Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 43
'Ströndinni er þessari undirstöðu kippt burtu. Heimsstyrjöldin er skollin á. Höf- undur segir sjálfur: „Mér er hann minn- isstæður veturinn sá — veturinn 1914—15. Rústir ungæðislegra friðardrauma fálust með hverjum degi dýpra undir gaddi ofsalegs gerningaveðurs". Stríðið hefur komið huga skáldsins í uppnám, svo að hann veit ekki sitt rjúkandi ráð. „Eigi siður taldi ég mig þess umkominn“, segir hann sjálfur, „að kalla fyrir skáldlegan næturdómstól mannkynið í heild og guð almáttugan í þokkabót". Ströndinni er ætlað að vera þessi „næturdómstóH“. Höfuðpersónan er alþingismaðurinn séra Sturla, mikilhæfur, góðgjarn og trúaður, ekki aðeins á guð heldur lífið og menn- ina. Eftir að hann hefur orðið fyrir þeirri raun að missa konu sína, og einnig sætt pólitískum ofsóknum, setur hann allt sitt traust á guð og gerir að heitum boðskap sínum boðorðið: Óttizt Guð! En þegar enn dynur yfir nýtt áfall og hann missir dóttur sína sem hann bar alla ást til og von, þá vakna efasemdirnar i brjósti hans: Ef til vill áttu menn að „hryggjast við fæðingu manns, gleðjast við dauða hans? Þá yrðum við fyrst að hata þetta líf! Fyrr getum við ekki bundið allt okk- ar traust við sæluna hinurn megin“. Síð- ar þegar örvæntingin ágerist enn meir brestur trúin bæði á lífið og guð: „Svo var sem augu hans opnuðust allt i einu og hann sæi lifið fyrir sér, alla tak- markalausa skelfingu þess, allt vitfirr- ingsgerræði þess“, og þá formælir hann því og afneitar guði: „Bölvaða líf! Ef ein- hver guð hefur skapað þig og stjórnar þér, þá er það illur guð, vanmáttugur guð, enginn guð — enginn guð!“ Og nið- urstaða skáldsögunnar er: „Lífið er ekki annað en strönd, sem okkur er öllum skolað upp á, og við brjótum þar skip okkar, hver með sínum hætti“. Framhald þessarar málsgreinar, sem leiðir þessa hugsun út í óhugnað, skýrist aðeins af þeim atburði sögunnar að börnin tvö, Sölvi og Blíð, dóttir Sturlu, hafa drukkn- að og þeim skolað upp í flæðarmálið, en framhaldið er þannig: „Lífið leikur sér að okkur eins og lævís bylgjan, bros- ir við okkur, einungis til þess að gera fallið, örvæntinguna, enn meiri. Við er- um allir sjórekin lík, sjórekin lík á strönd lífsins“. Nær ályktun höfundar sjálfs eru sennilega upphafs- og niðurlagsstef bók- arinnar um hinn skimandi máf: „Skim- andi máfur, hvað sér þú í djúpinu? Skild- ir þú speki lífsins — ránfuglinn með kalt hjartað, árvökur augun og óseðjandi græðgina... Er djúpið ekkert djúp?“ Hér er komið út í algera efasemd um til- gang lífsins, mjög svipaða heimspeki og Sartre, Camus ofl. komust að upp úr síð- ari heimsstyrjöldinni. Svo nærri ganga heimsviðburðir skáldunum. Séra Sturla er látinn sturlast í sögulok. Lítill hljómgrunnur Eitthvað er við þessa sögu sem veldur mikilli brotalöm, og olli það því senni- lega hve fálega og jafnvel fjandsamlega ýmsir tóku henni hér heima. Hún er lát- in gerast í „hraunhöfn austfirzks kaup- túns“. Höfundur réttlætir það með þvi að „ströndin, sem mér fannst ríða lífið á að draga upp sem sannasta, réttasta og hlífðarlausasta mynd af, lá sem sé að víðari vogum“, er með öðrum orðum táknræn, og „í Gleipni mannheims eru flækjur trúmála og viðskipta snarir þætt- ir“, af sama toga spunnir í þessu þorpi eins og úti i styrjaldarheiminum. En brotalömin felst ma. í því að lýsing fé- lagsmálabaráttu og viðskipta i kauptún- inu verður eins og utangátta í sögunni eða rennur hálfgert út í sandinn, og kemur þaðan af síður heim við þá tima á íslandi þegar sagan birtist. Gunnar hafði verið hátt á annan ára- tug erlendis, og ísland hafði tekið stór- felldum breytingum frá þeim harðinda- dögum og vonleysis þegar hann var að alast upp i Vopnafirði á hinni nyrztu strönd. Helzti fulltrúi framfara í Strönd- inni er Finnur á Vaði, vinur séra Sturlu og faðir Sölva er drukknaði með Blíð. Hann er ofsóttur af kaupmanninum á staðnum sem beitir öllum ráðum til að grafa undan séra Sturlu og ná af honum þingsætinu. Finnur missir jörðina sem hann hafði varið öllu til að rækta, en tekur þá að sér kaupfélagið sem „stofnað var til að leggja heiminn undir sig“. En vald kaupmanns er mikið, bændur ótryggir, hvert óhapp rekur annað og síðast stendur ekki eftir annað tákn kaupfélagsins en Eyjólfur vatnssjúki og skúrinn, og Finnur á Vaði bugast og lendir í sömu raun og séra Sturla. En þegar þessi ódæma saga kemur út, er samvinnustefnan komin í blóma, hefur ungmennafélagshugsjónin farið eldi um landið og vakin trú þjóðarinnar á fram- farir og nýtt ísland. Sagan gat af þeim sökum einum ekki vakið neinn hljóm- grunn. En þar við bættist annað sem réð ef til vill mestu. íslendingar stóðu heimsviðburðum langtum fjær en Gunn- ar. Hin erlendu styrjaldaráhrif sem lágu að baki sögunnar munu þeir naumast hafa komið auga á, og þó svo hefði verið brast þá allan skilning á því að stríðið gæti hrært hug skáldsins til þvílíkrar örvæntingar að lífinu var formælt og til- veru guðs afneitað! Hvað var þá sagan annað en bölsýni og guðlast? Brotalamir Ég hef dvalið svo lengi við Ströndina vegna þess að hún bregður ljósi bæði á að- stöðu Gunnars og sjálfan hann, takmark- anir hans, eðliskosti og skáldlega dýpt. Sagan er miklu meira átak en ætla mætti af jafn ungum höfundi, og hreinskilni hennar, dirfska og hlífðarleysi grípur les- andann. Að heimsstyrjöldin sem þó lá utan við hann skuli hræra svo djúpt hug hans sýnir hve hann tekur lífið alvar- lega og trúin er inngróin eðli hans. Þetta speglast bezt í höfuðpersónu sögunnar, séra Sturlu, hve trúarlífi hans er fylgt fast eftir og gegnum mörg stig, hve sterk og litrík persónan er og hvern dramatísk- an þunga, örlagadýpt, skáldið gefur henni. Að því leyti á Sturla skylt við séra Ketil þó að niðurstaðan sé þveröfug: ör- vænting í stað friðþægingar og trúar á tilgang í lífinu. En brotalamir á þessu verki eru fleiri en taka til grunnfærinna lýsinga á íslenzk- um þjóðfélagsháttum. Sjálf sviðsetning- in i íslenzku kauptúni sníður sögunni stakk sem hún rúmast engan veginn í, hvort sem litið er á hana efnislega eða frá listrænu sjónarmiði. Líking með þess- ari hættuströnd og styrj aldarógnum úti í heimi nær einkar skammt, og lýsing á viðburðum og félagslegum átökum í kauptúninu gefur ekki einu sinni hug- boð um þau þjóðfélagsöfl sem standa að baki heimsstyrjöldum. En kosturinn við Ströndina, þrátt fyrir augljósa galla og misheppnaða sviðsetningu, er framar öðru sá að hún er skrifuð af heitu hjarta og djúpri einlægni og eins hve hugar- striði og persónu séra Sturlu er lýst af miklu listrænu innsæi. SéraSstaðan bundin vandkvæðum Var þá veröldin ytra að draga Gunnar til sín en ísland að gleymast eða var heimurinn og ísland að togast á um sál skáldsins? Málum er ekki þannig háttað. Það áttu sér ekki stað neinir innri á- rekstrar. Gunnar var aðeins i séraðstöðu sem var ýmsum vandkvæðum bundin, einkum framan af. íslendingar áttu á þessum tíma í harðri sjálfstæðisbaráttu við Dani, og það var ekki vinsælt hér heima fyrir íslending að vera rithöfund- ur á danska tungu. Ég hef þekkt gáfaða menn sem af þessum ástæðum gátu aldrei metið Gunnar Gunnarsson að verðleikum. Hann vissi um þessa andúð landa sinna, enda kom hún stundum op- inberlega fram, og auðvitað hefur hún sárnað honum. En ég geri ekki ráð fyrir að hann hafi nokkru sinni tekið hana mjög nærri sér, hann vissi bezt sjálfur hvað bundinn hann var íslandi. Heima- landið fór í rauninni aldrei úr huga hon- um, og er því ma. til sönnunar að allar skáldsögur hans gerast á íslandi (ef und- an er skilinn síðari hluti Kirkjunnar á fjallinu og fyrri hluti Fóstbræðrasögu). Af dvöl hans erlendis leiddi hinsvegar eins og áður er tekið fram að hann sá heiminn og ísland i öðru ljósi en menn gerðu hér heima. En felst í því að hann hafi gleymt landinu? Öðru nær. íslend- ingum ætti að vera alkunnugt að mörg fegurstu kvæðin um ísland þrungin af ást til lands og þjóðar eru ort erlendis. Og Gunnar átti vissulega eftir að sanna hug sinn til íslands. Og þá er einmitt komið að höfuðriti skáldsins, Kirkjunni á fjallinu, sem er ávöxtur þess hve ís- land og fólkið á fslandi stóð honum fyrir hugskotssjónum í björtu ljósi og hvilík- um tengslum hann var bundinn því. Mynd íslands í Borgarættinni er Ormar Örlygsson, sem stundað hefur hljómlist erlendis, látinn segja eftir að hann kastar frá sér frægð og frama og snýr heim til íslands: „Hann fann til þess í hverri taug og hverjum blóðdropa, að hann var einka- barn þessara hugumstóru fjalla. Eyja stendur upp úr sjó! Þarna stóð hún með helgiblæ, álíkust kirkju, hrein og heilög, „yzt í norðurhöfum“, kirkju hnattar- ins ...“ Sjálfur segir höfundur um nafnið Kirkjan á fjallinu í eftirmála við Skip 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.