Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 37
Guðmundur Sæmundsson: LANDHELGIN OG HAAG DÓMSTÓLLINN Undanfarnar vikur hefur sá áróður stjórnarandstöðunnar magnazt um allan helming, að við stæðum höllum fæti í landhelgismálinu, hvað hinni lögfræði- legu hlið viðkemur. Beint framhald þessa áróðurs er, að okkar hagsmunum sé bezt borgið í höndum Alþjóðadómstólsins í Haag. Er jafnvel svo langt komið þess- um málflutningi stjórnarandstöðunnar, að ýmsir einlægir stjórnarsinnar eru farnir að efast. Hefur mátt merkja það á umræðum manna að undanförnu. Og ofrausn væri að hrósa stjórnarmálgögn- um fyrir málefnaleg svör við þessu. í þessari grein verður reynt að gera grein fyrir því, hvernig þetta atriði kemur fyrir sjónir. Ég get nefnt það strax i upphafi, að meginheimildir minar eru annars vegar upplýsingarit rikisstjómarinnar og ASÍ, — hins vegar ræða helzta ráðgjafa norsku ríkisstjórnarinnar í þjóðréttarmálum, prófessors Carls Augusts Fleischers, og svör hans við fyrirspurnum fundargesta á fundi, sem haldinn var að tilhlutan lögfræðistúdenta i Osló þ. 1. marz s. 1. Þess má geta, að á þessum fundi, sem fjallaði eingöngu um hina nýju landhelgi íslands, mætti einnig sendiherra okkar í Osló, Agnar Klemenz Jónsson. Auk þessara heimilda get ég nefnt ræðu Odds Steinsbö, aðstoðarfiskimálaráð- herra Noregs, sem hann hélt á ráðstefnu norskra og íslenzkra ungmennasamtaka og fiskimannasamtaka í Noregi þ. 23.-25. júní s.l., og ræðu Helge Vindenes, deildar- stjóra í norska utanríkisráðuneytinu, á sama stað. Við þetta má bæta ótal blaða- greinum í íslenzkum og erlendum blöð- um. Nauðungarsamningarnir 1961 Landhelgissamningarnir 1961 milli ís- lands annars vegar og V-Þjóðverja og Breta hins vegar voru að áliti þeirra flokka, er þá voru í stjórnarandstöðu, nauðungarsamningar. Framsóknarflokk- urinn og Alþýðubandalagið lýstu því þá yfir (og halda enn við þá skoðun, að því er bezt verður vitað), að þessir samningar væru hreinir nauðungarsamningar sem þeir mundu segja upp, þegar er þeir fengju aðstöðu til. Flest bendir til, að þessi skoðun sé rétt í meginatriðum. Að vísu var þarna ekki um að ræða „nauð- ung“ í þeim hefðbundna þjóðréttarskiln- ingi, sem rikti árið 1961, — brezku samn- ingamennirnir stóðu ekki með byssur við bak þeirra íslenzku, hótandi eldi og eim- yrju, ef íslendingar væru ekki þægir. En byssurnar voru ekki langt undan. Það er mikilvægt atriði, að á meðan verið var að undirrita samninginn við Breta, voru vopnuð brezk herskip úti á íslenzku miðunum innan 12 mílna markanna, og þau hótuðu öllu illu, vopnabeitingu og ofbeldi, ef brezku veiðiþjófarnir fengju ekki að veiða í friði. Hótanir Homes Auk þess má bæta við þeim stórmerku heimildum, sem eru „persónuleg" bréf utanríkisráðherra Breta, Sir Alec Douglas Homes, til íslenzka utanrikisráðherrans, Guðmundar í. Guðmundssonar, vikurnar áður en íslenzka ríkisstjórnin sprakk á limminu og gafst upp. Þar eru, að vísu loðinorðaðar, en þó vel skiljanlegar, hót- anir um hernaðarlegt ofbeldi. í síðasta bréfi Homes til Guðmundar f., dagsettu 27. jan. 1961, segir t. d.: „Starfsfélagar mínir og ég höfum al- varlegar áhyggjur af líklegum afleið- ingum þess, að lausn náist ekki í mjög náinni framtíð. Ég er viss um, að ef við getum ekki sagt sjávarútvegi okkar innan hálfs mánaðar, að sjá megi fram á sanngjarnt samkomulag, muni við- sjárvert og hættulegt ástand skapast (a critical and dangerous situation will arise) “. Auk alls þessa var fólgin nauðung í því ástandi, sem þá rikti um þetta mál. NATÓ hafði beitt þrýstingi á hina veikgeðja ís- lenzku ríkisstjórn, og efnahagslegir hags- munahringar úti i heimi voru farnir að ýta harkalega við hinum íslenzku at- vinnufyrirtækj um. Stærsta nauðungin En stærsta nauðungin var þó ekki nauðung hinna erlendu aðila, heldur sú nauðung, sem þáverandi rikisstjórn beitti íslenzku þjóðina með þvi að undirrita þessi samkomulög. Það er ljóst, að þessir samningar voru gerðir gegn vilja meiri- hluta íslenzku þjóðarinnar. Vilji þjóðar- innar var — og er — tvímælalaust, að ekkert samkomulag yrði gert, sem gæti fært ákvörðunarréttinn um landhelgina úr höndum íslendinga. Þessi þjóðarvilji hefur svo oft komið fram, að engir stjórn- málamenn hafa þar getað farið villir vega. Auk þess má svo nefna, að sá grunur hlýtur að læðast að, að samn- ingurinn hafi verið brot á lögum, nefni- lega landgrunnslögunum frá 1948, þar sem ísland áskildi sér einhliða rétt yfir landgrunninu og auðæfum hafsins yfir því. Ekki er í fáum orðum hægt að útskýra ástæðu þess, hvers vegna þáverandi rikis- stjórn sveik þjóð sína og lét undan í landhelgismálinu 1961, en einhver vís- bending hlýtur þó að felast í því, að menn geri sér grein fyrir því, hverra fulltrúar Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkur- inn eru, — hvaða hagsmuni þeir hafa varið undangengna áratugi. Vínarsamþykktin 1969 Já, þrátt fyrir að við teljum okkur hafa ýmis rök úr eldri þjóðarétti fyrir því, að samningarnir 1961 hafi verið nauð- Fjölmargir áhugahópar í Noregi hafa stutt fslendinga dyggilega í baráttunni fyrir fullri viður- kenningu 50 mílna fiskveiðilögsögunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.