Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 10
íþróttlr vlrðast vera ákaflega vlnsælt vlðfangsefnl á (s- landi, ef marka má þá um- ræðu sem fram fer í öllum helztu fjölmiðlum um [þróttamál dagsdaglega. Þessi áhugi er vitaskuld góðra gjalda verður, þareð líkamsrækt af ein- hverju tagi ætti að réttu lagi að vera snar þáttur I daglegu lífi hvers ein- asta manns. Sú fyrirlitning, sem ýmsir „andans menn“ hafa á llkamsþjálf- un eða „sportidjótí" einsog þeim er tamt að nefna það, er að mínu vlti kynjuð frá kristnum meinlætamönnum miðalda, sem ólu á þelrrl flrru að holdið og andinn væru andstæð skaut. íþróttaafrek eru talin vera eln leið til að vekja og vlðhalda áhuga á íþróttum, og má vel vera að svo sé, en heldur þykja manni langar afreka- skrár með sínum endalausu mörkum, metrum og mínútum andlítil lesn- ing I blöðum, að ekki sé minnzt á hljóðvarp og sjónvarp þar sem þessar romsur verða nánast óbærilegar. Og einhvernveginn fær maður á tilfinn- inguna, að áherzlan sem lögð er á met og önnur afrek skyggl á þann megintilgang allrar íþróttastarfsemi að efla líkamlega og andlega hell- brigði alls almennings. Það er tll dæmis ellítið skrýtln staðreynd, að íslendingar skull vera meðal þrekminnstu þjóða i Evrópu (samkvæmt þrekmælingum Benedlkts heitins Jakobssonar) þráttfyrlr annálaðan í- þróttaáhuga þeirra, og að frammistaða þeirra í frjálsum (þróttum skuli vera tiltölulega miklu lakari en hún var fyrir aldarfjórðungi, þráttfyrir stór- um betri aðstæður til íþróttaiðkana. Þetta vekur vissulega þá spurnlngu, hvort góðæri og velmegun hafl sogið þrótt úr þjóðlnni, gert hana llkam- lega — og þá væntanlega einnig andlega — slappa og magnlltla. Einsog fram kemur I sáttmála Evrópuráðslns um svonefndar almanna- íþróttir, sem hér er birtur, er líkamsrækt tll margra hluta nytsamleg, og má segja að íslendingar séu tæplega byrjaðir að kanna þá mörgu og góðu kosti sem almenn þátttaka I íþróttum býður uppá. Áhugi á sund- iðkun hefur að vlsu vaxið ört á siðustu árum með bættum aðstæðum og töluverðum áróðri, og vantar þó mlklð á, að nóg hafi verlð að gert, bæðl að þvl er varðar aðstöðu á sundstöðum og uppfræðslu. Gönguferðlr útl náttúrunni eru hinsvegar ótrúlega lltið stundaðar, þegar hliðsjón er höfð af þeim óþrjótandi möguleikum, sem hér eru til gönguferða. I þvi efni erum við vissulega eftlrbátar frænda okkar á Norðurlöndum. Þó hér sé misviðrasamt, fer þvi fjarrl að það þurfi að hamla útlvist. Það má vel klæða sig gegn veðrum og vindum. Hestamennska hefur verið I vexti I þéttbýlinu, og ber að fagna því. Skfðalþróttln vlrðist líka eiga vin- sældum að fagna þegar veður leyfa. Laxveiði er orðin svo dýr tóm- stundaiðja, að hún er vart á færi annarra en hátekjumanna. Ef satt skal segja, virðist bíllinn vera orðinn helzta tómstundagaman (slendinga, og er þar efalaust að leita skýringar á alræmdu þrekleysi þeirra. Því er haldið fram kinnroðalaust af forkólfum íþróttahreyfingarinnar á íslandi, að hún sé og eigi að vera ópólitísk, og í samræmi vlð það hefur íþróttasamband ísland stigið það fáránlega skref að senda Æskulýðs- sambandi (slands tilkynningu um úrsögn (slíkt hið sama gerðu Lands- samband íslenzkra ungtemplara, Bandalag Islenzkra farfugla og Sam- band ungra sjálfstæðismannal). Nú þarf enga sérstaka skarpskyggnl tll að sjá, að sá báttur Iþróttamála, sem veit að mannvirkjagerð og annarrl aðstöðu til íþróttaiðkana, er hápólitískur. Bæjarstjórnir og menntamála- ráðuneyti eru pólltískir aðilar, sem hafa I hendi sér fjárveltlngar til iþróttamála, og sterkustu stjórnmálaöflin I landinu beita sér bæði leynt og Ijóst innan íþróttahreyfingarinnar. ( þessu sambandl er ekkl úr vegl að vitna I kunnan iþróttagarp, Urho Kekkonen forseta Flnnlands, en hann segir m. a. I grein sem birtist I sænska tímaritinu „Folket I Bild“ snemma á þessu ári: „Aukþess eiga íþróttir að vera hlutlausar og óháðar pólltík, hafa menn sagt og segja enn. Ég hef engan áhuga á að gera [þróttlr pólitískarl, þareð ég veit að pólitísk sjónarmið hafa haft og hafa enn áhrif á starfsemi íþróttahreyfinganna. En ég vil, að Iþróttalíflð losnl við þá skinhelgi og hræsni, sem er svo yfirgengileg þegar rætt er um íþróttir." Á hitt er einnig vert að benda, að pólitisklr gæðingar og bitllngamenn hafa notað aðstöðu sina innan íþróttahreyfingarinnar til að sölsa til sín völd og verkefni, sem að réttu lagi hefði átt að dreifa til hæfarl manna. Er sjálfur forseti fþróttasambands Islands, Gísli Halldórsson, sem jafn- framt er forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur, kannski átakanlegasta dæmlð um misnotkun pólitiskrar aðstöðu (samanber iþróttamannvirkin I Laugar- dal og víðar), og má segja að þá kasti tólfunum, þegar sliklr menn og fylgifiskar þelrra þvo hendur sínar af allri pólitík og þvinga samtök sín til að segja skilið við heildarsamtök æskufólks í landlnu, afþvf þau leyfa sér að taka afstöðu til tiltekinna pólitískra deilumála. Kristur talaði um hræsnara, sem væru einsog kalkaðar grafir hið ytra, en fullar af dauðra manna belnum, og ósjálfrátt kemur sú litríka samlíking í hugann þegar hugsað er til slíkra manna. Annað athyglisvert elnkenni íslenzkrar Iþróttahreyfingar er, hvernig ýmslr framagosar hafa beinlínis hagnýtt sér Iþróttahreyfinguna tll að komast til pólitískra metorða og fleyta sér inná framboðsllsta og jafn- vel inni bæjarstjórnir. Þetta helgast væntanlega af því, að Iþróttir eru sem fyrr segir mjög I sviðsljósi fjölmlðla, og þá hyllast framagosarnlr til að hagnýta sér sviðsljósið I pólitlskum tilgangl. Pólitískum þroska fs- lenzkra Iþróttaforkólfa ber kannski þátttaka (slendinga I Ólymplulelkun- um 1936 mælskast vitnl, en um hana er fjallað I einni meðfylgjandl grein. Það hlýtur að vekja eftirtekt og undrun, hve Iftinn þátt erflðlsstéttirnar I landinu hafa átt I uppbyggingu íþróttahreyflngarinnar og hve áhuga- lítil verkalýðssamtökin hafa verið um þennan mikilvæga þátt I þroskun einstaklingsins. Þessu er til dæmis allt annan veg farið I Finnlandl, þar sem Iþróttahreyfing verkamanna, TUL, er veigamikill og vaxandi þáttur I finnsku verkalýðshreyfingunni. Um þetta seglr Kekkonen meðal annars: „(þróttir eiga að gegna félagslegu hlutverki og vera félagslega ábyrgar. Margir líta svo á, að íþróttir séu fyrst og fremst afþreying fyrlr fólklð. Þetta er að nokkru leyti rétt, einkanlega að því er varðar keppnisiþróttir. Mér finnst höfuðmikilvægi íþrótta vera I því fólgið, hve vel þeim tekst að þjóna mönnunum. — (þróttir gegna veigamiklu hlutverkl I llkamsrækt og slökun I daglegu lífi sem uppspretta heilbrigðis og llfsþróttar. Frá þessu sjónarmiði eru íþróttir alltof mikilvægar og afdrifarlkar tll að þær geti orðið einkamál íþróttaleiðtoga, sem einungis trúa á sjálfgildi íþrótt- anna. (þróttir hafa ævinlega áhrif útfyrlr eigin mörk, hvort sem mönn- um líkar betur eða verr.“ s-a-m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.