Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 12
Sáttmáli almannaíþrótta Evrópu A. Inngangur 1. Hugmyndin eða vígorðið „almannaíþróttir" kom fyrst fram í Menn- ingarsamstarfsnefnd Evrópuráðsins árið 1966. Hugmyndin um almanna- íþróttir hefur síðan þróazt og frumhugsunin skýrzt við umræður, sem á eftir hafa fylgt, í nefndum og starfshóþum, á námskeiðum og ráð- stefnum. 2. Almannaíþróttir ná til hvers konar líkamshreyfinga, sem eru óskyldar daglegum störfum viðkomandi manns og hann stundar með reglubundn- um hætti og algerlega ótilneyddur. 3. Slík skilgreining nær til mikils fjölda og margvíslegra athafna, sem skiptast í fjóra meginþætti. (I) HefSbundnar íþróttir Vegna afreka meistaranna höfum við kynnzt margvíslegum iþróttum í hefðbundinni mynd — frá knattspyrnu til skylminga og frá tennis til frjálsra íþrótta. Hver íþróttagrein hefur sinar ákveðnu reglur, sem ein- kenna hana, og er iðkuð innan hinna sérhæfðu marka, sem henni eru sett, að þvi er leikvang og tíma snertir. Með því að hlíta þeim mörkum, sem ákveðin eru af vettvangi, tíma og hegðun, keppa þátttakendur að vissu marki eða við aðra einstaklinga, sem háðir eru sömu hömlum. Það er viðurkenningin á slíkum reglum og átökin við ögranir innan marka þeirra, sem eru samnefnari sundurleitustu iþrótta og sameigin- legt viðfangsefni afburðamanna og liða, auk óbreyttra leikmanna, sem skera sig ekki úr fjöldanum. (II) Hreyfing á víðavangi Þegar um athafnir af þessu tagi er að ræða, reyna þátttakendur að fara um einhvern sérstakan „vang“ (hér er þá átt við eitthvert opið svæði, skóglendi, fjall, vatn eða loft). Ögranirnar eru fólgnar í reglum um, hvernig fara eigi um svæðið, og breytast nokkuð eftir sérkennum þess, auk þess sem vindar og veður hafa nokkur áhrif. (III) Fagurfræðilegar hreyfingar Athafnir, þar sem einstaklingurinn þeinir athyglinni ekki sérstaklega út á við og til svörunar á ögrunum manna eða náttúru, heldur skyggnist inn á við og fullnægir nautn, sem fólgin er í héttbundnum líkamshreyf- ingum, t. d. listskautahlaupi, ýmiss konar hljóðfalisleikfimi eða sundi sér til hressingar. (IV) Þrekathafnir Ýmiss konar þjálfun eða hreyfingar, sem eru ekki aðallega stundaðar til þess að menn finni tafarlausa afrekskennd eða njóti aflrænnar nautn- ar, heldur til að hafa varanlegan árangur af æfingunum með því að bæta eða viðhalda líkamlegu starfsþreki og auka í því sambandi tilfinninguna fyrir alhliða „vellíðan". 4. Sem hugsjón eiga almannaíþróttir því ekkert skylt við nauðung, enda leitast þær við að hljóta réttlætingu og viðurkenningu, af því að athafn- irnar, sem þær ná til, geta átt erindi við allan almenning. Sem vígorð leitast þær við að skapa viðhorf eða andrúmsloft, sem hvetur alla til þátttöku og heimtar aðgerðir til að skapa öllum aðstöðu til þess. 5. Mörgum mun þykja almannaíþróttir skemmtilegar, og þátttaka mun tryggja mönnum umbun, sem fólgin er í einfaldri, eðlilegri ánægju. En laði þær menn almennt, mun árangurinn af þátttöku og verða margvísleg- ur, og einstaklingurinn getur stefnt að fjölþættum markmiðum eða á- nægjuatriðum með aðild sinni. Til dæmis: (i) Markmið hans getur verið bætt lífeðlisfræðilegt líkamsstarf, og umbun hans verður þé fólgin í þeirri einföldu vissu, að hann geti lagt á sig erfiðar athafnir án þess að verða miður sín. Eða, á hinn bóginn, að ánægja hans stafi af þvi, að hann finni fyrir meiri vellíðan- (ii) Þátttakandinn getur leitað tilfinningaútrásar, sem hann á ekki kost á við vinnu sína eða I einkalífi; (iii) Þótt þátttakandi finni ekki fyrir sérstakri löngun til að stunda líkamsrækt eða öðlast tilfinningalega útrás, geta ýmsar athafnir samt reynzt honum skemmtileg tómstundaiðja og hressandi aðferð við að eyða frístundum sínum; (iv) Hann getur leitað út fyrir iþróttina sjálfa til að komast í sambönd og félagslíf, sem hún hefur í för með sér, eða, hins vegar, hagnýtt sér fyrirheit hennar um einveru og hvild fr|á ys og amstri borgarlífsins; (v) Iðkunin ein getur verið algerlega fullnægjandi í sjálfri sér. Með þjálfun vaxandi leikni getur kviknað aukin sjálfsþekking iðkandans og skýrari skilgreining hans á sjálfum sér. 6. Þetta eru valdir matsþættir frá sjónarmiði einstaklinga, sem „skyggn- ast út“ og meta gildi íþróttarinnar í sambandi við einkalíf sitt. Samhliða þessu má setja matsatriði, þar sem „skyggnzt er inn“ og athuguð fé- lagsleg framlög almannaíþrótta á vettvangi atvinnuhátta og daglegs lífs í Evrópu í dag. Til dæmis: (i) Það er almennt viðurkennt, að sóttarfar I Evrópu hefur gerbreytzt eftir striðið og er enn í örri þróun. Betri lífsskilyrði, bættir hollustuhættir og framfarir í læknavísindum hafa birzt í því, að tekizt hefur að halda smitsjúkdómum að mestu í skefjum, en því hefur aftur fylgt hærri meðal- aldur. Hrörnunarkvillar hafa komið I stað smitsjúkdóma sem dánaror- sakir í þeim iðnvæddu löndum, sem lengst eru á veg komin. Krabba- mein, hjartaæðasjúkdómar og heilaæðaéföll eru mjög áberandi að þessu leyti, svo að tveir síðar töldu þættirnir orsaka samtals um 45% allra dauðsfalla í iðnvæddum þjóðfélögum. (Ph. Reville: „Physical Activity and Prevention of Disease", CCC, 1970). Er jafnvel fullyrt, að í sumum lönd- um eigi hjarta- og æðasjúkdómar sök á fleiri dauðsföllum en allir aðrir sjúkdómar samanlagt. (P. Ástrand: „Exercise and Health", CCC, 1969). Þessi öra aukning hefur verið kennd margvíslegum orsökum, svo sem streitu, reykingum, mataræði og hóglífi. Enginn vafi leikur á því, að hæfilega mikil líkamshreyfing getur gegnt mikilvægu hlutverki til varn- ar og lækninga á hjarta- og heilaæðasjúkdómum. Hinir þættirnir — streita, reykingar og mataræði — geta jafnvel verið í óþeinu sambandi við líkamlegt athafnaleysi manna. Greiðslur fyrir sjúkrahúsþjónustu, læknishjálp og lyf hafa farið hækk- andi (miðað við hundraðshluta þjóðarframleiðslu) í Evrópu, og því hefur verið haldið fram, að aukin líkamleg athafnasemi gæti dregið úr frekari hækkun slíkra útgjalda, jafnframt því sem hún verkaði örvandi á þjóðar- framleiðsluna með því að draga úr fjarvistum úr vinnu og auka fram- leiðni, þótt menn hafi ekki getað gert sér grein fyrir tölfræðilegum á- hrifum hennar. (Rit Revilles, sem fyrr er getið). (ii) Það er á allra vitorði, að ofbeldisglæpum hefur farið ört fjölgandi eftir styrjöldina, einkum meðal lægri aldursflokka. Þau flóknu atriði, sem verkað geta á það fyrirbæri (og aðra þætti afbrigðilegrar framkomu), eru til gagngerrar athugunar í ýmsum löndum. Við þessar glæparannsóknir styðjast menn við minni upplýsingar, sem einangra og samræma einstök 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.