek hans undrum sæta. Magnús Magnússon — Hlaupa-Mangi — var uppi á árunum 1786—1856. Hann var ömmubróðir Jóns Trausta skálds. Magnús bjó um 1830 á Núpskötlu, austan Rauða- núps á Melrakkasléttu. Á efri árum fluttist hann til Krist- ínar dóttur sinnar að Svein- ungavik i Þistilfirði og lézt þar. Eyvindur, Eggert, Snorri Eyvindur Jónsson — Fjalla- Eyvindur — var allra manna fráastur á fæti og brattgeng- astur, kunni svo vel handa- hlaup, að hann dró undan fljótustu hestum. Hann var einnig sundmaður góður og glímumaður. Eggert Ólafsson skáld og náttúrufræðingur var vel bú- inn íþróttum. Matthías Joch- umsson kallar hann afreks- menni. Hann var gildur karl- maður til burða, manna létt- astur og svo frækinn, hvað sem reyna skyldi, að fæstir jöfnuðust við hann, bratt- gengur var hann í fjöll og kletta. Eggert fór í „bráðan Breiðafjörð" 1768, rúmlega fertugur að aldri. Séra Snorri Bjömsson, sem kenndur hefur verið við Húsa- fell, var annálaður íþrótta- maður. Hann var sundmaður góður og er þess viða getið. Meðal annars er það í frásögur fært, að hann hafi bjargað á sundi Hirti þjófi Indriðasyni úr Hvítá í Borgarfirði, sem var ófær af vexti og jökulhlaupi, og var Hjörtur þó stór maður vexti. Af afli Snorra fara margar sögur. Hann reyndi afl sitt á steintaki, sem enn sést við Húsafellstún. Það heitir Kvía- hella og vegur 180 kg. Átti amlóði að lyfta henni á hné, hálfsterkur að lyfta henni í magahæð og lyfta á stein, sem stóð í kvíadyrum, en fullsterk- ur tók helluna á brjóst og bar í kringum kvíarnar. Fæstir, sem við helluna reyna, kom- ast einu sinni í flokk með amlóðum. Snorri fæddist 1710 og lézt 1803. Tindala-ími Tindala-ími — ími Arnórs- son — var uppi á fyrri hluta 18. aldar. Hann var einstakur snillingur og listamaður á smíð og sundmaður, svo að af bar. Hann var talinn hafa falsað peninga, smíðað tindali, svo að naumast voru þekkjanlegir frá gjaldgengri sleginni mynt. Um sundfæmi hans eru ýmsar sagnir. Það var einhverju sinni, að fmi reri i Bjamareyjum. Þá var það, er hann var á heima- eynni, að hann vildi sækja nafar sinn til Búðeyjar. Stór- flæði var sjávar og lézt hann ekki nenna að bíða, því nálega má ganga þurrum fótum milli eyjanna um stórstraumsfjöru. Sagt er og, að jafnan æfði hann sundkunnáttu sína, hirti því ekki að bíða fjömnnar, en lagði á sundið um háflæði. En er hann kom á mitt sundið, lagðist selur allstór að honum og vildi rifa hann. En það varð ráð íma, að hann barðist um og gerði busl mikið. Stakk sel- urinn sér þá og vildi koma að honum að neðan. ími tók þá það ráð að stinga sér og busla sem mest. Var þá að sjá sem selurinn hræddist, að því er ími sagði sjálfur frá, og synti frá honum. Komst ími við það á land. Sagði hann svo frá, að aldrei hefði hann verið svo voðalega staddur eða í meiri lífsháska komizt en þá. Þó segja menn, að svo mikil væri dirfska hans, að úr Búðey synti hann aftur með nafar- inn í munni sér. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.